Frækorn - 14.01.1910, Blaðsíða 6

Frækorn - 14.01.1910, Blaðsíða 6
6 F R Æ K O R N Skat Rördam, Dr. iehol., biskup yfir Sjálandi, var fæddur 11. febr. 1832, en dó 25.sept f. á. Hann var einn af helstu mönnum dönsku kirkjunnar og hefir gjört mikið til þess að vekja og glæða kristindóm með dönsku þjóðinni. Hálærðurvar hann og ritaði margt um trúarbragða- leg efni. Þýðing hans á nýja-testa- mentinu er mjög nákvæm, og margir taka hana fram flestum öðrum þýð- ingum á No. ðurlöndum. Ágætar skýringar skrifaði hann og að nýja- testamentinu. Til dæmis um kirkju- legar framfarir á biskupsárum hans má geta þess, að aldrei hefir dansk- ur biskup vígt eins margar kirkjur eins ogRördam. — Frjálslyndi hans var að orði haft. Við cianskameþó- dista-prestinn A. Bast sagði hann einu sinni: »Yður meþódista skoða eg sem meðstarfendur mína.« Og fyrir frjálslyndi hanns náðu áhrif hans mikiu víðar en til þeirrar kirkju, sem hann tilheyrði, og hans er sakn- að af kristnum mönnum alment. Biblían nýja. í 13.—16. tbl. Fræk. f. á. fórum vér nokkrum orðum um nýju biblíu- þýðinguna, að því er gamlatesta- mentið snertir. Hérskal leitastviðað gjöra nokkrar athugasemdir viðvíkjandi nýjatesta- mentinu. Það var miklu fyr á leiðinni en hið gamla, þar sem nýja testamentið kom út 1906, en hið gamla árið 1909 (það mun hafa verið um árs- lok 1908, að biblían var fullprent- uð, en ekki var hún til sölu fyr en fram leið á árið 1909). Þýðendur að nýja testamentinu hafa verið fleiri en að hinu gamla, þar sem prestaskólakennararnir, er þá voru þeir séra Þórh. Bjarnason, séra Jón Helgason og séra Eiríkur Briem, skiftu með sér verkinu og þýddi hver fyrir sig nokkrar af bók- um nýja-testamentisins. Þannig þýddi Séra Jón Helgason Matteusar-guðspjall, Jóhannesar-guðspjall, Rómverja-bréfið og Korintubréfin, Séra Þórhallur Bjarnarson Markúsar-guðspjal I, Postulasöguna, Hebrea-bréfið, Tímóteusar-bréfin, Títusar-bréfið og Opinberinberunar-bókina, Séra Eiríkur Briem Lúkasar-guðspjall, Galata-bréfið, Efesus-bréfið, Filippi-brefið, Kóiossa-bréfið, Þessaloniku-bréfin, Filemons-bréfið, Jakobs-bréfið, Péturs-bréfin, Jóhannesar-bréfin og Júdasar-bréfið. Lítilsháttar breytingar til bóta eru gjörðar í endurprentun nýja-testa- mentisins nú er öll biblían var prent- uð í einu lagi; þó hefði æskilegra verið, að meiri endurbætur hefðu verið gjörðar á þessarri nýju þýð- ingu, oví engum athugulum manni dyist, að margt hefði mátt bæta frá útg. 1906. Sérstakiega er það grát- legt, að aðfiuslum séra Guðmundar Einarssonar í »Bjarma« II., 17. og 18 tbl. skyldi alls ekki vera gaum- ur gefinn, enda þótt hann færði góðar og gildar ástæður fyrir ýmsu, er hann vildi láta betur fara. Skulum vér síðar í þessari grein benda á sumt það, er hann gagnrýnir. Ein mikilsverð leiðrétting í þýð- iugunni á Matteusar-guðspjalli og Jóhannesar-guðspjalli er þó gjörð í nýjustu útgáfunni, og þar sem vér göngum út frá því, að séra Jón Helgason hafi sjálfur gjört hana, þá er öss ánægja að geta hennar hér: í útg. frá 1906 var orðið daimon = djöfull, illur andi, þýtt víða í þessum tveimur guðspjöllum með orðinu andi; alveg eins og orðið pneuma, sem þýðir andi; á þessu fór auðvitað afar illa; t. d. stóð í útg. 1906 í Matt. 10,8; »Rekið út anda« (eins og Iærisveinunum væri boðið að taka lífið eða andann frá mönnum) og í Jóh. 8, 49, þar sem Gyðingar sögðu, aðjesús hefði djöful eða illan anda, er í útg 1906 sagt: »Þú ert samverji og hefir anda« (!). Á þessum stöðum og fleirum er nú komin leiðrétting ísíðustu útg. þannig að orðið daimon er nú þýtt með: »illur andi«; og er það þakklætis vert að fá slíka endurbót. En — eins og sagt var: Margt fleira hefði verið æskilegt að fá breytt. Einn staður sem því miður ekki erorðinn lagfærður, er Matt. 28,19.20. Eins og hann er þýddur í eldri þýðingum, hljóðar hann svo: »Farið og kennið öllum þjóðum og skírið þær í nafni föður, sonar og heilags anda, og bjóðið þeim að gæta alls þess, er eg hef boðið yður«. Þessi orð bera Ijóslega með sér, að boðun fagnaðarerindisins á að ganga á undan skírninni. Séu þessi orð rétt, getur hér ekki verið um aðra skírn að ræða, enfulltíðamanna skírn, ellegar að minsta kosti skírn þeirra sem geta tileinkað sérboðun orðsins. (Sbr. Mark. 16, 15, 16: »Fárið út um allan heim, og kunn- gjörið glaðiboðskapinn allri skepnu. Sá, sem triíir og verður skírður, mun hólpin verða o. s. frv.«). En þýðingin nýja á þessum texta hljóðar svo: »Farið því og gjörið allar þjóð- irnar að Iærisveinum, með því að skíra þá til nafns föðursins og sofi- arins og hins helaga anda, og með því að kenna þeim að haldaalt það er eg hef boðið yður.« Hún er röng, þar sem textinn er latinn segja, að það að verða læri- sveinn Jesú og verða skírður sé eitt og hið sama; menn verða ekki læri- sveinar Jesú meðþvíað skírast, heldur með því að trúa á hann. Gríska orðið baptizontes, sem nú er þýtt: »Með því að skíra« erblátt áfram: »skírándi«: hefði J. H. þýtt nákvæmt, þá hefði hann auðvitað notað það orð. Loks skal það tekið fram, að vér höfum borið hina málfræðislegu hlið þessa máls undir nokkra hinahelstu grískufræðinga hér í bæ, og viður- kenna þeir skýlaust, að vér höfum á réttu að standa í þessu.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.