Frækorn - 14.01.1910, Side 2

Frækorn - 14.01.1910, Side 2
2 Öllum þessum mönnum kunnum vér hinar beztu þakkir. En þar sem blaðið á margar þús- undir króna útistandandi hjá kaup- endum og útsölumönnum, biðjum vér alla þessa menn aö sýna oss skil sem fyrst. Ef þeir vissu, hvílíka erfiðleika óskilsemi þeirra bakar útgefanda, þá tröúm vér ekki öðru, en að þeir murtdú skjótféga senda oss þáð, sem úti stendur. Um leið og vér þökkum öllum vel- unnurum blaðsins nær og fjær fyrir alla auðsýnda veivild og góð við- skifti, óskum þeim öllum af hjarta GLEÐILEQS NÝJÁRS. Ritstj. Hvaö líður þinm rekiiingsgerð? Eftir Otto Funcke. Frh. En — svo eg komi aftur að reikningsjöfnuðinum — því um hann hefi eg nú dálítið sérstaklegt að segja, — þá er ekki hægt að lá hyggnum húsbónda, þó hann leggi saman og dragi frá í sínum jarð- nesku efnum við áramótin; hann iná ekki vera sá auli, að hann hugsi, að þar sem eitthvað er, hljóti eitt- hvað að halda áfram að vera, og þangað sem ekkert er, geti heldur ekkert komið. Því sé það orðtak satt, að þar sem ekkert er, hafi keis- arinn týnt rétti sýnum, þá er það líka satt, að himnakonung- urinn mun einmitt skapa eitthvað þar, sem ekkert er, og hins vegar gjöra það að engu, sem vill vera eitthvað án hans. Vér erum því á því máli, að það sé næsta hyggilegt, að líta eftir reikn- F R Æ K O R N ingsjöfnuðinum í jarðneskum efn- um; en heimskulegt væri að láta sér fyrir því gleymast að líta eftir reikn i ngsjöfnnði num í him- neskum efnum, því auk vorr- ar jarðnesku köllunar, þá höf- um við líka himneska köllún, og hún er svo miklu þýðingarmeiri sem himinin er hærri en jörðin og eilífðin leingri en þessi stutta 20, 40 til 60 ára æfi. Vér erum skap- aðir fyrir eilífðina ög fyrir eilít'öina eigum vér að starfa með guðs hjalp. Sá sem gleymir því, er heimsk ingi, þó hann svo væri prófessor líka. Hafið þér, kæru vinir, ekki gleymt því heldur að gjöra reikning yfir þetta himneska starf ? Það skal þeg- ar fyrirfram tekið frain, að það get- ur aðeins átt sér stað í einrúmi, kæri vinur, í herberginu þínu, í kyrð og næði; þú getur staðið, setið eða leg- ið og þarft lieldur ekkert Ijós, ekki nema opið auga, engar bækur, ekki nema einlægt hjarta. Hafið þér, meira að segja, nokkurntíma reglu- lega borið saman, hvað út hefir verið tekið eða inn hefir verið látiö, lítið eftir, hvað var í sjóði í fyrra? Hafið þér nokkurntíma lagt útsenda og innkomna reikninga hvern hjá öðrum? Já? Hvernig hefir atvinn- an lánast? Er nokkur arður? Æ, ef vér lítum á sjálfa oss, — ef vér búum til tvo dálka og skrif- um yfir ar.nan: Þetta hefir drott- inn gjört, og hinn : Þetta hefi eg gjórt, og tökum að reikna, telja og leggja saman í eitt, þá megum vér víst með hinum heilögu guðs beygjaosstil jarðar og segja: Drott- inn! Hundrað þúsund punda skulda eg þér og get ekki borgað eitt. Á þenna hátt verðum vér allir aumir gjaldþrota-menn. En vér viljum heldur ekki gjöra reikninginn, eins og guð, faðir miskunseminnar, gengi í reikning við oss eins og mennirnir gjöra. Nei, vér viljum spyrja, hvort hjart- að mitt og hjartað þitt hafi orðið staðfastara í náð guðs síðastliðið ár og hreinn* en áður, hvort það hafi vaxið að auðmýkt og sjálsafneitun, hvort vér höfum lært að beygja oss og fela oss drotni á vald með anda, sálu og líkama? Hvort vort sjáifs- traúst hafi minkað í verki og sann- leika en vegsemd drottins aukist; í stuttu máli; hvort vorum sál- arhag hefir fari ð f ram eða aft- ur, trú vorri og náðarástandi. Vér höfum nú skipað öllum mönn- um í fjóra flokka eða deildir; ef einhver óskaði þess, þá gætum vér eins skift þeim í tuttugu og fjóra flokka, en það höfum vér nú ekki ásett oss að gjöra þessu sinni. Þeir fjórir hattar, sem vér höfum, munu hér urn bil verða mátulegir hverju höfði, þó að einhverju litlu kunni að muna, því að hattar vorir eru ekki gjörðir eftir nýjustu Parísar- tízku og það tekur oss ekki svo sárt. Taktu nú eftir hverjum þessum flokki og nem þú af því, í hverjum flokk- inum þú ert sjálfur, — það varðar mestu. Vér skulum þá byrja að ofan. í fyrsta flokki sitja menn — og eg vil vona, að margir af oss séu þar á meðal! — sem reikna og reikna, en vöknar um augu, svo tárin falla. Ýmist líta þeir upp á við eða inn á við í sitt eigið hjarta Þeir geta í fyrstu engu kumið heim, en síðan beygja þeir kné og segja með Jakob ættföður Gyðinganna: Drottinn! minni er eg aliri þinni miskunn og trúfesti, sem þú hefir auðsýnt þjóni þínum. (1 Mós. 32, 10). Þú hefir fyrirgefið mér all- ar syndir og varpað sekt minni

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.