Frækorn - 14.10.1910, Qupperneq 5
F R Æ K O R N
149
r
Islenzkar myndir.
IV. Árnesstapi. (Sjá bls. 145).
í þetta sinn sýnum vérstórmerki-
lega mynd, þar sem er hinn svo
nefndi Árnesstapi. Ýmsar tröllasög-
ur ganga um þenna einkennilega
dranga. Og er auðvitað ekkert und-
ur að þjóðtrúin hafi búið til slíkar
sögur.
Það er mjög mikið mannsbragð
á myndinni og þegar stærð drang-
ans er borin saman við myndina af
ferðamanninum, sem tekur ofan fyr-
ir þessum íslenzka jötni, þá er öll-
um Ijóst, hvílík furðumynd hann er.
V. ísafjörður.
Þriðji stærsti kaupstaðurinn á landi
liggur djúpt niðri milli hárra fjalla,
nýtur ekki mikillar sólar á vetrar-
tíma. Og fjöllin eru gróðurlaus og
hrikaleg, og í bænum finst mörgum
eins og maðurværi kominn niður í
mógröf. Samt sem áður er hann
í augum ísfirðinga og jafnvel fleiri,
»einhver fegursti bærinn á landinu«,
enda er húsaskipunin góð og höfn-
in ágæt. Vik það, sem skerst inn
til hægri handar, heitir »Pollur«.
G-ull og demantar.
Svo lengi sem sögur fara af mann-
kyninu, hefir gullþorstinn verið
tryggur föruitautur þess.
Og óteljandi eru þeir glæpir, sem
af honum hafa leitt á öllum öldum.
Til þess að svala þessum óslökkv-
andi þorsta hafa menti ekki látið
sér neina hættu í augum vaxa, hvort
heldur þær hafa stafað frá hendi
náttúrunnar eða af hálfu villimanna,
þar sem gullð hefir verið að fá.
En sökum þess, hve tiltölega lítið
hefir verið til af gullinu á öllum
tímum, hefir lengi vakað fyrir mönn-
um, að reyna að búa það til úr ó-
dýrari málmum.
Það var þó einkum á tniðöldun-
um, að menn fengust vlð að búa
til gull; því þeir hugðu, að það
væri mögulegt að búa þ;:ð til,hepn-
aðist mönnum að eins að finna
hin réttu efni og setja þau svo sam-
an á réttan hátt. Eu alt til þessa
dags hefir mönnum ekki tekist að
finna hin réttu efni.
En enda þótt þeim tækist ekki
að biia til gullið, hefir geysimikill
árangur orðið af starfsemi þeirra,
því gullgjörðartilraunir miðalda-
manna var móðir efnafræði vorra
tíma. Og hún mun hafa miklu
nieiri blessun í för með sér, en gullið
mundi hafa haft, þótt það hefði
tekist að framleiða það úr því nær
verðlausum efnum.
Nú á seinni öldum töldu flestir
efnafræðingar óhugsandi, að hægt
væri að búa til gull, sökum þess,
að það væri efni út af fyrir sig.
En nú eru ýmsir vísindamenn á
þeirri skoðun, að gull sé samsett
úr ýmsuni efnum ekki frumefni
og reynst það rétt, eru allmiklar lík-
ur til að mönnum takist einhvern-
tíma að búa gullið til og láta þannig
rætast hinar kærustu vonir miðalda-
manna. En mundi nú gullgjörð