Frækorn - 12.10.1910, Blaðsíða 4
140
F.RÆKORN
mennings. Margt er hsegt að segja
ritinu tii meðmælingar: Hér talar
ekki einasta einhver allra lærðasti
læknisfræðingur landuns, heldur líka
sá, sem lag hefir á því að skrifa
fyrir alþýðu flestum mönnum betur;
í kverið er safnað í stuttu máli hinu
bezta, sem menn vita um áfengis-
og bindindismálið, svo að hver
maður hefir í ritinu lítið forðabúr
til að grípa í, þegar um það mál
er talað eða ritað; hér er um þann
fróðleik að ræða. sem enginn ís-
I ndingur nú á dögum má vera
óvitandi um. Og mikilsvarðandi
þjóðmál á að njóta alls ágóða af
sölu ritsins; þjóðmál, sem landlækn-
ir hefir borið umhyggju fyrir frá
fyrstu síundu, þjóðmál, sem — eins
og bindindismálið — á honum afar-
mikið að þakka, þar sem er heilsu-
hœlismálið. »Allur ágóði af þessari
bók rennur til Heilsuhælisins á Vífil-
stöðum*.
Vér þökkum bæði höfundi og
útgefanda fyrir þetta þarfa rit og
vér segjum við aila:
Kaupið, lesið, hugleiðið.
Sigurbjörn Sveinsson: Engil-
bömin,32 bls. æfintýri með
myndum. Bókaverzlun Sig-
fúsar Eymundssonar.
Sigurbjörn Sveinsson er kunnur
áður af ágætum söguni, og þetta
litla kver, sem nú er útkomið, er
fyrirtaks barnabók. Hann er þeirri
gáfu gæddur, að rita við barnanna
hæfi, og því eru ætíð lesendur til,
þegar eitthvað kemur út eftii hann.
Alt, sem hann ritar, ér göfugt og
gott.
Enginn, sem á börn, ætti að spara
við sig þá 25 au., sem kver þelta
kostar. Þeir aurar veita börnununl
skemtandi og göfgandi stundir, sem
enginn sér eftir að hafa gefið þeim.
Biridindi og bannlög.
[Kafli úr hinu nýprentaða riti eftir Gúð-
mund Björnsson landlækni: Um áfengis-
nautn sem þjóðarmein.]
Áfengisnautnin er orðin svo al-
menn um allan, heim að bölið, sem
af henni leiðir, er talið eitt hið mesta
mein vorra tíma, ein hin mesta kyn-
spiilingarhætta, sem mannkynið hefir
nokkru sinni ratað í.
Ár frá ári vex skilningurallra ment-
aðra þjóða á þessu meini og þá líka
óttinn, og því næst löngunin til að
bæta bölið.
Á ofanverðri 19. öld lifðu allflestir
í þeirri trú, að ekki þyrfti annað
en fræða allan lýð um skaðsemi á-
fengisnautnarinnar, þá mundu allir
smámsaman af frjálsum vilja hætta
að neyta áfengis, eða neyta þess í
hófi, svo að ekki kæmi að sök. Menn
héldu þá flestir, að »bindindið«
mundi reynast örugt ráð við áfengis-
bölinu.
Sumir menn eru mjög fljótir að
átta sig á öllum nýmælum og skapa
sér skoðun á þeim. Það getur verið,
að þeir séu stundum of fljótir. Eg
játa það, að mér er ekki laginn þessi
fiýtir.
Eg hef ekki hug ii! að greiða at-
kvæði um mestu vandamál mann-
kynsins án þess, að gefa nánar gæt-
ur að því, hvað gerst hefir og er
að gerast í heiminum.
Það varum réttaleitið haustið 1898
að bindindismenn í Reykjavík sendu
til mín með þessi skilaboð: »Þú
ert uéraðslæknirinn okkar, þér er
skylt að segja okkur og öðrum,hvaða
dóm læknísfræðin leggur á áfengið«.
Mér brá við þessa spurningu. Eg
var ekki bindindismaður og hafði
aldrei hugsað ítarlega um áfengis-
málið, en svo mikíð vissi eg, af 4
ára læknisreynslu, að það var alvar-
legt má!. »Eg finn að mér er skylt
að svara ykkur«, sagði eg við sendi-
manninn, »en þið verðið að bíða
eftir svarinu«. Síðan varði eg öll-
um tómstundum mínum og mörg-
um næturstundum í þrjá munuði
til þess að afla mér fróðleiks úr öll-
um áttum um áfengisnaumina og
afleiðingar hennar, og til þess að
gera upp í milli þeirra mismunandi
kenninga, sem þá bar mest á. Á-
rangurinn af þessari rannsókn minni
og samvizkusamri umhugsun kom
fyrir eyru almennings í fyrirlestri
mínum »Um áfenga drykki« á
2. dag jóla 1898 og stendur hann
óbreyttur fremst í þessari bók.
Eg komst þá — 1898 — að
þeirri niðurstöðu, að bindindið mundi
aldrei megna að útrýma áfengisböl-
inu, að »flaskan væri sterkari en
bindindið«, og meðan áfengið væri
alstaðar á boðstólum, mundi þess
alstaðar verða neytttil mikilla muna
og mikilla meina; eina óbrigðula
ráðið til þess að útrýma afengis-
bölinu væri því, að hefta tilbúning
þess, sölu og innflutning, eins og
goodtemplarar höfðu fyrir löngu
hugsað sér.
Þessi skoðun átti þá freniur fáa
ylgjendur.
Síðan eru liðin 12ár. Eftirtekt allra
þjóða á áfengisbölinu hefir stórum
aukist og glæðst ár frá, ári og al-
staðar er sú skoðun að ryðja sér til
rúms, að bindindið muni aldrei ráða
niðtir lögum áfengisnautnarinnar,
aldrei verða annað en nauðsynlegur
undirbúningur undir bannlög.
Fyrir tæpum 60 árum var bann
gegn tilbúningi og sölu áfengra
drykkja í ríkinu Maine, sem er eitt
af Bandaríkjunum í Vesturheimi.
Þeir gítu ekki bannað innflutning
áfengis (að menn »pöntuðu« sér á-
fengi úr öðrum ríkjum) — það vildi
sambandsstjórn ríkjanna ekki leyfa,
En lögin liafa þó komið að mikl-
um notum; þess vegna eru þau enn
í gildi, og þess vegna hafa hin smá-
ríkin mörg einnig lögleitt vínsölu-
bann, hvert á fætur öðru; er nú al-
gert sölubann léitt í lög í 9 af Banda-,
ríkjunum, en í þeim 9 ríkjum lifir,,
hér um bil helmmgur allrar þjóð-
arinnar. Og mest fylgi hefir bann-
stefnunni hlotnast þar, sem annar-
staðár, á síðasta áratug.
Það er kunnugt hér á landi, að
goodtemplarreglan setti sér frá önd-
verðu að markmiði »skýlaust forboð
gegn tilbúningi, innflutningi og sölu
áfengisvökva til drykkjar«.
En mörgum mun ókunnugt, að
einmitt fyrir þessa stefnu sína er
goodtemplarreglan nú orðin vold-
ugasta og mest metna bindindisfélag
í heimi og í röð hinna merkustu
alheimsfélaga, þeirra er vinna að fram-
förum mannkynsins. Hvarsem hún
heldur heimsfundi sína, er henni
sýndur hinn mesti sómi af háum og
lágum.