Frækorn - 15.04.1910, Page 2

Frækorn - 15.04.1910, Page 2
42 F R Æ K O R N skrítið af séra H. N. að nota það sem gamalt og gott. Frá hans sjón- armiði sannar það ekkert þar. Séra H.N. heldur, að Jahve-nafnið séhið eina, sem menn eru óánægðir með í biblíunni nýju. — Það ermargt fleira. í viðbót við það, sem vér þegar höfum bent á, skulum vér nefna enn nokkra staði: Sálm. 45. 6—8: »Hásæti þitt er guðshásæti.« Samkvæmt eldri þýðingunni stendur: »í>itt hásæti, ó guð! »Eins er það tilfært í Heb. 1, 8 og er þar notað sem sönnun fyrir guðdómi Krists (»Um soninn þar á móti: ‘Þitt hásæti, ó guð, varir um aldur og æfi’«). í þýð- ingu séra H. N. hverfur þessi sönn- un fyrir guðdómi rfrists algjörlega. Þar stendur ekki sagt til Krists: »Þitt hásætí, ó guð«, heldur aðeins, að hásæti það, sem hann sitji á, sé »guðshásæti i. Orðin segja ekkert um guðdóm Krists, skv. þýð. séra H. N. Skyldi vera brýn nauðsyn fyrir svona meðferð á Gamla testament- inu? Ekki hafa margar beztu þýðingar þetta svona. Sáim.' 51, 14—15: »Frelsa mig frá blóðsúthellingu«. Hér hafa marg- ar ágætar þyðingar: »Frelsa mig frá blóðskuld.« Blóðsúthellingin var um garð gengin, og því er eðlilegt, að það sé um lausn frá sektinni, að Davíð bað. Es. 7, 14: »Kona verður þung- uð.« Þetta stríðir gegn Matt. 1, 23: »Meyjan verður þunguð«. Góðar þýðingar á öðrum málum hafa nteyja í Es. 7, 14, og það er í samræmi við trú allrar kristninnar. Es. 9, 6: »Nafn hans skal kall- að: Undraráðgjafi, guðhetja.« í stað »guðhetja« stendur í eldri þyð- ingunni: »Hinn máttugi sterki guð.« »Guðhetja« er heiðin hugmynd. Fornþjóðirnartöluðu um sínar »guð- hetjur« eða hálfguði. Alexander mikli var t. d. einn af þeim; en Es. 9, 6 er alment skilin sem sönnun fyrir guðdómi Krists. í þýðingu séra H. N. verður þetta nokkuð á annan veg. Es. 26, 19: »Jörðin skal fæða vofurnar«. Eitthvað samboðnara guðstrú og kristindómi munu orðin í eldri þýðingunni vera: »Jörðin skal endurfæða hina framliðnu«. Það er fyrirheiti um »upprisu holdsins«, hitt er andatrúarkent. Hós. 11, 1: »Þegar ísrael var ungur, fekk eg ást á honum, og frá Egyptalandi kallaði eg sonu hans.« — Samkvæmt Matt. 2, 15 eiga þessi orð við Krist. Hann var kallaður »frá Egyptalandi.« — Samkvæmt þýðingu séra H. N. verður lokleysa úr þessu, og mun vera nýsmíði. Mun nokkur við- urkend þýðing hafa þennan texta þannig á öðrum málum? Það er meira til af þessu efni. Ef séra H. N. vildi gera grein fyrir þessum aðfinslum vorum, væri það þakkarvert. Ekkiernema nauðsynlegt, að grein sé gerð fyrir jafn verulegum breyt- ingum og þessum. Einkunnarorðin Uti á landinu í Kína, tvær eða þrjár mílur frá sveitaþorpinu San-ti- tien, komum vér að húsi, þar sem stóð yfir innganginum með stórum kínverskum stöfum þessi áritun: »Megi hinn mikli sannirikur koma inn um þessar dyr«. Það er mjög algengt meðal fólksins hér i Kína, að láta í Ijósi nýjársósk sína í málshætti yfir dyrum hússins. Alt bar vott um hreinlæti og reglusemi, en það er óvanalegt á slíkum heimilum. En vel mátti ráða af þögulu einkunnarorðumtm fyrir ofan dyrnar, að ekki sérstaklega það tímanlega var borið fyrir brjósti hér, að minsta kosti ekki hvað hús- móðirina snerti, er sagði trúboðan- um sögu sína við fyrstu heimsókn hans. Einhverntíma síðastliðið sumar hafði maðurinn hennar náð ínokk- urn hluta biblíunnar, og af því að lesa hana fékk hún skiining á nýju og fullkomnara lífi. Svo alvarleg var ósk hennar um að fá öðlast meiri upplýsingu um þessi himnesku fræði, sem hún nefndi þau, aðhún hafði sett orðin yfir dyrnar. Hún hlustaði kappsamlega á orð hins nýja fræðara, þegar hann Ias orð Jesú fyrir hana, og andlithenn- ar ljómaði af hjartans fögnuði, þeg- ar hún þrýsti nýjatestamentinu, er henni var gefið, upp að brjósti sér. Enginn, sem sá þetta, gateittaugna- blik efast um hreinskilni hennar. Fyrir löngu hafði hún og mað- ur hennar algerlega hætt að tilbiðja skurðgoðin: en þar eð þau hjónin ekki þektu annað betra, hafði hún beðið jörðina, hafið og himininn um upplýsingu um hinn ókunna guð. Hún hafði þreifað eftir guð og fundið hann, og nú beygði hún sig með lotningu og þakkíæti fyrir honum, er skapað hefir jörð, hafog himinn. Mrs. I. N. Anderson. (Kvenntrúboði s. d. a. í Kína.) — Guð er »eilíftir konungur«. Hann verðurþví að vera hið æðsta í sálu þinni, eða —- þú verður að vera »án guðs í heimiuum«. Ert þ ú konungur eða einhver annar maður, eða er hannþað? Sért þ ú konungur, þá er ríkið guðlaust. Sé guð konungur sál- ar þinnar, þáer »guðsríki hið mnra« hjá þér. Og »guðs ríki er réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda«. — Drottinn, sýndu oss kærleika þinn! Gef, að vér, ásamt ölium heilögum, fáum að þekkja þann kærleika, sem »yfirgengurallanskiln- ing«. Drottinn, sýndu oss, með þínu eigin alsæla lífi, hvað það er að vera í þínum kærleika. Og láttu þá sjón þannig gagntaka oss, að oss verði ómögulegt, jafnvel eina stund, að leita nokkurs ann- ars, en að lifa grundvallaðir í þín- um kærleika. A. Murray. Þegar kirkjan býður heimin- um inn, þá er timi til kominn fyr- ir guðs börn að ganga út; því Kristur og Bileam eiga enga hlut- deild saman.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.