Frækorn - 15.07.1910, Síða 6

Frækorn - 15.07.1910, Síða 6
78 F R Æ K O R N Mikilvægt líf. Atrfði úr Iffl D. L. Moody’s, ræðuskörungslns mlkla. Eftir dr. Torrey. Frh. Fyrir fáum hafa eins margir heð- ið og fyrir honum; en mikið af hamingju hans var einmitt fyrirbæn- unum að þakka. Sumir segja: »Aldr- ei mun Moodys líki koma aftur fram«. Og samt mun hann koma fram, líki hans í öllu verulegu, svo framarlega sem bænir eins margirageta samein- ast um nokkurn mann annan. Hinar miklu trúarvakningar Moody’s á Eng- landi, Skotlandi og írlandi á árunum 1873—1875 áttu meira rót sína að rekja til hins merkilega bænalífs, sem hann knúði menn til, heldur en til hinnar aðdáanlegu prédikunar hans. Hann yfirsteig margan örðugleika með krafti bænarinnar. Þegar ókleif- ar hindranir stóðu þvert um allar leiðir fyrir honum, hve oft sagði hann ekki þá: »Við skulum biðja guð að hjálpa okkur með þeíta!« Og hve auðveldlega leiddi hann oss ekki fram til fundar við sjálfan hinn al- valda guð, og með hvílíkri barns- iegri djörfung bar hann ekki vand- ræði sín upp fyrir honum! Þá var sigurinn unnin. í fyrra sumar mætti fyrirtæki nokkurt, sem okkur báðum var mjög hugleikið um, óvæntum tálmunum. Hann kom þá einn dag heim til mín ogsagði: »Miglang- ar til að þú ríðirút með mér. Með- an við riðum eftir heimleið elskhug- ans, vorum við að tala um þetta málefni; og þegar við komum þar að kyrlátum stað nokkrum,feldi hann taumana og sagði: - Nú skulum við biðjast fyrir«. Því næst snéri hann sér til guðs í innilegri hjartnæmri bæn, og þá voru tálmanirnar yfir- unnar. Fyrirtækið hefir blessast síð- an mjög vel. — Á þennan hátt sigr- aði hann tálmanir, með þvíaðleggja alt á vald hans, sem ekkert er um megn. Með fulltingi bænarinnar aflaði hann sér einnig fjár fyrirguðs mál- efni. Sumir sögðu, að hann »rakaði saman peningum«, og það var satt; en athvarf hans í þeim efnum var hjá guði og bæninni. Meðan heims- sýningin mikla stóð yfir sagði hann eitt sinn þegar innra ráðið settist undir borð: »Við þurfum að fá 7000 dcllara í dag til starfsins, þar af eru 1000 komnir. En eg veit ekki, hvar vér eigum að fá 6000 dollarana sem vantar; en við megum til með að fá þá; — við skulum biðja um þá áður en við mötumst«. Með barnslegu trausti til guðs bar hann því næst þetta mál upp fyrir honum í bæninni. Síðan töluðum við lengi um starfið yfir borðum. En áður en máltíðinni var lokið, var drepið á dyrnar, og var Moody rétt skeyti sem hann opnaði og las; en síðan afhenti hann mér það og bað mig að lesa það svo hinir heyrðu. Það var á þessa leið: »D. L. Moody! Viniryðarhafa hafiðsamskot handa starfi yðar í Chicagó á samkomunni í morgun. 6000 dollarar eru komnir; meira síðar. H. M. Moore.« Moore sagði mér síðar, að þegar leið að lokum morgunsamkomunnar hafði dr. Gordon, sem hafði forsætið, sagt við sig: »Mér finst á mér, að Moody þurfi á peninguni að halda til starfsins í Chicagó; hvernig lízt þér á að við hefjum samskot?« Hann var því samþykkur og árang- urinn var sá sem eg gat um. Þessi heillaríka tilfinning mun hafa gert vart við sig hjá dr. Gordon einmitt á sömu stund, sem vér krupum á bæn í Chicagó. Einu sinni fyrir nokrum árum fann Moody alt í einu, að hann vantaði 20000 dollara til skólanna í Norð- urmörk (Northfield) og Chicagó, og kom honum það á óvart. Hann sagði engum frá því, en gekk fram fyrir guð og bað hann um að gefa sér þessa fjárupphæð: »Sendu mér þessa 20000 dollara,* sagði hann, »og sendu mér þá á þann hátt, að eg sjái að þeir komi frá þér!« Pen- ingarnir komu og það einmitt á þann hátt að enginn trúaður maður gat efast um það augnablik, að þeir væru sendir af guði sjálfum. Moody hefir veitt viðtöku mörgum miljónum til ýmislegrar starfsemi, og hefir hann aflað alls þessa fjár með bænum sínum einum. Hið áttunda atriði, sem vér sjáum í lífi Moody’s, cr máttur trúarinnar. Moody trúði því af öllu hjarta, að drotni væri ekkert um megn, að hann hefði bæði vilja og mátt til að franikvæma stórvirki, og jafnvel nota sig sem verkfæri til þess að koma þeim fram. Og guð lét ekki trú hans til skammar verða; því hann lætur aldrei til skammar verða trú þess, sem reiðir sig á hann af öllu hjarta en ekki á sjálfan sig. Moody hafði djarfa trú; þó svaraði uppfyllingin í fylsta mæli til vonar- dirfsku hennar. Níunda atriðið er máttur Ijúf- menskunnar. Hann vitnaði, oft til þessara orða: »Trúin öðlast mest, kærleikurinn vinnurmest, en lítillætið heldurmestu eftir.« Sannleikur þess- arra orða skein út úr öllu hanslífi. Hann öðlaðist mikið fyrir trú sína og hélt því með lítillæti sínu. Það hefði verið auðvelt fyrir slíkan mann, sem steig nieð risaskrefum frá um- komuleysi og fátækt upp í heims- frægð, að komast til hárra metorða; en liann lét aldei undan þeirri freist- ingu. Þegar eg kyntist Moody fyrst, fyrir rúmum tuttugu árum síðan, hafði enginn þáttur í framkoniu 'nans eins mikil áhrif á mig eins og ljúf- menska lians og lítiliæti. Hann tók sífelt aðra fram yfir sjálfan sig. Hvað eftir annað var ómögulegt að fá hann til að prédika í Norðurmörk af því hann langaði til að sitjasem lærisveinn við fætur tveggja ungra manna, á þrítugsaldri. Hann bjóst við að geta lært af öðrum. Han vildi ekki láta selja myndir af sér, og áleit hann allan þennan myndagang, sem nú tíðkast svo mjög, vera hégómann einberan; og er það rétt skoðun. Þegar hann hélt síðast samkomur hér í borginni, veitti eg því eftirtekt, að stúdent einn hafði til sölu myndir af Moody. Mig grunaði, að honum mundi mis- líka það, og sagöi honum frá því. »Hvað er þetta!« sagði nanngremju- lega; »farðu og náðu þeim öllum frá honum undir eins!« Niðurlag í næsta tbl.

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.