Frækorn - 15.07.1910, Qupperneq 1
IIEIMÍLÍSBLAD
méöMMðöm
RITSTJÓRI: DAVID ÖSTLUND
XI. árg.
Árg. kostar hér á Iandi 1 kr. 50 au. í
Vesturheimi 60 cents. Ojaldd. 1 okt.
Reykjavík 15. júlí 1910.
Auglýsingar I kr. 25 au. þumlunginn.
Afgr. Austurstr.17. - Prsm. D. östiunds
Ifl tbl.
Handbókin nýja.
„Helgisiðabók íslenzkti þjóð-
kirkjunnar', sem út kom fyrir
skemstu, lilaut 22. þ. m. konungleg-a
staðfestingu. Við prestvígsluna hér
í Reykjavík 26. þ. m. var hún fy;st
notuð í þjóðkirkjunni.
Bók þessi er merkilegt tákn tím-
anna. Er í ýmsu talsvert frábreytt
eldri siðum þjóðkirkjunnar og það
svo mjög, að sumir þjónar hennar
muni eiga erfitt með að fylgjast
með.
Breyting Handbókarinnar hefir
lengi verið á ferðinni. »Frumvarp
til endurskoðaðrar Handbókar fyrir
presta á íslandi og breytinga á kirkju-
ritúalinu* kom út 1897. í ýmsu
verulegu hafa þeir menn,sem smiðs-
höggið hafa á handbókina lagt,
breytt, bæði frá Frumvarpinu sem
og gömlu Handbókinni. Hér skal
stuttlega gerð grein fyrir þvííhinni
nýju Handbók, er oss þykir máli
skifta.
»Faðir vor« verður ekki lesið í
kórdyrum, hvorki fyrir né eftir messu,
en hinar aðrar venjulegu bænirhald-
ast: (»Drottinn, eg er kominn íþitt
heilaga hús« o. s. frv. og »Drottinn,
eg þakka þér, að þú hefir« o. s. frv.)
Á þeim bænum eru aðeins lítilfjör-
legar orðabreytingar gerðar.
Guðsþjónustugerðum í heildinni
er lítið breytt. Textarnir eru nú
fleiri en áður, En þeir eru ekki
prentaðir í hinni nýju Handbók, að-
eins vísað til þeirra. Presturinn verð-
ur því að viðhafa sjálfa biblíuna við
messugerð. Og er það í rauninni
langt um viðfeldnara og hlýtur að
auka athygli og lolningu manna fyrir
hinni helgu bók.
Hátíðasiðum er talsvert breytt, og
að því er oss virðist til bóta.
Trúarjátningunni er breylt. Það
stendur þar ekki Iengur, að Kristur
hafi »stígið niður til helvítis«, held-
ur, að hann »steig niður til heljar«
(grafarinnar). »Frækorn« hafa fyrir
löngu haldið því fram, að hér væri
um mikla rangfærslu að ræða, og
að frum-mál játningarinnar (grískan)
hafi á tilsvarandi stað orðið hades,
sent þýðir undirheimur, gröf, en
aldrei kvalastaður.
Það er sannarlega gleðilegt, að
þessi óhæfa er loks farin niður til
»heljar þagnarinnar«.
Svo þrælbundnir liafa prestarnir
verið við bókstafinn í Handbókinni,
að þeir liafa ekki — þrátt fyrir betri
vitund — þorað að fara rétt með
trúarjátninguna. Einn prestur hér
reyndi það um tíma, að lesa »helju«
í stað »helvítis«, en hætti því fljót-
lega. Nú fer hann vonandi að
þjóna sannleikanum aftur, er hann
hefir konungsstaðfesta Handbók sem
leyfi til þess.
Á skírnar-ritúalinu er stór breyt-
ing gerð. Það er hætt að spyrja
hið ómálga barn, hvort það trúi á
guðdóminn og hvort það vilji skír-
ast, — spurningar, sem ekkert brjóst-
barn hefir skilið né svarað síðan
barnaskírnin var innleidd á fráfalls-
tímum kirkjunnar. Fyrir hverja ofur-
lítið hugsandi manneskju var þessi
siðvenja, að beina spurningum tii
barnsins, bending um h:ð ósanna í
barnaskírninni, bending um það, að
hún slái stryki yfir hin helgustu rétt-
indi, sem guð gefur hverri mann-
eskju: að mega í frelsi taka þá af-
stöðu, sem hún sjálf vill gagnvart
guði. 1 barnaskírninni var gerður
»sáttmá!i«, á þann liátt, að annarað-
ilinn vissi ekkert um, hvað verið
var að semja um, og því tóku ein-
hvcrjir »velviljaðir« kunningjar það
að sér, að honum fornspurðum(!)
að játa í hans stað, að sátímálinn
hefði verið gerður, — sáttmáltnn,
sem hann þó hefði þurft að gera
sjálfur með fullri vitund og vilja.
Á þessu er nú sú breyting gerð,
að barnaskírnin, við noíkun nýju
Handbókarinnar, er ekki lengur neinn
»sáttmáli«. Einskis er spurt framar
og engu játað fyrir barnsins hönd.
Ekkert barn, sem verður skírt eftir
nýju Handbókinni, er með skírninni
á nokkurn hátt bundið kirkjutrúnni.
Auðvitað var hægt að segja h'ð sama,
meðan spurninga-Iokleysan var við-
höfð. Enginn gerði í rauninni
nokkra játningu við skírnina, nema
alls óviðkomandi menn — »guðfeðg-
in« —, sem ekkert vissu, hverju þeir
svöruðu. En það var þótilrauntil
að koma því inn hjá mönnunr, að
hér væri eitthvað gjört, sem bind-
andi væri. Það er því góðra gjalda
vert, að þjóðkirkjan íslenzka ætlar
nú að verða ofurlítið sannari, en hún
hefir verið, að hún ætlar að hætta
við játningar-pukrið fyrir hönd ann-
ars manns, en þó á bak við hann,