Frækorn - 16.09.1910, Page 3

Frækorn - 16.09.1910, Page 3
F R Æ K O R N 123 Ekki skulum vér fullyrða neitt frekara um það, hvort biskupinn sé nú horfinn frá fríkirkjuhugsjóninni, sem hanu áður veitti svo ágætt fylgi. En oss er spurn: Skyldi biskupsstaða í þjóðkirkju ómögulega geta samrýnist sannleik- anum um fríkirkjuna eða um afstöðu kirkjunnar til ríkisins? Þurfa endilega skoðanaskifti í frí- kirkj-umálinu að verða hjá fríkirkju- manni, ef hann verður biskup? Vér getum ekki skilið það. Prófsteiimmn, Eftir E. O White. Réttlæti er að gjöra rétt, og það er eftir verkum ''orum, að vér allir munum verða dæmdir. Verk vor sýna hugarfar vort, sýna, hvort trúin cr sónn eða ei. Það nægir ekki, að vér trúum því, að Jesús sé ekki svikari, og að ritningin sé ekki munnmælasögur. Það er hægt að trúa, að nafn Jesú sé hið eina nafn undir himninum, sem oss er boðið fielsi fyrir, og samt ekki gjöra alvöru af þeirri trú. Kristur þarf að vera frelsari sjálfra vor. Það er ekki nóg, að vér trú- um fræðikerfi lærdómsins um Krist, eða það að hafa nöfn vor rituð í kirkjubók. »Hver sá, sem heldur hans boðorð, hann er guði staðfast- lega sameinaður, og guð honum, og af því þekkjum vér, að liann er stöðuglega í samfélagi við oss, af þeim ancia, sem hann hefir ossgef- ið.« »Og á því vitum vér, að vér þekkjum liann, ef vér varðveitum lians orð.« 1. Jóh. 3, 24; 2, 3. Þetta er sönnun fyrir afturhvarfi. Það stendur á sama, hver játning vor sé, svo framariega Kristur opin- berast ekki hjá oss í réttlátum verk- um. í fjallræðunni sagði Jesús: »Ekki munu allir þeir, sem til rnín segja: Herra herra, koma í himnaríki, held- ur þeir einir, sem gjöra vilja míns himneska föðurs«. Matt. 7, 21. Sönn- uniti fyrir einlægni og alvöru er ekki fólgin í orðun, heldur í verk- nm. Kristur segir ekki: »Hve mik- ið talið þér meir en aðrir?« heldur: »Hve mikið rneira vinnið þér en aðrir?« Orð hans eru mikilvæg: »Ef þér skiljið þetta, þá eruð þér sælir, ef þér breytið eftir því.« Orð eru gagnslaus, ef ekki samsvarandi verk fylgja þeim. Þetta er fræðslan, sem er gefin oss í dæmisögunni um hina tvo sonu. (Matt. 21, 28—32.) Sonur- inn, sem sagði: »Herra, eg vil«, þóttist vera trúr og hlýðinn; en tíminn sýndi, að hann var ekki ein- lægur. Elann elskaði ekki föður sinn í sannleika. Þannig hrósuðu farísearnir sér af heilagleika sínum, en heilagleiki þeirra stóðst ekki próf- ið, og Kristur sagði uni þá: »Eftir verkum þeirra skulið þér ekki breyta, því þeir bjóða það, er þeir sjálfir ekki halda.« Matt. 23, 3. Sjálfsréttlæti er ekki sannarlegt réttlæti, og þeir, sem aðhyllast það, munu verða að taka afleiðingarn- ar af því að hafa haldið sér að hættulegum svikum. Margir nú á dögum segjast hlýða guðs boðorð- um, en þeir liatr. ekki guðs kær- leika í hjartanu þannig, að hann geti streymt út til annara. Kristur hvetur þá til þess að starfa saman við sig fyrir frelsun mannanna, en þeir láta sér nægja að segja: »Herra, eg vil.« Þeir eru letingjar og gefa, eins og sonurinn í dæmisögunni, fölsk loforð. Þegar þeir ganga í hóp með guðs fólki, takast þeir á hendur hátíðlega skuldbindingu um að hlýða guðs boðorðum og þjóna guði; en þeir gjöra þetta ekki. Með orðunum segjast þeir vera guðs börn, en í framkvæmdinni afneita þeir því. Þeir yfirgefa ekki vilja sinn til guðs. Líf þeirra er svik. Skipunin: »Gaktu í dag í vín- garðinn,« er prófsteinninn á ein- lægni einstaklingsins. Verður það starf, en ekki einungis orð? Vilt þú, sem hefir fengið köllunina, nota hæfileíka þína, og starfa með ástund- un og óeigingirni, fyrir eiganda vín- garðsins? . . . Áform guðs tneð forsjón ogstjórn sinni er að reyna mennina og gefa þeim tækifæri til að þroskast. Á þennan hátt reynir hann, hvort þeir séu hlýðnir eða óhlýðnir við boð- orð sín. Vér getum ekki keypt oss guðs kærleika með góðverkum, en þau opinbera, hvort vér séum hlut- takandi í þessum kærleika. Ef vér felum sjálfa oss guði, þá munum vér ekki starfa til þess að verðskulda kærleika guðs. Guðs kærleiki er gjöf, seni vér ekki getum verðskuld- að, en þessi kærleiki mun, þegar honum er móttaka veitt, verða oss sjálfsögð hvöt til þess að hlýða boðorðum hans. Eina heilaga bókin. Max Miiller háskólakennari í Ox- ford sagði: »Þar sem eg hef nú í 40 ár kennt Sanskrít við háskól- ann í Oxford, er mér vonandi óhætt að segja það, að eg hefi fremur en nokkur maður annar í heiminum varið tíma mínum til að kynnast og rannsaka »heilagar bækur Austur- Ianda«. Og eg verð að segja það, að tónninn, sem hljómar þaralstað- ar, ef eg mætti svo að orði kveða, er — sáluhjálp fyrir verk vor. Þær kenna allar að maður verði að vinna sér inn sáluhjálpina, og verðið er verk manns og verðskuldan. Biblía vor, heilaga bókin vor frá Austurlöndum, mótmælir frá upp- hafi til enda þessari kenningu. Reynd- ar heimtar hún einnig góðverk, og heimtar þau enn skýrar og ákveðn- ara en nokkur önnur »heilög bók«, en þau eru hér ekki annað en vott- ur og afleiðing af þakklátum hjört- um. Þau eru einungis þakkarfórn, ávöxtur af trú vorri. Þau eru aldrei lausnargjald sannra lærisveina Jesú Krists. Lokum ekki augum vorum fyrir því, sem fagurlega hljómar í öðr- um »heilögum ritum«. En kennum Hindúum, Búddistum ogMúhameðs- trúarmönnum að það sé að eins ein heilög bók frá Áusturlöndum, að eins ein bók, sem getí verið hugg- un á alvörutímanum, þegar hver maður verður að fara aleinn yfir til ósýnilega heimsins. Það er sú heil- aga bók, senr flytur boðskapinn, sem er vissulega sannur og móttökuverð- ur fyrir alla, — snertir alla, menn konur og börn — og ekki að eins oss, sem kristnir erum, — aðjesús Kristur er kominn í heiminn til að gjöra synduga menn sáluhólpna«.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.