Frækorn - 09.09.1910, Blaðsíða 4

Frækorn - 09.09.1910, Blaðsíða 4
116 F R Æ K O R N Sigurður Erlendsson. Umferðabóksali í 30 ár. 30 ára afmæli sem umferðabók- sali getur hann haldið um þessar mundir, öldungurinn, sem vér í dag flytjum mynd af. Hann er víða kunnur og alstað- ar að góðu einu. Sæmdarmaður í hvívetna. Utn leið og »Frækorn« óska hon- um heilla og friðsællrar elli, skul- um vér leitast við að segja frá hinu helsta, sem á daga hans hefir drifið. Sigurður Erlendsson er fæddur 6. apríl á Dysjum í Oarðahverfinu. Foreldrar hans voru Erlendur Hall- dórsson bóndi og kona hans lunn Jónsdóttir. Þar lifði Sigurður sín barnaár þangað til hann var 11 ára, en eftir það komst hann á sveitina og fékk að finna til fulls, hvaða kjör slíkum börnum eru boðin. Þeg- ar vér töluðum um þennan kafla æfi hans sagðist hann »óska þess af heilum hug, að góður guð gefi það, að meiri nærgætni verði sýnd þeirn börnum, sem fátækrastjórnir eiga að ráðstafa, heldur en gert var þegar eg var í æsku, því að við vorum sjö systkinin og urðum öll að hrekjast á barnsaldri úr einum stað í annan og höfðum oft grát- andi vistaskifti. Og að því er mig snertir, vil eg sérstaklega geta þess, að eg bað þess innilega, að eg mætti vera kyr á einu heimili, þar sem mér leið svo mætavel, en því var enginn gaumur gefinn, og frá því eg var 11 —14 ára, átti eg vist á 15 heirnilum, og má af þessu nokk- uð marka, hvernig líf þetta hefir verið.« Kristindómsfræðslu fékk hann hjá séra Helga Hálfdánarsyni. Sigurður minnist altaf séra H. H. með mikl- um innileika og þakklætishuga. Frá honum segist hann liafa fengið hvatn- ingu til andlegs lífs og hinni föstu trú lians á guðs orði, segist Sigurð- ur hafa haft ómetanlegt gagn afalla æfi, enda hefir Sigurður aldrei hall- ast að neinni véfenginguá heilagri ritningu; og allir, sem hann þekkja, vita, að hann er trúaður maður, er treystir á frelsarann og vil lifa hon- um. Eftir ferminguvarSigurðurvinnu- maður á ýmsum stöðum í Garða- hverfi, Hafnarfirði og í Flóanum, en árið 1878 fór hann í vinnumensku til bróður síns Kristjáns á Álftanesi, var þar í 2 ár, og byrjaði bókasölu- starf sitt, er hann fór frá honum (1880). Hafði hann frá þeim tíma heimilisfang á ýmsum stöðum, á Álftanesi, í Reykjavík, og í Árnes- sýslu, en árið 1889 fluttist hann til Reykjavíkur og hefir dvalið þarsíðan. Bækur seldi hann fyrst fyrir Quð- mund Hjartarson prentara, þá fyrir Einar Þórðarson og síðan fyrir Brynj. Oddsson bókb., Kristján Þor- grímsson, Sigurð Kristjánsson, og flesta aðra bóksala. Sigurður Erlendsson. Aðallega liefir Sigurður selt and- legar bækur, og gætt hefir hann þess, að sneiða hjá öllum bókum, sem hann áleit að væru til ógagns. Um skólana hefir hannstöðugthugs- að á bókasöluferðum sínum. Og bindindismálið er honuni hjartans mál. Ferðirnar hafa verið niargar og sumar langar; farið hefir hann um Árnessýslu, Kjósar- og Oullbringu, Snæfellsness, Dala, ísafjarðar, Stranda, Skagafjarðar, Húnavatns og Eyjafjarð- arsýslu. Fyrst í stað voru viðtökurnar ekki sem beztar; menn álitu hann nokkurskonar flökkumann, en er það fór að skiljast, að Sigurður færði gaman og gagn með sér í bókunum, var litið öðruvísi á hann. Og um mörg undanfarin ár hefir hann getað farið kynnisferðir og verið vel tekið alstaðar, enda bað hann oss að flytja öllum góðkunn- ingjum sínum nær og fjær alúðar- þakkir sínar fyrir alla sér auðsýnda velvild um hina löngu bóksölutíð sína. — »Oft hefir það nú verið erf- itt að ferðast,« sögðum vér við Sig- urð. — »Ojá, þungt hefir það verið að ferðast langar dagleiðir með 6. og upp í 10 fjórðunga þyngd á baki, og oft hef eg verið í háska í óveðrum og á fjöllum og við ár, sem eg hef þurft að ferðast yfir. Einu sinni fór eg yfir Blöndu á ís, og þegar eg kom suðuryfir, þá var bakki, meir en seilingarhæð, og hefði eg þá ekki náð í stein, se.m þar var, hefði eg dottið og veriðrotað- ur. Oft hef eg verið í miklum frostum og í frosnum fötum, eftir að eg hef farið yfir ár. Þakka eg innilega guði fyrir varðveizlu á mér um alla æfi mína.« Kcrð til Bandaríkja. S'q)Q) Niðurlag. Hjátrúin lifir og ríkir í Banda- ríkjunum. Og hún er marghöfðað illkvikindi, hjátrúin. Efni í langa ritgjörð. Þó skal hér aðeins bent á það helzta. Heiðin trúarbrögð eru talsvert mikil. Búdda-trú og indversk fjöl- kyngi eiga marga fylgismenn; jafn- vel sóldýrkun að sið liinna gömlu Babýloníu- og Assyríumanna á fylgj- endur í Bandaríkjunum. í fyrrahaust varð uppvíst, að í einni helztu borg- inni var söfnuður sóldýrkenda beint að heiðnum síð. Einhver helzta »kreddan« hjá þeim var sú, að allir meðlimir, karlar og konur, ættu að vera allsnaktir á samkomunum og þær voru haldnar í stárum sal, þar sem alt loftið var úr gleri, og sólin ætti svo að skína á þessi »ljóssins börn« svívirðingarinnar.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.