Frækorn - 14.01.1910, Side 7

Frækorn - 14.01.1910, Side 7
F R Æ K O R N 7 Heyrt höfum vér verjendur nýju þýðingarinnar halda því fram, að þessi útlegging á Matt. 28, 19 væri eins og norska þýðingin á sama stað. í norsku þýðingunni stendur: «Gjöreralle folktil Disciple, idet 1 döbe dem«. Þetta sé sama sem að segja á íslenzku: »með því að skíra«. En hér hafa þeir rangt fyrir sér. Hefði hinn íslenzki þýð- andi ekki viljað fara lengra en norska þýðingin, þá hefði hann notað orðin »um leiö og« í stað »með því að«. íslenzka þýðingin nýja á þessum stað er óhafandi og óverjandi. Hún er ónákvæm og gefur aðra hugsun en frummálið. Auðvitað er hún tilraun til varnar barnaskírninni, en er í rauninni — að minsta kosti í aug- um margra hugsandi manna — hin skýrasta röksemd móti henni. Ekkert nema ónákvæm þýðing er til, sem styður hana. Heilög ritn- ing nefnir hana ekki á nafn, skip- ar hana ekki, og hefir ekkert dæmi upp á hana. Væri nokkur maður maður samt í vafa um, hvað.Jesús hefir meint með umræddum orðuin, þá tekur frásögn Markúsar um þau af öll tví- mæli. Samkvæmt Markúsar guð- spjalli (sem guðfræðingarnir hér kváðu setja hæst allra guðspjalla) hefir Jesús sagt: »Farið út umallan heim og boðið gleðiboðskapinn allri skepnu. Sá, sem.trúir og verður skírður, mun hólpinn verða en sá, sem ekki trúir mun fordæmdur verða.« Enginn þarf hér að efast um að prédikun orðsins og trú á orðið verði að ganga á undan hjá þeim, sein skírður er, — ef fylgja skal orðum frelsarans. Kirkjan hefir snúið þessu við þannig, að fyrsta skírir hún menn- ina, og kennir þeim síðan lærdóm- inn um Krist ef þeir annars vilja taka á móti honum, sem márgir ekki gjöra, og hefir kirkjan þvísvo marga meðlimi, sem ekki eru trú- aðir og þá heldur ekki lærisveinar Krists. Boðun náðarlærdómsins og trú á hann í hjarta einstaklingsins gerir manninn að lærisveini Krists, og skírnin er »sáttmáli góðrar sam- vizku« við guð milli slíks lærisveins og drottins. Þetta er sannleikur guðsorðsvið- víkjandi skírninni. — Það hefði ver- ið æskilegt, að hann hefði fengið að njóta sín í þessari nýu þýðingu betur en raun er á orðin. Frh. Bænavikan. Það hefir vakið almenna gleði meðal trúaðra manna hér í höfuð- staðnum, að þrír flokkar, aðalflokk- arnir auk kirknanna, sem séu: Heima- trúboðsmenn, Hjálpræðisherinn, Sjö- undadags-adventistar, sameinuðu sig í starfi sínu í bænavikunni. Starfsemi þessi hófst með almenri, samieginlegri samkomu í Goodtempl- arahúsinu sd. 2. þ. m. kl. tll2 síðd. Fundarboðendur voru forstöðu- menn þessara flokka, og töluðu þeir allir við samkomuna. Fyrst talaði cand. theol. Sigur- björn Ástvaldur Gíslason út aforð- inu í Salin. 95, 6: »Komið«; því næst talaði hinn nýkomni yfirforingi Hjálpræðishersins, N. Edelbo, um hvernig og hvenær vér ættum að koma til guðs, og loks talaði Davíd Östlund trúboði um orð Jesú í Matt. 28, 20: »Sjá eg er með yður alla daga alt til veraldarinnar enda.« Milli ræðanna var ýmist sameigin- legur sálmasöngur eða einsöngur. Húsið var troðfult,og menn hlust- uðu með miklum fjálgleik á orðið. Eftir að ræðuhöldin voru á enda, var haldin bænasamkoma, þar sem ýmsir tóku þátt, og var hún einstak- lega hugðnaem og innileg Á hverjum degi kl. 6 síðdegis í vikunni voru haldnar sameiginleg- ar bænasamkomur til skiftis í húsi K. F. U. M., Hjálpræðishernum og í Retel. Þær voru allar einstaklega vel sóttar og áhrif þeirra vafalaust mörgum sálum til stórmikillar blessunar. Af flokaríg höfum vér ekki séð hin tninstu spor. Og er það ísann- leika gott tímanna tákn. Samkomur hafa verið haldnar sam- tímis á hverju hvöldi kl. 8 í áður- nefndum þrem samkomuhúsum og hafa þær einnig verið mjög vel sóttar. Bænavikunni lauk með afar-fjöl- mennri guðsþjónustu í Fríkirkjunni 9. þ. m. kl. 6,30 síðdegis. Hinir þrír áðurnefndu forgöngu- menn töluðu. Stjórn Fríkirkjunnará mikla þakkir og heiður skilinn fyrir það, að hún léði Fríkirkjuna endurgjaldslaust til þessarrar samkomu. Sýndi hún með því kristilegan bróðurhuga,sem mun gleðja alla sanna Kristsmenn. ,,Vökunóii.“ 1 Norðurálfu er mjög algengt, að kristnir men halda guðsþjónustu, sem stendur yfir síðustu klukkustund hins útlíðandi árs og hinafyrstustund hins nýja árs. Kristilegt félag ungra manna, Hjálpræðisherinn og S. d. adventistasöfnuðurinn hér í Reykja- vík hafa um nokkur síðastliðin ára- mót haldið uppi hjásérslíkumguðs- þjónustum, og liafa þær verið vel sóttar. Nú um áramótin síðustu var byrjað á því í dómkirkjunni að hafa slíka guðsþjónustu. S. Á. Gíslason cand. theol. talaði þar. Það er gleðilegt, að þessi fagri siður breiðist út hér á landi. Að eins gott getur af honum leitt. Bækur og rii send »Frækornum«. Þrjú œfiníýrí eftir Sigurbjörn Sveins- son. — Hafnarfirði 1909 — Kostn- aðarmenn: Jón Helgason og Karl H. Bjarnason. Aðalútsala hjá Sig- urði Erlendssyni, Reykjavík. Sigurbjörn Sveinsson er höfund- ur barnanna. Hann getur talað þann- ig að þau bæði heyra og skilja. Ævintýri þessi eru Ijómandi vel rituð og geta vel jafnast á við æfin- týri annarra þjóða. Málið er lipurt, búningur hugsjónanna mjög fagur, og kenningarnar sjálfar tilkomu- miklar. Það er óhætt að fábörnumsínum í hendur hvað eina, sem Sigurbjörn

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.