Frækorn - 16.09.1910, Side 7
FRÆKORN
127
fiíkami mannsins.
c^s
IV. Efnaskiftingin.
Hylfin eru þess eðlis, að þau geta
tekið við efnum, að utan, breytt
þeim og látið þau frá sér aftur,
þegar þau hafa komið að notum.
Við þetta verða hylfin fær um að
vaxa, æxlast, taka á sig nýjar mynd-
ir og framkvæma annað hlutverk
eða aðra vinnu.
Sérhvert lífsmerki, sálarlegt eða
líkamlegt, er vinna.
Til þess að framkvæma hana,
þarf afi, sem er notað; það miss-
ir sína fyrirmynd og fær nýja mynd
á sama hátt, sem hitinn verður not-
aður og breytist við notkunina í
hreyfingu.
En eins og við getum ekki talað
um skynsemi, tilfinning eða vilja
nema þannig, að það sé bundið
við lifandi verki og starfi í henni,
eins getur afl ckkl komid fyrir nema
í samba/idi við efni, þar se/n það
starfar.
Þegar sagt er, að líkami okkar
noti til sinnar margvíslegu vinnu
svo eða svo mikið afl, þá er það
alveg sama sem að hann noti svo
eða svo mikið efni.
En {eins og kola- og vatns-brúk-
unin í gufuvél) þýðir það ekki, að
þau verði að engu. Það þýðir ekk-
ert annað en það, að við brúkun-
ina eða við þá vinnu, sem líkams-
efnin hafa framkvæmt, hafa þau tek-
ið þeim breytingum, að þau eru ekki
að eins orðin óhæf til þess að þjóna
líkamanum við hans margbreyttu
lífsstörf, heldur mundu þau valda
tjóni og jafnvel dauða, ef þau bær-
ust ekki burt úr líkamanum.
Því er það skiljanlegt, að meðan
lífið varir, lætur líkaminn stöðugt
brúkuð efni frá sér út um hreins-
Unarfærin: húðina, lungun, nýrun
og þarmana, og að líkindum má til
fá endurbót með næringunni, ef
^ann á að haldast heilbrigður og
lifandi.
Eg get ekki gert lítilfjörlegasta
verk — ekki litið á hlut, ekki heyrt
hljóð, ekki hreyft fingur né deplað
sugunum — án þessað h'kami minn
brúki til þess nokkuð af efni sínu,
sem verður að endurbætast.
Þessi stöðugi missir efna, þ.
e. líkamshluta, og sú stöðuga
endurnýjun eða uppbót með
næringunni kallast efnaskift-
ing.
Meðan efnaskiftingin á sér stað,
lifum við; ef hún hættir, þá deyj-
um við; sé hún liætt, erum við
dauðir, og fari hún óreglulega fram,
erum við veikir.
Eigi efnaskiftingin að fara fram
reglulega og heilsusamlega, verður
næringarvökvinn að komast að
hverjum einstökum hluta í líkama
mannsins, af því að þangað sækja
vefur og líffæri endurnýjungar-efni.
Og þessi endurnýjung getur þvfað
eins átt sér stað, að hylfin sem líf-
færin eru gerð úr, myndist eða end-
urnýjist stöðugt.
Af því að næringarvökvinn kem-
ur frá blóðinu, er nauðsynlegt, að
hver hluti líkamans fái hreint, ljós-
rautt blóð eftir þörfum, að það
renni um blóðkerin í öllum hlut-
um líkamans, og að veggir hár-
æðanna geti Iátið næringarvökvann
síast í gegn nógu auðveldlega.
Blóðmyndunin og blóðrásin
verða því að fara fram eðlilega og
þau líffæri, sem vinna að þessu
(blóðrásarfærin, meltingarfærin og
andfærin) verða að vera í góðri
reglu.
Loks heimtar efnaskiftingin, að
næringarvökvanum, sem of aukið er,
og því af vefunum, sem búið er að
nota, sé komið burt. Eins og við
höfum séð hér á undan, fer hvort
tveggja út í blóðið, og vefirnir sem
brúkaðir hafa verið, berast síðan
burt gegn uin hreinsunarfærin, sem
áður voru nefnd.
B. Vinna og vinnufæri likamans.
Blóðið og hjartað.
Það er fyrst og fremst blóðið,
sem elur önn fyrir líkama okkar,
og það sýnir allur líkami okkar að
því leiti, sem í því eru ekki að eins
þau efni, sem eiga að enuurnýja
líkamann, heldur líka þau efni,sem
líffærin hafa eins og hafnaðogsem
hafa orðið eftir við efnabrúkunina.
Oegn um veggi magans og þarm-
anna sjúga mörgu, smáu sogæðarn-
ar upp mjólkursafann, sem ásamt
með lymfunni rennur ú t í stóra
blóðæð. Það er dökkt óhreint blóð,
sem mjólkursafinn hittir þar; það
blóð hefir farið um allan líkamann
til þess að gefa frá sér nýtt efni
og taka við þeim pörtum, seni hafa
ummyndazt við brúkunina, eti það
eru kolasýra og vatnsgufa, og eins
og það er nú, kemur það líkantan-
um að engum notum. Það gerir
lymfan heldur ekki né mjólkursaf-
inn. Allt má til að verða fyrir
endurnýjungu og hreinsun, til þess
að geta aftur veitt likamanum bvgg-
ingarefni.
Til þess að fá þessa endurnýjungu
og hreinsun, verður það að berast
til lungnanna. En í löngu og
þröngu leiðinni um allar æðarnar
og ósýnilegit hárkerin í líkamanum,
hefir hraði þess minkað, og þegar
það hefir nú þar á ofan fengið nýja
byrði, þar sem er lymfan og mjólk-
ursafirm, er óhugsandi, að það geti
komist hjálparlaust þangað, sem því
er ætlað. Og hjálpina vantar ekki.
Því að í líkama okkar er verkfæri,-
hjartað,- sem setur blóðið í hreyf-
ingu og kemur því á svo hraða
ferð, að það getur bæði runnið í
fjörugum og sterkum straumum um
stóru víðu æðarnar, og líka rutt
sér braut gegn um þrönga háranet-
ið og komist að hverjum einstök-
um bletti, svo að enginn hluti af
neinu líffæri er settur hjá, hversu
lítill, sem hann er; því að þar sem
það kemst ekki áfram, hættir efna-
skiftingin, þar er engin endurnýjung
og ekkert líf, þar myndast dauður,
kaldur blettur. Frh.
©íamlan eir, ldtún, kopar og blý
kaupir Vald. Poulsen, Hveríisg. 6.
Stórt uppóoð í Ooodtemplarahús-
inu þriðjud. 20. sept kl. 11 f. h.
mr BÚSTAÐASKIFTI ~m
eru kaupendur ámintir utn að tilkynna,
hér í bæ til afgreiðslunnar eða blað-
berans, en utan bæjar skriflega til af-
greiðslu blaðsins, Austurstræti 17, Rvk,
D. ÖSTLUND,