Frækorn - 31.07.1910, Side 3
F R Æ K O R N
91
yfir hræi. En heimsfrægir fræði-
menn og sérfræðingar í áfengisfræði,
svo sem Kraepelin í fieidelberg,
próf. von Bunge í Basel, dr. Foiell
í Chigney, dr. Legrain í París o. fl.
mótmæltu staðhæfingum Duclaux og
Atwaters og svo féll málið niður.
En nokkru síðarsannaðist,að Atwaters
hafði verið keyptur fyrir stórfé af
áfengismönnum í Ameríku til þess
að bera Ijúgvitni í málinu og reis
svo aldan á móti þeim hálfu sterk-
ari en áður.
Ekki er ætlandi, að »Reykjavík«
vilji leiðrétta slíkt, sem er orðið
nokkura ára gamalt. — En menn
eiga fulla heimting á því, að fá að
vita sannleikann, og »sannsöglinnar
málgagni« ætti að vera það kærtað
flytja hann.
Hverju vér trúuni.
Stutt yfirlit yfir kenning
S. d. adventista.
[Kæða eftir D. Östlund, haldin í Reykjavík 6.
febr. 1898.]
»Vér mælum fram meö oss fyrir
hvers manns samvizku, með aug-
lýsingu sannleikans fyrir guös
augliti.« 2. Kor. 4, 2.
Fieiðruðu vinir!
Flestum yðar mun kunnugt, aðeg
tilheyri sjöundadagsadventistaflokkn-
um og að eg er hjartanlega sann-
færður um sannleikann í trúaratrið-
um hans.
Hvötin, sem hefir leitt mig til að
reyna að tala hér í dag um þessi
trúaratriði, er sérstaklega sú, að
margir hafa spurt mig um, hverju
vér trúum; þeir hafa þá óskað eftir
að heyra það.
Eg liefi jafnvel aðra ástæðu og
vil einnig nefna hana: Margir, sem
ekki þekkja skoðanir vorar, ímynda
sér oft, að þær séu talsvert öðruvísi,
en þær í rauninni eru. Hér sem
svo oft endranær sannast gildi hins
gamla orðskviðar:
»Sannleikurinn er sagna beztur.c
Og af því að eg trúi, að útlist-
un mín á þessari stundu muni verða
ekki einungis framleiðsla sannleik-
ans um oss og trú vora, heldur og
framleiðslasannleikans sjálfs, þávona
eg einnig, að orð skáldsins gætu átt
við inntak þessa fyrirlesturs:
»Bjartur er sannleikans svipur
með sakleysið ljúfa og hreina.
Ósjálfrátt elskar þú hann,
óðar enn hefurðu’ hann séð.«
Oft hef egveriðspurður: »Hvernig
er trúarjátning yðar?«
í hvert skifti hef eg tekið þessa
bók (biblíuna), haldið henni á lofti
og sagt:
»Þetta er mín trúarjátning.«
Og eg held ekki, að egnokkurn
tíma tnuni svara á aðra leið.
Þegar eg hefi nefnt þetta um trú
mína, þá hefi eg ekki einungis talað
fyrir sjálfan mig, heldur í nafni allra
sjöundadags-adventista.
Vér trúuin ritningunni.
Eftir að eg var nýkominn hing-
að, vöktu orð nokkur, er eg heyrði
af tilviljun, gleði mína.
Á leiðinni höfðu nokkrir menn
talað við mig um trú mínaogflokks
míns; þegar vér vorum komnir
lrlngað, var einn af þessum mönn-
um, ferðafélögum mínum, spurður
að því, hvaða trúarflokki eg lieyri
til, og áhrif þau, sem samtalið við
mig hafði haft á hann, gaf honum
ástæðu til að svara:
»Hann tilheyrir biblíutrúarmönn-
um.«
Eg kann mjög vel við þetta svar
hans; því það er bókstaflega satt.
Sjöundadags-adventistar eru ein-
mitt biblíutrúarmenn. Trúþeirraer
því bygð á sama grundvelli og trú
allra sannra mótmælenda. Og í þessu
vona eg, að vér, kæru tilheyrendur,
stöndum samhliða án tillits til hverju
nafni vér nefnumst; þvi einkennis-
orð mótmælenda er og hlýtur fram-
vegis að vera:
»Ritningin og ritningin ein.«
Þegar sú mikla kirkja, sem mót-
mælendur mæla á móti, blandarsam-
an biblíunni, munnmælasögum og
ritum kirkjufeðra til grundvallar trú-
arinnar, þá eru mótmælendur alveg
vissir um, að
»011 ritning er innblásin af guði
og nytsöm til sannfæringar gegn
mótmælum, til leiðréttingar, til ment-
unar í réttlæti, svo að guðs maður
sé alger og til alls góðs verkshæfi-
legur.« 2. Tím. 3, 16. og 17.
Þeir þurfa ekkert annað og geta
ekki heldur eignað manna orðum
og setningurn jafnt gildi og guðs
heilaga orði.
Þessum mikilvægu ogháleitusann-
indurn er einnig Ijóslega haldið fram
í bókum mótmælenda.
I »Hinni postullegu trúarjátningu«
eftir Lisco, sem alment er viðurkent
af lútherskum kristnum og líka um
hönd höfð hér á íslandi, les eg
þessi gullvægu orð á bls. 255:
»Hin evangelisk-prótestantiska
kirkja álítur, að heilög ritning, bæði
hið gamla og hið nýja testamenti,
að undanteknum apokrýfisku bókun-
um, sé hin eina uppspretta til
þekkingar á hinum sáluhjálplega
sannleika, hin eina regla og mæli-
snúra tyrir trú, liferni og von sann-
kristinna manna, og hinn æðsti dóm-
ari í trúarefnum.*
Af sannleikanum, sem þessi orð
hafa inni að halda, er öll vor kenn-
ing sprottin,og óbreytanleg fast-
heldni við þessa aðalreglu leiðir
í Ijós, hvers vegna vér í ýmsum at-
riðum erum ekki nákvæmlega í
samhljóðun við sumar skoðanir, sem
á vorum tímum eru orðnar algengar
meðal annarra mótmælenda.
Samt sem áður eykur það gleði
vora, að trú vor og trú hinnar lút-
hersku kirkju að svo miklu leyti
eru í fullkomnustu samhljóðun.
Þegar um aðalkenningar er að
ræða, svo sem kenningarnar um guð-
dóminn, endurlausnina, réttlætingu
og helgun mannsins, erum vér ná-
kvæmlega samhljóða sérhverjum trú-
uðum lútherskum manni.
Eins og nafn vort ber með sér,
er hjá oss mikil áherzla lögð á kenn-
inguna um persónulegatilkomu frels-
ara vors og enda veraldarinnar.
Þó eru skoðanir vorar viðvíkjandi
þessu efni einnig að mestu leyti sam-
hljóða trú lúthersku kirkjunnar.
Eftirvæntingin um þenna þýðing-
armikla viðburð á eðlilega að ein-
kenna alt, sem réttilega nefnist biblíu-
kristindómur.
Hin síðustu orð í annarri grein