Frækorn - 14.01.1910, Side 3

Frækorn - 14.01.1910, Side 3
F R Æ K O R N 3 í hafsins djup. Þú hefir komið mér til að fyrirverða mig meir og meir fyrir sjálfum mér, en þú hefir líka komið hjarta mínu á fastan grund. völl í hjárta þínu. Drottinn, þú ert trúr; öllu, öllu, sem mér hefir borið að hendi, hefir þú snúið svo, að náð þín og trúfesti hafi vaxið í mínum augum. Drottinn! hvað hef eg til þess unnið eða heimilið mitt, að þú liefir leitt mig svo langt á veg sem eg er nú kominn? Nú vil eg glaður með góðum huga varpa akkeri vonar minnar í þitt miskunar- djúp. Eg veit eitt: það fer sem auðið verður, en til dýrðar liggur þó leiðin! í fám orðum: Lofa þú drott- in, sál mín! Sælir eru þeir sem gjöra reikn- ingin í ráðvendni og hreinskilni og geta tekið nýja árinu studdir staf trúarinnar! Guð er þeim borg á á bjargi traust, hið bezta sverð og verja. Hver liefir nú hjarta og djörfung til að telja sigtil þessa flokks? Eng- inn má smeygja sér inn eða ímynda sér ranglega, að hann sé í honum. í kristindóminum tjáir enginn hugar- burður né staðleysuhjal. Menn geta að sönnu klætt sig einkennisbúnmg Guðs hermanna og lært tungu Kana- anslands; men geta glapið sjálfum sér sjónir og varpað ryki í augu hygginna manna; en þrátt fyrir það verður þó hver og einn það sem hann er. Þér hafið víst lesið þann harða en gagnorða dóm, sem hinn mikli konungur fellir í brúðkaupinu yfir þeim gestum, sem smeygja sér inn með hinum! Skiljið nú hvað eg segi! Eg léti heldur ósagt, ef mér væri um það að gjöra, að segja eitthvað, sem léti vel í eyrum. Vér höldum því ekki fram, að þeir, sem hafa smeygt sér inn séu allir eindregnir hræsnarar, sem leiki andlegan sjónleikmeð vitund og vilja, sakir einhvers jarð- nesks ávinning. Nei, við slíka menn fáumst vér alls eigi! En oss hefir við og við gefist færi á að komast að raun um, sérstaklega í þeimhér- uðum, þar sem fagnaðarerindiðhefir lengi verið flutt, og drottinn á sér heilan hóp af vinum,að margir voru þar innan uni, sem ekki voru kristnir nema á vörunum. Það voru mein- hægðarmenn, og jafnlyndir, fóru með sínum kæra presti í sína kirkju eða aðra þá staði, þar sem gottvar að vera, og heyrðu, hvernig hinum kristnu fórust orð; þeim líkaði það vel og þóttust sjá, að það myndi ágætt vera að tala svona og lærðu með tímanum sömu orðtökin; að nokrum tíma liðnum frá því hugðu þeir, að sömu orðin væru orðin verulegur sannleikur í munni þeirra sjálfra. En sundurkraniið hjarta þektu þeir ekki, og þar af leiðandi þektu þeir heldur ekki miskunsemi guðs, hvað mikið sem þeirsvogátu talað um hana með öðrum. Hver og einn prófi sjálfan sig, hvort Kristur lifir í honum, eða hann hefir aðeins málaða dýrðlings- tnynd af honum á vegnum hjá sér, (Matt. 7, 26—27). Sami munur á sönnum trúmanni og meinhægunt prestkristnum eða kirkjukristnum manni, eins og á bjartri ogblikandi kvöldstjörnunni og gömlum grútar- lampa! Því að prestkristinn er hver sá maður, sem tekið hefir prestinn sinn í staðinn fyrir Krist, en trúaður maður segir með djörfung og sigur- fögnuði: Kristur er mitt líf! Vér réttum í fullum trúnaði bróðurhönd hverjum þeim, sem er í fyrsta flokki, það hefir heldur ekki verið ætlun vor, að særa nokkurn mann með orðum vorum; en af því að við höfum svo mikið saman við aðra að sælda, þá sjáum vér líka svo margt, sem vér helst ekki sæum annars, og svo erum vér ekki í rónni, fyr enn vér erum búnir að segja það. Nú skulum vér virða þáfyriross, sem eru í öðrum flokki og gjöra reikninginn upp við þá. Hvaða menn eru það, sem eru i þeim flokki? O, það eru elskulegir menn og handa þeim höfum vér ekki nema sæla huggun! Þeir gjöra reikninginn ineð titrandi hendi og segja að endingu í einu orði: Ó, aðeg ætti frelsara! Þér standa enn álengdar og spyrja: Drottinn Jesús, megum við líka koma! Vér höfum nú mist alt það, sem áður var oss til yndis og fagnaðar, en vér sjáum að í þér býr fylling alls fagnaðar; megum vér líka koma til þín? Hjá þessum mönnum er hið ganila afmáð, en alt er samt ekki orðið nýtt. Þeir gleðjast að sönnu yfir drotni með ótta og titringi, en gleðina í drotni eru þeir ekki búnir að öðlast. Þeir standa í forgarðin- um og finst þeir vera of aumir til að ganga inn í helgidóminn. Þessir menn eru margir, og vér gjörum með gleði upp reikningana tneð þeim: Guði sé lof og vegsemd fyrir það! Þ^í að vorið er fegursti tíminn!því flytjum vér þann fagnaðarboðskap öllum þeim, sem eru eru í öðrum flokki: Liftið höfðum yðar, þvf að lausn yðar er í nánd! Vonist og bíðið eftir drotni! Hann beið lengi eftir yður og þráir þá stund, að hann geti þrýst yður að hjarta sér og endurnært yður með kossi. Því er líkt háttað og fyrir Jósep, þegar hann varð að stilla sig fram fyrir bræðrum sínum, því að annars hefði hann óðara fallið þeim um háls; han lét ekki á sér ftnna gekk fyrst út einusinni og grét gleðitárum, unz han að lokum lét upp hið sanna

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.