Frækorn - 15.04.1910, Blaðsíða 4
44
F R Æ K O R N
Kirkjufeðurnir o g
hreinsunareldurinn
[Einhver hinn versti eldur í beinum
kaþölsku kirkjunnar erbókeftirChiniquy,
prest kaþólskan, sem tilheyrði kirkju
þessari í hálfa öld, en sannfærðist betur
og betur um spilling kirkjunnar og
voða villu. Svo gekk hann út úr henni
á gamals aldri og gerðist mótmælandi
og reit mikla bók um æfi sína sem
kaþólskan mann og prest. Chiniquy
var prestur í Kanada og bók hans var
frumrituð á enska tungu. Hún heitir
»Fifty Years in the Church of Rome«
(Fimtíu ár i Rómakirkjunni). Síðan á
dögum Lúthers hefir enginn talað al-
varlegar gegn páfavillunni en Chiniquy
hefir gert og enginn heldur verið ver
liðinn meðal kaþólskra en hann.
Ritgjörðin, sem hér fer á eftir, er úr
nefndri bók.]
»Hið leiðasta starf, sem kaþólskur
prestur leggur fyrir sig, er að lesa
rit kirkjufeðranna. Hann kemstekki
langt út í kappræður þeirra og
vandaspurningar um guðfræðina,
áður en hann kemst að raun um,
að hans eigin draumkendu guð-
fræðishugsjónir og trúarskoðanir
hverfa eins og skuggar fyrir geisl-
um morgunsólarinnar. Það sem
fyrst veldur honum áhyggju, er, að
hann sér, að kirkjufeðurnir eru ekki
á eitt sáttir í flestum málefnum, er
þeir fjalla um. Á sama tíma veit
hann sjálfan sig vera bundinn með
helgum eiði, til að úskýra ekki bibl-
íuna öðruvísi en í samræmi við
samhljóða kenningar kirkjufeðranna.
Meira en tveir þriðju hlutar af því,
sem einn kirkjufaðirinn skrifar, er
til þess að sanna, að alt það, sem
einhver annar kirkjufaðir skrifar, sé
rangt og villutrú.
Ekki nóg með það, að hver er
upp á móti öðrum, heldur er fjöldi
þeirra í mótsögn við sjálfan sig.
Mjög oft viðurkenna þeir, að þeir
fóru með villu, er þeir kendu eitt
og annað, og að þeir nýskeð hafi
breytt skoðunum sínum, og nú á-
líta þeir hitt og þetta vera frelsandi
sannleika, sem þeir áður álitu örg-
ustu villu.
Hvernig fer meö hátíðlegan eið
prestsins, þegar hann mætir þessari
óhrekjandi staðreynd? Hverniggetur
hann tileinkað sér örugga trú, þegar
hann finnur, aðallurgrundvöllurinn
er laus og svikull?
Engin orð geta lýst sálarstríði
rnínu, þegar eg sannfærðist um, að
mér væri ómögulegt framvegis að
prédika um endalausar kvalir for-
dæmdra, eða trúa á sanfiarlega ná-
lægð Jesú, að líkama, sálu og guð-
dómi, í kvöldmáltíðar-sakramentinu,
trúa á æðsta vald páfans eða trúa
á nokkra af helgihreddum kirkjunn-
ar, án þess að breyta móti betri
vitund. Því að ekki ertil sú kirkju-
siðvenja, að henni sé ekki hafnað af
mörgum kirkjufeðrum.
Að vísu tók eg saman Iangan út-
drátt úr kaþólsku guðfræðisbókunum
mínum, sem Ijóslega sannaði og
styrkti trúna á ýmsa kirkusiði. —
Eg hafði t. d. hinar postullegu
»messuskipanir« frá Pétri, Markúsi
og Jakob, er sýndu, að messufórnir,
hreinsunareldurinn, bænirfyrir dauð-
um og eðlisbreytingin hefði verið
trúað og kent á dögum postulanna.
En mér til mestu undrunar upp-
götvaði eg, að allar þessar siða-
skipanir voru ekkert annað en frekju-
fullar og smánarlegar falsanir og
svik frá kirkjunni og páfum hennar,
er mönnum var talið trú um, að
væru sannindi fagnaðarerindisins.
Mér er ómögulegt að lýsa því,
hvað eg varð utan við mig af
háðung, smán og órósemi, þegar
eg sá fullkomlega sannað, að þessi
kirkja sem fann upp postullegar tíða-
gerðir, hafði viðurkent og útbreitt
hin fölsuðu rit Isidorus’, og bætt
ótal mörgu við rit kirkjufeðianna
og fléttað ýmsu saman við þau,
svo þau gætu komist í beina mót-
sögn við það, sem þeir höfðu
meint og sagt. Ó, hversu oft sagði
eg ekki við sjálfan mig, þegar eg
í einveru minni íhugaði þenna við-
urstyggilega tilbúning: »Er það
mögulegt, að sá, sem í sannleika
hefir forðabúr full af skýru hreinu
gulli, geti orðið falsmyntasmiður?
Nei! Hvernig getur það átt sér
stað, að kirkjan mín eigi hreinan,
ómetanlegan sannleika, þegar hún
öld eftir öld heldur þó áfram að
semja ógrynni ósanninda þessu lík,
sem hún tígnar og nefnirtíðareglur
og fyrirskipanir um helgar messur,
hreinsunareld, æðsta vald páfans, ö.
fl. o. fl.
Ef þessir 'ráargre narhefðu orðið
sannaðar af guðspjöl’unu n ogeigin
ritum kirkjufeðranna, var þá nauðsyn-
legt að semja fjölda af fölsuðum
sönnunarskjölum? Ætii páfar og
kirkjuþing mundi hafa safnað þvi-
líkum fjölda af falsrriyntum, ef þeir
í raun réttri eiga ótæmandi fjár-
sjóð af hreinu gulli? Hvaða rétt
hefir þá kirkjan mín tii að kalla
sig heilaga og c'sktikula, þegarlnín
opinberlega hefir í frammi því’.ík
svik?
Frá barnæsku var mér kent, eins
og öðrum kaþólskum börnum, að
María sé guðs móðir, og oft á degi
hverjum hef eg beðið til hennar
með þessum orðum: Hei’aga guðs
móðir, María, bið þú fyrir mér.«
Eg varð illilega svikinn og
hreldur, þegar eg las ritgerð eftir
Águstínus um trúna, þar sem í 4.
kap. 9. grein stendur: »Þegar
drottinn sagði: ‘Kona, hvað kem-
ur það þér og mér við? Minn
tími er enn ekki kominn’ (Jóh. 2,
4.), þá vill drottinn með þessuin
orðum kenna oss og láta oss skilja,
að hann, sem sannur guð, eigi
enga móður.«
Þetta eyðilagði gjörsamlega kenn-
ingu kirkjunnar og sagði mér, -að
það væri háðung að kalla Maríu
guðs móður; þetta var mér átakan-
leg raun. Ætti eg að Iýsa sálar-
kvöl minni, þegar eg las rit kirkju-
feðranna og bar þau saman við
biblíuna og kenningu minnar kirkju,
þá væri það nóg í mörg bindi.
Eg sökti mér æ dýpra niður t
þenna lestur í von um á þann hátí
að græða sárið, er trú mín hafði
orðið fyrir og öll tiltrú mín til
kaþólsku kirkjunnar.
Æ, hvílík vonbrigði, því að þvert
á móti urðu svíðandi sárin í sál
minni enn þá dýpri og þjáningarn-
ar óttalagri. Af eftirfylgjandi ágripi,
úr ritgerð um vald páfans, eftirein-
hvern lærðasta biskup í Róm, Gre-
goríus hinn mikla, leið sannfæring
mín stórkostlegt ogóbætanlegt tjón:
»Eg segi hiklaust, að sérhver, sem
nefnir sig alsherjar-biskup, eða af
dramblæti sækist eftir að kallast það