Frækorn - 16.09.1910, Side 4

Frækorn - 16.09.1910, Side 4
124 F R Æ K O R N ®5ku-tíminn. »Og þetta því heldur, sem vér þekkjum tímann, að oss er mál að rísa uppaf svefni, því nú er oss hjálp- ræðið nær, en þegar vér tókum trú.« Róm. 13, 11. Fyrir rannsókn ritningarinnar höf- um vér sannfærst um, að endir allra hluta nálgast. Boðskapurinn um, að koma Krists sá nálæg, má ekki tapa þýðingu og krafti, þannig, að vér verðum kærulausir, missum eftir- tekt og verðum sljóir, ófærir til að skilja hið sannverulega. Þegar vér erum sofandi, erum vér í ósönnum lieimi og tökum ekki eftir því, sem gjörist í kring um oss. Mesti voði ógnar, án þess séð verði, að oss gruni nokkuð. Það er hægt að los- ast við þetta andlega svefnmók. Postulinn áminnir: »Nóttin er um- liðin, en dagurinn er í nánd; leggj- um því af verk myrkursins og íklæð- umst herklæðum ljóssins.« Róm. 13, 12. Til eru þeir, sem hafa Ijós sann- leikans ljómandi alstaðar íkringum sig, án þess það hafi áhrif á þá. Óvinurinn hefir vélað þá í snöruna og heldur þeim föstum. Þeir búa sig ekki undir hinn mikla dag, er brátt upprennur yfir jörðina. Þeir virðast algjörlega ómóttækilegir fyrir hin himnesku sannindi. Þér, sem vitið, að nóttin kemur, en einnig morgun, ættuð að starfa óþreytandi að því að vekja vini yðar upp af svefninum. Oetið þér ekki skilið þá hættu, sem þeir eru í, beðið fyrir þeim og með lífi yðar og hugsunarhætti sýnt þeim, að þér sjálfir trúið, að Kristur muni koma bráðlega. Það, að tíminn, sem aðskilur oss frá eilífðinni, er óðum að þverra, ætti að hafa meiri áhrif á oss. Við hvern dag, sem líður, verður einum færri eftir fyrir oss til að framkvæma ætlunarverk vort. Þessi sannleikur er marg endurtekinn, eu verður þó aldrei gamall, fyr en viðburðurinn hefir skeð. Sannleikurinn verður að endurtakast, bæði sem aðvörun og alvarleg áskorun; vér þurfum að sýna trú vora í verkinu. Meðan fiöldinn sefur og margir sóa dýr- mætum tíma án umhyggju í kæru- leysi, svo að segja á barmi eilífð- arinnar, þá séu þeir, sem trúa, al- gáðir og vaki, alvarlegir og kapp- samir; þeir verða að vera árvakrir í bæninni. »Sæll er sá þjónn, sem herra haus finnur þannig breyta, þegar hann kemur.« Matt. 24, 46. »Innan harla skamms tíma mun sá koma, sem væntanlegur er, og ekki tefja. < Heb. 10, 37. Hafið þér lampa yðar til reiðu og Ijós yðar logandi? A þessum tímum er rann- sóknardómur í dómsölum himinsins. A eyjunni Patmos segir Jóhannes frá vitrun, er honunr var gefin: »Mér var fenginn reyrleggur, líkur staf, með þessum ummælum: statt upp og mæl musteri guðs og alt- ar.'ð og þá, sem biðjast þar fyrir.« Opinb. 11, 1. Þetta alvarlega verk er framkvæmt á jörðunni. Hvernig reynist líf og hugarfar yðar, þegar á það er lagður mælikvarði réttlæt- isins, guðs heilaga lögmál? Þeir, sem tilbiðja, verða að ganga undir mælikvarða guðs. Hver fær þá stað- ist? Kristur segir: »Eg þekki þín verk.« Ekkert er hulið fyrir honum, sem Jóhannes segir um: »Höfuð lians var hvítt eins og ull, eins og mjöll; hans augu voru sem elds- logi.« Opinb. 1, 14. Hve margir hreinsa sálir sínar með hlýðni úð sannleikann? Hve margir eru nú á þessum tímum atgjört með drotni? Hve margir keppast eftir að verða öðrum til blessunar? Margur þarfn- ast hjálpar ástúðlegra orða og ná- kvæmrar umhyggju. Og ef þér biðjið með þeim, getið þér orðið þeim til blessunar. Þér getið verið trúfasfir hermenn Jesú Krists. Ef breytni yðar er sannkristileg, verður eftirdæmi yðar mörgum til hjálpar, þó þér segið ekki eitt einasta orð. Þolinmæði og þrautsegja í því að gjöra hið góða mun hjálpa öðrum til að beita fótum sínum á veg sannleik- ans og réttlætisins. Sumir hæða yðurfyrir varkárni yðar og nákvæmni; getur verið þeir nefni yður sjálfs- réttlætingarmenn. En sjáið til, að þér breytið réttilega, haldið svo áfram stilt og rólega. Ef öll sagaDaníels stæði afmáluð fyrir hugskotssjónum yðar, þá fengjuð þér að sjá freist- ingarnar, sem hann varð að mæta: að verða fyrir háði, öfund og hatri, en honum lærðist að yfirstíga alla örðugleika. Hann treysti ekki á sjálfan sig. Hann varpaði sinni áhyggju upp á sinn himneska föður og fól honum sálu sína. Hann trúði því, og guð heyrði hann og hann varð hughreystur og naut guðs blessunar. Hann var hafinn yfir fyrirlitningu og háð; hið sama verður sérhver sá að gjöra, ersigra vill að lokum. Daníel öðlaðist hreint og glaít hugarfar, af því hann trúði að guð væri vinur hans og hjálp- ari. Ervið skyldustörf, sem hvíldu á honuin, urðu létt, af því hann hafði ljós guðs og kærleika með í starti sínu. » Allir droítins vegir eru miskunn og trúfesti fyrir þá, er geyma hans sáttmála.« Sálm. 25, 10. Minnist þess, að þér daglega temjið yður góðar, venjur, sem eru í samræmi við ritninguna, og leiða yður daglega til himins; þér vaxið í náð og þekkingu á sannleikanum, og guð mun gefa yður vizku eins og hann gaf Daníel vísdóm. 'Þá munduð þér ekki æskja eftir að ganga brautir eigingirnis og sjálfs- nautnar. Qætið allrarhófsemi og álitið þau lög heilög, er drottinn hefir ákveðið að ráði í líkama yðar. Guð á tilkall til hæfileika yðar og krafta. Þess vegna er kæruleysi og van- ræksla á lögum heilbrigðinnar synd. Því betur sem þér fylgið lögum heilbrigðinnar, því fljótar þekkið þér freistingarnar og getið séð við þeim, þér fáið þá fyllri skilning á gildi þess, sem eilíft er. Quð hjálpi yður til að nota þau tækifæri sem allra bezt, sem þér hafið nú, svo þér daglega vinnið nýjan sigur og að lokum getið inngengið í guðs ríki, með jaeim, sem hafa sigrað fyrir blóð lambsins og fyrir orð vitnisburðar síns. — e. Kvöldvers. Nú líður dagur, ljósið hverfur bjarta, á láð og himin breiðist myrkrið svarta. Ó, vertu, drottinn, vörður minn í nótt; í verndarskjóli þínu’ eg blunda rótt. Jónas Jónsson.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.