Frækorn - 12.10.1910, Blaðsíða 5

Frækorn - 12.10.1910, Blaðsíða 5
F R Æ K O R N 141 í mörgum útríkjum Bretaveldis er nú komin í lög heimild fyrir bæjarstjórnir og sveitastjórnir til þess að banna áfengissölu, hver í sinni sveit, og heimildin óspart notuð. Þess konar heimildarlög voru ný- lega (1908) samþykt í neðri mál- stofu þingsins í Lundúnum, en feld í efri málstofunr.i. Sama ár(1908) var stofnað nýtt alheimsfélag í þeim tilgangi að vinna að algerðu áfengis- banni (International Prohibition Confederation). Finnar hafa tvisvar samþykt lög um algert áfengisbann (bann gegn tilbúningi, innflutnmgi og sölu á- fengr? drykkja), en Rússakeisari neit- að um staðfestingu. Það vakti eftirtekt um allan heim, þegar alþingi íslendinga 1905 ákvað að leggja áfengisbann undir atkvæði þjóðarinnar og selja henni sjálfdæmi; eg dvaldi í útlöndum veturinn eftir og varð þess greinilega var. At- kvæðagreiðslan hér 10. september 1908 fór svo, sem allir vita, að mikill meiri hluti þjóðarinnar tjáði sig með- mæltan algerðu áfengisbanni. Þess vegna samþykti alþingi 1909 lög um aðfíutningsbann á áfengi. Þessi merku lög — sem þegar eru orðin heimskunn — staðfesti kon- ur.gur vor 30. dag jtilímánaðar 1909. Fám dögum síðar gerðust mjög markærð tíðindi í Svíþjóð. Þar hófst um þær mundir geysilegt verk- fall, eitt hið mesta, sem sögur fara af; mestur hluti verkamanna í bæj- unum hætti allri vinnu, heimtaði kaup sitt hækkað. Miklum verkföllum fylgir að jafn- aði miki! óregla; drykkjuskapur eykst, svo að geðæsingin vex og verður að tryllingi; þar af gerast ryskingar og áflog og allskonar hryðjuverk og loks blóðugir bardagar milli verka- manna og herliðsins. Nú er Svíþjóð eitt hið mesta bind- indisland í heimi. Þar eru inörg stór bindindisfélög. Ooodtemplar- reglan ein á þar um 200 þúsund félaga (íbúatalan er rúmar 5 milj- ónir). I landssveitum er það víða mjög lítið um áfengisnautn, af því að áfengissalan hefir verið heft með lagahjálp. En í bæjunum er alstað- ar selí áfengi og þar er mikill drykkju- skapur þrátt fyrir öll bindindisfé- lögin. Þess vegna óttuðust allir, að verk- fallið mundi nú auka drykkjuskap- inn og af því leiða blóðugar róst- ur og borgarstríð. Þávar það, að bindindismenn fóru þess á leit við ríkisstjórnina, að hún bannaði alla sölu áfengra drykkja, meðan á verkfallinu stæði. Verkmann- afélögin studdu þessatillögu. Stjórnin félst á hana. Svona vildi það til, að fám dög- um eftir að konungur vor staðfesti aðflutningsbannlögin, var alt í einu tekið fyrir alla sölu áfengra drykja í Svíþjóð. Þetta bann var í gildi fri 4. ágúst til 6. sept. 1909. Og hvernig fór? Það fór svo, að drykkjuskapur hætti í einu vetfangi. 1 bæjum þar sem öflug bindindisstarfsemi hafði ekki megnað að minka drykkjuskap- inn neitt að ráði á heilum manns- aldri, þar gat bannið afmáð hana svo að segja á einu augnabliki. Þessar tölur eru talandi vottur: f Stokkhólmi voru settir í fangelsi fyrir drykkjuskap. júlí ágúst september 1908 . . 1167 1549 1581 1909 . . 1171 168 1651 Bannið byrjaði 5. ágúst; fyrstu 4 dagana(l. 4.)voru 152 menn teknir fastir fyrir drykkjuskaparólæti, en frá þeiin 5. til mánaðarloka ekki tiema 16. Þessu orkaði bannið. Alstaðar ríkti friður og spekt. Allur heimurinn horfði með undr- un á þennan viðburð. Þegar bannið var afnumið, hófst drykkjuskapurinn aftur með öllum sínum illu afleiðingum. En þetta mánaðarbann hafði vakið þjóðina. í sænska þinginu voru bornar upp inargar tillögur, þar á meðal tillaga um undirbúning héraðasam- þyktalaga og önnur, sem fór fram á að undirbúa lög um algert áfengis- bann. Báðar þessar tillögur voru tafarlaust feldar í efri deild þingsins, því að þar ráða auðmennirnir einir öllu. En neðri deild, deild alþýð- unnar, samþykti í einu hljóði að taka þær til greina. í bindindisfélögunum sænsku eru samtals um 400 þúsund manns,- Þau gengust nú fyriralmennri at- kvæðagreiðslu um algerl áfengis- bann og höfðu til þess mikinn undir- búning því til tryggingar, að at- kvæðagreiðslan yrði ekki véfengd. Hins vegar var nú hafinn hin æst- asta mótspyrna mót bannlögum af hendi afturhaldsmanna ogauðmanna, sem hafa áfengissölu fyrir gróðaveg. Samkvæmt síðasta fólkstali eru í Svíþjóð 3,387,964 fulltíða manneskj- ur 18 ára og eldri. Þær áttu allar að greiða atkvæði, jafnt konur sem karlar. Þessari miklu atkvæðagjeiðslu er nú lokið. Hún fór svo, að fullur meiri hluti, 54 af 100, eða samtals 1,845,240 gre'ddu atkvæði meðalgerðit áfengis- banni, en móti því greiddu atkvæði 16,471. Þeir voru 1,526,244 sem ekki vildu greiða atkvæði, eða þá að ekki náðist til þeirra. Stjórnin hefir nú skipað nefnd til að íhuga breytingar á skattalöggjöf- inni til undirbúnings fyrir bannlög, því að allir búast við aðþeirrageti nú ekki orðið mjög langt að bíða. Það er mælt, að konungur þeirra Svíanna sé hlyntur þessu máli, og þá ekki síður konungsefnið, Oústaf Adolf; hann kom fyrir skömmu á sumarþing goodtemplara í Suður- Svíþjóð og setti þingið með ræðu, sem mikla athygli hefir vakið. Hann sagði þar meðal annars: »Jag tvekar ieke att pástá, att det folk, som först befriar sig fran sprit- ens skadliga indflytelser, det har dár- með skaffat sig betydligt försteg fram för andra nationer under den visserligen öfverviigende íredliga, men dock intensiva kampen förtill- varon. |ag hoppas, at det skal bli várt folk, som först vet att förskaffa sig det öfvertaget!« [Á íslenzku: Eg er þess fullviss, að sú þjóð, sem fyrst verður til þess að bjarga sér undan skaðlegum áhrifum áfeng- isins, hún mun fyrir þá sök standa miklu betur að vígi en aðrar þjóðir í baráttunni fyrir lífinu, þessari bar- áttu, sem að vísu mestmegnis er friðsamleg,en þó svo hörð. Eg vona

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.