Frækorn - 15.07.1910, Blaðsíða 2
F R Æ K O R N
74
og honum jafn óskiljanlegt og kín
verska er íslenzkum mönnum. c J
Þegar nú fermingarheitið líka fer,
þá er komið langt í frelsisáttina,
þá fara að verða stórar bætur á
fati þjóðkirkjunnar, góðar bætur
þótt hætt sé við, að þær rífi
eitthvað sundur af »svörtu klæðun-
um« (kenningunum).
Siðum kvöldmáltíðarsakramentis-
ins er líka stórvægilega breytt.
Á bls. 116 í eldri Handbókinni
er presti skipað að segja við sér-
livern boðsgestanna: -þetta er Jcstí
K,rísts sannur líkami«; og »þetta
er Jesú Krísts sannarlegt blóð.« En
neðanmárc á sömu bls. stendur þessi
skýring: »Jesú Krists eigin orð eru:
,þetta er minn líkami’ og ,þetta er
mitt blóð’; en .sannur’ og ,sann-
arlegt’ er bætt við á 17. öld.«
Þessi óhæfa, að bæta orðum inn
í það, sem er jafnheilagt og inn-
setningarorð kvöldmáltíðar - sakra-
mentisins, og játa, að vikið sé frá
orðum Jesú Krists, en skipa um
leið prestunum að viðhafa hið af-
lagafærða, --- það er þá loksins af-
numið. í nýju Handbókinni er
fyrirskipað að viðhafa orðin rétt.
Um hjónavígsluna er það að
segja, að í nýju Handbókinni er
öllu slept, sem miður þótti við eiga
við slík tækifæri. Til dæmis er
þetta horfið: Spurningin um hvort
bruðhjónaefnin liafi «ráðfært sig við
guð á himnum« o. s. frv. (sem oft
mun hafa verið játað Ijúgandi); boð-
skapurinn til konunnar um þann
»mótlætis kross«, sem barnsfæðingin
er sögð vera (en þessi fræðsla er
óþörf og sumar brúðir verða aldeir
mæður); orðin um, að maðurinn
skuli neyta biauðs í svita síns and-
litis« (sem engin nauðsyn er á að
lesa yfir brúðhjónum). Ekkert orð
í ritningunni skipar fyrir um hjóna-
vígslur.
Alment finst oss breytingarnar, er
gerðar hafa verið, að miða tilgóðs:
Minna af óþarfa málalengingum, færri
lokleysur.
Er hægt að búast við meiru í
slíkri bók ?
Hreinskilni.
(Skbl.)
Hr. Guðmundur Hjaltason hefir
hreyft við miklu máli í Skólablaðinu,
þar sem hann brýndi fyrir mönnum
að vera hreinskilnir og sannsöglir
við börn. Eg vil gjarnan taka í
sama streng. Vildi helst mega ræða
málið ýtarlega, ef rúm leyfði. En
Skólablaðið biður menn að vera
fáorða, og því skal eg reyna til þess
að vera ekki rúmfrekur.
Mér leikur sterkur grunur á, að
ýmsir kennarar og foreldrar séu ekki
eins hreinskilin við börn og vera
ber. Eg veit, að vantrúin liggur í
loftinu. (Það veit reyndar hver
maður, sem hefir opin augun, og
hlýtur að játa það með sjálfum sér,
hvort seir. honum þykir Ijúft eða
leitt). Eg veit marga menn, sem trúa
ekki einu sinni helmingnum af því,
sem hin kristna kirkja kennir. Samt
eiga þeir erfitt með að varpa af
sér kreddufarginu tilfulls. Þeimfinst
óviðkunnanlegl að segja sig úr
kirkjunni, og láta ekki skíra börnin
sín. Þeir eru bundnir í báða skó.
Og svo játa þeir hina kristnu trú
og láta kristna börnin. Og börnin
hlýða og láta »kristnast,« þó að
mörg af þeim trúi ekki einusinni
undirstöðuatriðunum í þeim kenn-
ingum, sein foreklrarnir segjast, eða
látast trúa. Þannig magnast óhrein-
skilnin og margfaldast, kynslóð eftir
kynslóð. Hún byrjarsem »saklaus«
skreytni og endar sem skaðvæn
hræsni. Hún byrjar sem vingjarn-
legur fjallalækur og brýst að lokum
fram sem æðandi fljót, er æðir yfir
bakkana, ber með sér leir og sand
á eyrarnar, kæfir störina og breiðir
út fífuna.
Hræsni er hvervetna ill vættur,
en hvergi verri en í lífsskoðunum.
Því lífsskoðunin á að vera okkur
heilög, og hræsni f lífsskoðunum
viðbjóður, eins og saur á helgum
hlut.
En slíkur hugsunarháttur er því
miður helst sjaldgæfur meðal olckar
íslendinga. Okkur stendursvo ákaf-
lega mikið á sama um allar lífsskoð-
anir. Margir hafa eiginlega enga
Iífsskoðun. Því ekki getur það
heitið lífsskoðun,þó menn api eitthvað
eftir öðrum. Lífsskoðun er lifandi
sannfæring, en ekki hugsunarlausar
eftirhermur. Og þessa lifandi sann-
færingu vantar fjarska víða. Þaðan
stafar kæruleysið, en af kæruleysinu,
(og hugsunarleysinu) dafnar hræsnin.
Hafi eg nokkurntíma barn undir
höndum, þá ætla eg að forðast þessa
óhreinskilni eins og heitan eldinn.
Eg ætla að reyna að innræta barninu
aðeins það sem eg er viss um að
er rétt og gott. Og þegar barnið
spyr mig nærgöngulum og vanda-
sömum spurningum, spyr mig, hvort
eg trúi þessu eða hinu, hvort viti
hitt eða þetta, þá ætla eg að segja
því það sem eg veit réttast. En fari
svo, að eg viti ekki einusinni hverju
eg trúi, né hvað eg veit, þá ætlaeg
einnig þá að segja eins og er.
Þetta sýnist mér eina leiðin til
þess að gera barnið hreinskilið, ekki
einungisí trúarefnum, heldur í hverju
efni sem er. Því eg er sannfærður-
um, að börnin verða aldrei hreinskilin,
fyr en fullorðna fólkið gengur á
uudan með góðu eftirdæmi.
Guðjón Baldvinsson.
Sannfærmg mín.
Postuli drottins áminnir oss
þannig: »Mínir elskanlegir! Par
eð mér er ríkt í huga að skrifa
yður um sameiginleg sáluhjálpar-
efni, þá álít eg nauðsynlegt að
uppörfa yður að berjast fyrir
þá trú, sem heilögum hefir einu
sinni verið kend«. Júd. 3.
Með bæn til guðs um blessun
hans, hjálp og aðstoð, vildi eg
skýra lítið eitt frá sannfæringu
minni, ef vera mætti, að það yrði
öðrum til gagns, sem líkt er ástatt
fyrir og mér var.
1. febrúar 1907 steig eg á land
í Ameríku. Eg ætlaði mér að
fara til að verða lútherskur prest-
ur: en drottins vegir eru ekki