Frækorn - 12.10.1910, Blaðsíða 8

Frækorn - 12.10.1910, Blaðsíða 8
144 F R Æ K O R N arborg dæmt Vanderbill í 14,400 kr. skaðabætur fyrir vikið. Aldingarðurinn Eden. Enskur vísindamaður þykist hafa fundið, hvar hann lá, og er bent á stað milli ánna Evfrat og Tigris, norðaustan við Arabíu. — Tyrkir ætla nú að leggja járnbraut þangað og hyggja, að jaað fyrirtæki verði arðvænlegt, — — flestir muni vilja »fara í Paradís«. Portúgal. Blóðug uppreisn þar. Manúel konungur (21 árs ungl.) og ekkju- drotningin flúin. Portúgal Iýst lýðveldi. Portúgalsmenn myrtu fyrri kon- ung sinn og krónprinz fyrir tveim árum, er þeir óku í vagni um stræt- in í höfuðborginni. Þá slapp Man- úel undan morðkutanum við illan leik og varð konungur. Góð viðurkenning. Um hið nýútkomna sönglagasafn »Organtónar« segir Söngvinur í »Lögréttu« 1. þ. m. meðal annars: »Þegar menn Iíta á heftið í fljótu bragði, hlýtur það að vekja ánægju, hve myndarlega það er úr garði gert að öllum ytri frágangi. Það ber Iangt af því, sem við eigum iðulega að venjast frá Danmörku og stendur ekkert að baki því vand- aðasta, sem berst hingað frá Þýzka- Ianai. Pappírinn er ágætur og prentið alstaðar skýrt og lýtalaust. Þetta eru svo mikil viðbrigði frá því, sem við höfum átt að venjast áður, að vert er að geta þeirra. Hr. David Öst- lund hefir nú að nýju aflað sér á- halda til nótnaprentunar. Prenísmiðja hans eyddist af eldi í vetur, sem kunnugt er. Þetta er lyrsfa bókin, sem eg hef séð frá þessarri prent- smiðju hans, og hún er prentsmiðj- unni til sóma. Með áhöldum af þessari gerð er sjálfsagt ekki hægt að gera betur.« Eftir þessu ætti öllum að vera óhætt héðan af að snúa sér að prentsmiðju þessari með verk sín og sérstaklega nótnaprentun. Heita sundlögin við Reykjavík. Það þótti gleðifregn sundmönn- um, hinum ungu sérstaklega, þá er vatnsleiðsiunni var þann veg fyrir- komið, að þvottaskolpinu var ekki lengur veitt í sundlögina, heldur hreinu vatni, heitu og köldu, eftir þörfum. í sumar var talsverð sókn til laug- innar, en aðallega voru það börn. Það var tiitölulega fátt af fullorðnu fólkí. Börnin kunna að meta sund- laugina að verðleikum en liinír full- orðnu þurfa endilega að vakna upp til þess að sjá og nota þau gæði, sem hún hefir að bjóða. Sundkensluna hefir hr. Páll Er- lingsson (bróðir Þorsteins skálds) stundað með árvekni og dugnaði. Páll er lipurmenni og honum ferst verk sitt vel. Vér leyfum oss að mælasembezt með sundkenslunni og böðunum. Sundlögin verður opin að minsta kosti allan októbermánuð. Saumastofa. f> Undirritaðar taka að sér að saunia karlmannaröt, peysuföt, barna- föt og nærföt. Verk vandað. Lágt verð. Helga Guðmundsdóttir. Guðrún Guðmundsdóttir. Vatnsstíg 10. r»j 0 PrGntsnliðja D. Ostlunds Austurstneti 17, Reykjavík, leysir af hendi allskonar prentun, svo seni Sönglög, Bœkur, Blöð, Ritlinga, Brúðkaupsljóð, , Erfiljóð, / teillaóskakort, Bréfhausa og Umslðg, Reikninga, Kvittana-eyðublöð, Götuauglýsingar, Kranzborða o. m. fl. Alt verk vandað. en þó mjög ódýrt. Forskriv seív ' Deres Klædevarer direkte fra Fabrik. Stor Bespa- relse. Enhver kan faa tilsendt portofrit mod Efterkrav4 Mtr. 130 Cir.i. bredt sort, blaa, brun, grön og graa ægtefarvet finulds Klæde til en ele- gant, solid Kjole eller Spadser- dragt for kun 10 Kr. (2.50 pr. Mtr). Eller 3l/4 Mfr. 135 Ctm. bredt sort, mörkeblaa og graanistret moderne Stof til en solid og smuk Herre- klædningfor kun 14 Kr. og 50 Ore. Er varerne ikke efter Önske tages de tilbage. AARHUS KLÆDEVÆVERl, Aarhus, Danmark. Samkomur. Sunnudag kl. 6,30 síðd. i Silóam. Inn- gangur frá Bergstaðastræti. David Östlund.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.