Frækorn - 09.09.1910, Blaðsíða 2

Frækorn - 09.09.1910, Blaðsíða 2
114 F R Æ K O R N Aðskilnaður ríkis og kirkju. Á síðasta Alþingi var, svo sem inenn muna, samþykt þingsályktun- artillaga í neðri deild, þar sem skor- að var á stjórnina, að búa undir og Ieggja fyrir Alþingi frumvarptil laga um aðskilnað ríkis og kirkju. Ráðherrann sem talaði í því máli, en ekki greiddi atkvæði, gerði þá helst ráð fyrir að skipuð yrði milli- þinganefnd í málið, og þingnefndiu, sem málið hafði til meðferðarðar, gerði ráð fyrir, að það þyrfti lang- an undirbúning. Ekki hefir enn heyrst, að stjórnin sé farin að gera nokkuð í þessu stórmáli. Að vísu var gert ráð fyrir því af nefndinni, að undirbúningurinn tæki svo langan tíma, að frumvarpið gæti ekki orðið tilbúið fyrir næsta þing, enda gerir það ekki mikið til, þvíað það þarf stjórnarskrábreytingu til þess að þjóðkirkjan verði af- numin. En þar sem ganga má út frá, að á næsta þingi verði stjórnarskrá- breyting samþykt, sem orðið gæti að lögum 1912, ef alt gengi slysa- laust, og þar sem sú stjórnarskrá væntanlega heimilar að skilja riki og kirkju með einföldum lögum, væri ekki úr vegi að hraða málinu. Undirbúningurinn ætti að ganga svo hratt, að hægt væri að leggja frumvarp það, er síðasta þing gerði ráð fyrir, fyrir aukaþing 1912 og helzt þannig úr garði gert, að það gæti orðið lög frá því þingi. Þjóðkirkjufyrirkomulagið er rang- látt gagnvart einstaklingnum, kirkju og kristindómi, auk þess óholt, eins og marg sannað hefir verið, og þarf því að hverfa hið bráðasta. Og satt að segja virðist mér langt of mikið úr því gert, hve mikið vandamál þetta aðskilnaðarmál sé. Mér virðist að þetta mál eigi að undirbúa sem hvert annað löggjaf- arfyrirmæli, enda virðist svo sem þjóðin sé mjög einhuga um að óska breytingar í þá átt, sem síð- asta þing benti, hið bráðasta. Það er að verða mönnum ljóst — þeir eru víst fáir sem neita því — að trúin er persónulegt mál, sem ríkinu er óviðkomandi. En sé svo, þá fremur þjóðfélagið ranglætisverk, er það styður og verndar eina sérstaka trúarskoðun, sérstaklega þegar það gengur svo langt að heimta að þeir menn borgi líka til þjóðkirkjunnar, sem utan hennar eru, og sem ef til vill álíta lærdóma hennar háskalegar villu- kenningar. Það virðist ekki vera nein sam- vizkusök fyrir þing eða stjórn að létta þessu mnglæti af, og ekki óeðlilegt að ganga út frá því að allir, sem viðriðnir verða taldir, vilji að svo verði gert ln'ð bráð- asta. En líti stjórnin annan veg á það mál, og telji skipun sérstakrar millí- þinganefndar nauðsynlega, þá þyrfti að gera það hið bráðasta, svo mál- inu yrði til lykta ráðið svo fljótt sem unt er. í fyrra sumar urðu nokkrar blaða- umræður um mál þetta, sem eg meðal annara tók þátt í, og er inér meðal annars kunnugt um, að al- menningi er það mikið áhugamál. að úr þessu máli verði skorið hið bráðasta. /_. Framanrituð grein er úr »Þjóð- viljanum« 24. ág. Hún á þaðskil- ið að verða lesin af sem flestum. » Þjóðkirkjufyrirkomulagið errang- látt gagnvart einstaklingnum«. — Svo er að orði kveðið að trúar- frelsi sé í landinu, en það er því rniður ekki nema í orði kveðnu. Þjóðkirkjan hefir lagarétt — þó ranglæti sé — að talca gjöld af þeim mönnum, sem ekki eru með- limir hennar, og bversu mikið sem einstaklingurinn talar um trúfrelsi, verðui hann þó að borga nauðung- argjald þetta, þó hann sé fyrir utan allar kirkjur. Þjóðkirkjan eins og hún er hér, er ein stöðug afneitun á hinum heilaga rétti einstaklings- ins til fullkomins trúfrelsis. »Þjóðkirkjufyrirkomulagið er . . . ranglátt gagnvart kirkjuuni ogkristin- dóminum.« — Menn halda, að kristindómnum komi stuðningur frá þjóðkirkjufyrirkomulaginu. En alls konar þvingun laga og yfirvalda er honum andstæð og hlýtur að vinna honum ógagn. »Þar sem drottins andi er, þar er frelsb. Og Jesús sagði sjálfur: »Mitt ríki er ekki af þessum heimi. »Fyrst þegar öll óeðlileg bönd eru leyst af kristin- dómi og kirkju Krists, getur lífs- og frelsis-kraftur hennar til fulls notið sín. Menn eru, sem betur fer, farnir að sjá þetta, og dagurinn er að nálgast, að þjóðkirkjufyrirkoinulagið fer veg allrar veraldar. En kristindómuiinn mun lifa og verða enn meira lífsafl en nokkurn tíma fyr. I »Bjarma«, sem út kom 1. þ. m., er grein, sem sneríir mál þetta. þar segir meðal annars: »Nú ætlum vér, að tími sé t'l kominn, að ríkið og kirkjan skilji, til þess að gagnólíkar lífsskoðanir ogtrúarskoðanirséu eigi lengúrtjóðr- aðar saman, öllu andlegu og siðferð- islegu lífi til niðurdreps og tíman- legri velferð þjóðarinnar jafnt sem andlegri. Vér biðjum al!a að íhuga þetta rólega. Vér höfum eigi verið fylgjandi skilnaði ríkis og kirkju. Það var af þeirri ástæðu, að oss þótti óhyggi- legt, að látaytrafyrirkomulag kirkj- unnar eingöngu ráða úrslitunum í því máli. Vér vildum bíðaþess, að hálfvelgjustefnan nýja kastaði kufl- inuni, svo að alþýða manna gæti séð, livernig hún er í raun og veru. Nú er þetta fengið, og þá eruni vér einhuga með skilnaði, því að það eitt gerir enga fríkirkju, þó söfnuðir megi kjósa sér presta og sjálfir skapa sér gjöld til kirkjuþarfa og laun handa prestunum. Frelsi kyrkjunnar er andlegt frelsi, það frelsi, að þeir megi skilja, sem eigi geta haft samneyti í trúarefnum, og hverir uin sig rækja sína trú, óháðir hverir öðrum, og öllu ytra valdi. Tökum nú höndum saman allir, prestar og leikmenn, sem eigi vitum oss annað til sáluhjálpar en Jesúm Krist hinn krossfesta, gerum með oss opinber og frjálsmannleg samtök, eftir guðs vilja, um það, að

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.