Frækorn - 09.09.1910, Blaðsíða 3

Frækorn - 09.09.1910, Blaðsíða 3
F R Æ K O R N 115 hefja kirkju vora úr niðurlæging- unni, til þess hún gæti orðið oss og þjóð vorri til blessunar, bjargað henni úr andlegu og siðferðislegu volæði. Styðjum skilnaðarmálið með greind og gætni. Það væri »andlegur fjörkippur« og eigi ótímabær nú orðið. —« Meðal kirkjulegra manna er þá farið að verða sameiginlegt álit, að aðskilnaður ríkis og kirkju sé orðið tímabært og nauðsynlegt mál. Jafn- vel ritstjóri »N. Kbl.« hefir oft talað með aðskilnaðinum, og líkast til hefir hann ekki breytt til í því efni, þótt hann sé nú orðinn æðsti maður þjóð- kirkjunnar. „Samkyæmt viðteknum hætú“. i. Aumari vitnisburð er varla hægt að gefa barnaskirninni en sjálf hand- bókin nýja — »Helgisiðabók ís- ienzku þjóðkirkjunnar« — gefur henni. Við barnaskírnina á nú að játa það beinlínis, að hún sé framkvæmd samkæmt *viðteknum hætti kristinn- ar kirkjn« (bls. 79). Auk þess er í sömu andránni minst á orð Jesú í Matt. 28, .8—20, sem skírnarverjendurnir hafa orðið að rangfæra til þess að að styðja sitt mál. Því að í nýja testament- inu finst enginn fótur fyrir ung- barnaskírninni annar en röng út- legging á fyrnefndum stað. Þar á nú að koma því inn hjá mönnum, sem er alveg spánnýtt, að menn verði lærisveinar Jesú með því að þeir — viljandi, eða óviljandi helst — verði skírðir, meðan guðs orð talar um að heyra orðið, trúa því, ganga drotni á vald fyrir fúsan vilja manns- ins sjálfs. Sarnber Mark. 16, 16. En þá kemur siðvenjan — siðvenj- an. »Samkvæmt viðteknum hætti«, Það á að duga! Það er margt fleira, sem varð að »viðteknum hætti« í kristilegri kirkju, er hún breyttist í kaþólska kirkju, sem náði yfir heiminn; þá fóruýmsar mannasetningar að komast þar inn og verða að »viðteknum haetti«,svo sem sunnudagshelgin, bænir fyrir dauðum, dýrkun helgra manna og þá fyrst og frems* Maríu meyjar, hjátrú viðvíkjandi hlututn, er svo- nefndir helgir menn hefðu borið o. s. frv. Alt fór smámsaman að fá hefð »samkvæmt viðteknum hætti«. En það var ogerrangt eins fyrir því, Jesús segir: „Þeirra dýrkan er til einskis, er þeir kenna þá lærdóma sem eru manna boð- orð‘\ Matdi. 15, 9. — Þessi orð frelsara vors eiga blátt áfram við barnaskírnina og fleira, sem hefir stoð að »viðteknum hætti«, en er í rauninni inn komið í kirkjuna á frá- fallstímum hennar. Slíkt þarf að fara. Alt þess háttar er andlegu lífi til niðurdreps, en að fylgja guðs orði, og því einu, verður oss til frels unar og eflir og styrkir oss í guðs þjónustu, og það er eini vegurinn, þar sem vér getum haft fullvissu um velþóknun drottins á guðsdýrk- un vorri. í næsta tölublaði skulum vér líta svolítið á skírnarmálið með tilliti til sögunnar. Mörgum manni mun vafalaust þykja fróðlegt að heyra ýmislegt af því, sem Sagan talar þessu viðvíkjandi. Bækur, sendar >Frækornum«. Jón Trausti: Heiðarbýlið. Þriðji þáttur: Fylgsnið. Rvík. 1910. Kostnaðannenn Arinbjörn Svcinbjarnarson og Þor- steinn Oíslason. »Frækorn« hafa oftar en einu sinni minst á sögur Jóns Trausta, og það lof, sem vér höfum borið á þessar snildarlegu lýsingar á ís- lensku þjóðlífi, á ekki síður heima um þetta hefti, sem nú er út kom- ið. í þessu hefti finnur maður aftur marga af þeim mönnum, sem hin heftin fjalla um, svo sem Höllu, Borghildi, Finn og Settu, o. fl. Og maður finnur samhengi f viðburð- unum; öllu er eðlilega lýst. Jón Trausti á einkar-hægt með að lýsa vel manneskjum. Auga hans er skarpt, og maður fytgist vel með. Aðalmaðurinn í »Fylgsninu«, sem segir frá þjófnaðarbæli upp í Dala- sveit, er Pétur á Kroppi. Frá hon- um er sagt með svo mikilli ná- kvæmni og í heild sinni tekið svo vel, að undrun sætir. Frá sögunm sjálfri viljum vér ekki segja, heldur benda lesendanum á bókina. Hún er þess verð, að vera lesin. Alvara fylgir framsetningunni. Og hún vekur mann til alvarlegra hugsana. Ogmeirenþað: Hún víðkar sjón- deildarhringinn, sýnir orsakasamband í breytni mannanna, hvetur til sið- ferðis, en hjálpar manni um leið til að sýna þeim mönnum samhygð og vægð, sem brotið hafa gegn sið- ferðinu, eins og það er í heimin- um. Úr því að menn lesasögur, dæmi- sögur úr lífi meðbræðra sinna, þá er um að gera að þær séu sem beztar. Góðar sögur koma í stað lélegra og spillandi. Og því er það gleðiefni, að ísland á Jón Trausta. Yfirleitt er góður, hreinn blær yfir öllu, sem hann ritar, og síðustu sög- ur hans eiga þá útbreiðslu skilið, sem þær eru farnar að fá. Að eins iveir flokkar. í rauninni eru að eins tveir flokk- ar til í heiminum, og á dómsins degi munu að eins verða tveir flokk- ar: þeir, sem brjóta lögmál guðs og þeir, sem hlýða því. Kristur sýnir oss, hvað vér getum gjört, til þess að sýna kærleika vorn til hans: »Ef, að þér elskið mig, þá haldið þér mín boðorð.« »Sá, sem hefir mín boðorð og heldur þau, hann elskar mig. En faðir minn mun elska þann, sem elskar mig, og eg mun elska hann og sýna mig hon- um.« »Sá, sem ekki elskar mig, hann varðveitir ekki mín orð, og það orð, sem þér heyrið, er ekki mitt, heldur föðursins, sem mig sendi«. »Ef að þér haldið mín boðorð, þá munuð þér halda minni elsku, eins og eg hélt boðorð föður míns og held hans elsku.« Jóh. 14, 15. 21. 24; 15, 10.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.