Frækorn - 14.01.1910, Blaðsíða 4
4
F R Æ K O R N
og sagði: Eg er Jósep bróðir yðar!
og faðmaði þá og kysti. Eins fer
guð að við þær sálir, sem í einlægni
og sannleika kita hans; hann lætur
þær bíða og vera í vafa og ráðþrota
til að reyna, hvort það sé í sann-
leika alvara þeirra, hvort það ristir
djúpt; en á meðan brennur hjarta
hans svo, að hann getur varla beðið
þeirrar stundar, er hann vogar að
birtast sálunum og segja: Eg er
Jesús, frelsari þinn! Ó, þið elskuðu,
kvíðafullu hjörtu, haldið bara áfram
í allri einlægni og varpið ekki traust-
inu fyrir borð, þá get eg sagt það
fyrir með fullri vissu: Þetta verður
náðarár frá drotni. Þegar þér gjörið
reikninginn næst, þá getið þér hug-
glaðir ritað undir hann:
Alt hefi’ eg, Jesú, illa gert,
alt það að bæta þú kominn ert,
um alt því eg kvittur er;
alt mitt líf skal þjóna þér,
þar til bið eg þú hjálpír mér.
— Þetta var þáannar flokkurinn, og
eg segi yður: Englar guðs á himni
eru þegar teknir að iðka með saltara
og hörpu þúsundraddaðan fagnaðar-
söng til að syngja á þeim degi, er
einhver í öðrum flokki kemst upp í
fyrsta flokk. (Lúk. 15, 10). En þér
verðið þá líka að segja oss það, því
vér viljum svo gjarna taka þátt *í
gleðinni!
En nú komum vér að þriðja
flokki. Hann er næsta fjölmennur,
af því að í honum eru allir þeir
menn, sem eins og sitja á saltvogar-
ásnum og gangaýmist upp eða niður.
Þeir vilja aðra stundina en ekki hina,
þeir eru ekki í rónni með hiðgamla,
en um hið nýja hugnast þeim ekki
heldur. Ef þeir gætu gert Krist og
heiminn, guðs vilja og sinnviljaað
einu, þá gengi þeim fyrstað óskum.
Ó, það eru aumkunarverðir menn!
Þeir eru alls ekki komnir til sjálfs
sín; þá brestur alla sjálfsþekkingu.
Ef þeir sitja við kjötkatla Egipta-
lands, þá mögla þeir; drjúpi þeim
manna af himni þá mögla þeirlíka.
Þeir haltra til beggja hliða og vita
ekki, hvað þeir vilja; í dagtil hægri,
á morgun til vinstri; í dag velja
þeir mjóa veginn, en á morgun hlaupa
þeir aftur hinn breiða.
Ó, þér veslings táldregnu menn!
Hvað á þetta lengi að ganga? Hvað
lengi viljið þér sigla svona fram og
aftur með lík í lestinni? Þér hafið
ekkert annað! Munaður heimsins
er yður að engu orðinn og brúð-
kaupið á himnum nær ekki til yðar.
Hvað hugsið þér þá? Munið ettir,
að guð lætur ekki að sér hæða eða
gabba sig. Hann leiðir og laðar
með öllu móti, enn stoði það ekki
neitt, þá hefir hann hvatt sitt sverð
og lagt örvar eyðingarinnar á streng.
Vitið þér, hvað á eftir fer náðar-
tímanum? —• Forherðingartíminn.
Hraðið yður því, meðan kallað er:
í dag og brjótið alla slagbranda og
girðingar, sem eru á erU leið yðar,
og varpið yður í duftið að fótum
Jesú, segjandi: Drottinn! hingað
kem eg þá um síðir líkajtaktu mig
að herfangi. Þú hefir borið mig
ofurliði og sigrað mig. Ó, að þetta
mætti verða niðurlagið á ársreikn-
ingnum! Annars erum vérhræddir
um, að reikningarnir verði í einu
lagi þetta: Af því þú vildir hvorki
vera heitur né kaldur, þá hefir
drottinn skirpt þér út úr munni
sér. Hinn líknsami guð varðveiti
yður frá því.
Loks komum vér þá að fjórða
flokki. Nafn hans er legio; þeir
sem í honum eru, bera ýmsan
blæ og sá, sem ekki vissi það.myndi
sjálfsagt ekki telja þá alla í einum
flokki, og sjálfir mundu þeir and-
æfa því með hendi og munni. En
það stoðar nú ekkert, því eg hefi
komist að því, að þegar þeir eru
bornir upp við ljósið, þá hafa þeir
allir sama frumlitinn og sá litur
lieitir: óhultleiki. Þeir eru prúð-
búnir og heiðvirðir menn og svaka-
fengnir drykkjumenn, meinhægir
kirkjugöngumenn, sem sitja á hverj-
um sunnudegi á sínum stað í kirkj-
unni og svívirðilegir og guðlausir
háðfuglar, sem hlæja að öllu því
sein hátt og heilagt er; það eru létt-
úðarfullir leikarar og leigumenn með
hirðisstafinn í hendinni,en í stað þess
að gæta sauðanna, þá klippa þeir
þá eða rýja. Hér er þeim öllum
varpað saman í eitt. Þeir mega
verða svo óðir og uppvægir við oss,
sem þeir vilja. Vér vitum, það sem
vér vitum! Vér vitum, að það er í
rauninni hið sama, hvort maður er
fullur upp hræsni eða ósvífinn háð-
fugi, það er hið sama, hvort maður
klappar sjáifum sér af ánægjunni yfir
ráðvendni sinni ogsegir: Ljúfurinn
minn! þú ert svo meinhægur og
góður, himininn getur ekki lokast
fyrir þér! eða einhver segir: Ouð
og djöfullinn, himnaríki og helvíti
eru bara gömul ævintýri, sem menn
hafa til að hræöa börn með. Vér
skulum því eta og drekka og vera
kátir, því á morgun deyjuin vér!
Hvortveggja kemur i sama stað nið-
ur! f biblíunni er oss ekki sagt
nema frá einum breiðum vegi og
einu helvíti; þar af leiðir, að sé
æðsti presturinn Kaifas ekki á sama
stað og þeir Abraham og Abel, þá
hlýtur hann að vera þar, sem þeir
Faraó ogjúdasfrá Kariot eru. Mörg-
um kann að þykja þetta hörð ræða,
en vér höfum nú einusinni einsett
að fara engar krókagötur.
Hvað eigum vér nú að segja um
þá, sem eru í fjórða flokki? Vér
viljum helst af öllu ekkert segja, þvi