Frækorn - 22.12.1910, Blaðsíða 3

Frækorn - 22.12.1910, Blaðsíða 3
F R Æ K O R N 179 vorum vér, sem kristnir nefndumst, dauðir í syndum og yfirtroðslum. Við endurfæðinguna af heilögum anda skóp guð í oss nýtt hjarta. Það er duiarfult, en jafn áreiðanlega virkilegt fyrir það. Líf hjarta vors er Kristi svo sameinað og bundið og fær svo algjörlega alt magn sitt frá honum, að postulinn getur lýst því með orðunum: »falið með Kristi í guði«. Rætur eplatrésins dyljast sjónum vorum; í kyrþey teygja þær sig nið- ur í moldina og þreifa fyrir sér eftir vökva og fæðu, til að flytja hvorttveggja upp til greina og blaða. Á sama hátt læsa rætur trúarinnar hjá endurfæddum manni sig inn til Krists og leita sér þar andlegrar fæðu. Eins og líkami vor heldur krafti sínum við nautn hins daglega brauðs, eins fær sál hins endurfædda alla fæðu sína frá Jesú, sem er »lífsins brauð«. Hinn sanntrúaðí kennir þess, að hjá Jesú fær hann eigi e'nungis fyrirgefninguna og friðinn, heldur tinnig kraftinn ti! að standast freistingar. Honum lærist, hve indæll sá félagsskapur hans er við herra sinn, og svo innilega er hann tengdur Kristi, að hann á tím- um efa og vanda þarf að eins að spyrja: »Hvað vilt þú að eg gjöri, drottinn minn?« Dyggur, einhuga kristinn inaður siglir eigi ávalt um sléttan sjó, en krafturinn hið innra er yfirsterkari öllum mótvindi. Fellibyljir mótlæt- isins geta á stundum svift kristinu mann öllum eigum hans, en hon- um er þó jafnan eftirskilinn fólginn fjársjóður, hin dýrðlega meðvitund um það, að með honum er sá, sem heimurinn getur hvorki gefið né tekið. Hið sanna og sæla kristilega líf er slíkt innra samfélag við Jesú, svo að hinn trúaði getur sagt: »Eg •ifi, Þó ekki framar eg, heldur lifir Kristur í mér*1, lífið, sem eg nú lifi í holdinu er líf í trú, í trúnni á guðs son, sem elskaði mig og gaf sjálfan sig út fyrir mig. Þessi trú er meira en hyggja ein eða til- finning. Hún er hald vort á Kristi og hald hans oss. Sáluhjálpleg trú 1) Oal. 2, 20. er sameining sálar vorrar viðjesúm Krist. Kristna trúin er máttugust allra andlegra krafta, af því að hún flytur alvaldan arottin Jesúni Krist inn í sálir vorar, sem íbúandi ná- lægan almættiskraft. Það var ekk- ert hégómamál hjá Páli postula, er hann sagði: »Alt megna eg fyrir hans hjálp, sem mig styrkvan gjör- ir«l. Páll viss: á hvern hann trúði. Þegar eg var unglingur, þá heyrði eg sagt um endurfædda menn, að þeir hefðu »reynt trúna á sjálfum sér«. Það er ágætt orðtak, það borgar sig ekki að hafa trú, sé hjart- að ekki búið að reyna hana og prófa. Vesalings ýlustráin í kirkj- um vorum hafa lííið sent ekkert af slíkrr trú að segja. Þeir hafa sagt sig í félagsskap við kirkjuna2, en ekki sagt sig í félagsskap við Krist. Ef þeir hefði einliverju sinni reynt á sjálfum sér, að Kristur var kom- inn inn í hjarta þeirra, ef þeir hefðu kent endurfæðingarinnar af heilög- um anda, þá breyttust þeir ekki alt í einu í gjálíf veraldarbörn, aura- dýrkendur og kjarklausar bleyður, það væri þá ekki eins tuikið t.i af þessum ógeðslegu andlegu krypp- lingum. Kolalaust gufuskip erósjálf- bjarga á öldunt hafsins. Tómur poki stendur ekki upp á endann. Það er ofdirfskuráð að ganga í samband við kirkjuna án hjartasam- bands við frelsarann, að reyna að lifa án andvatpa bænarinnar, ándag- legrar fæðu heilagrar ritningar, að hcyja stríðið við satan með grönnu grenipreki, en ekki með sverði and- ans, — í stuttu máli, það er hræði- legt ofdirfskuráð, að reyna að telj- ast kristinn án Jesú Krists. Til þess að rtsa upp á móti hverjum þeim straum í mannfélaginu, er fjarlæg- ist guð og heilagleikann, til þess að beygja ekki bakið fyrir auðnum og valdinu, hvað sem það kostar, til þess að yfirbuga holdlegar fýsnir, til þess að halda í skefjum óstilt- um geðsmunum, til þess að kefja sjálfselskuna, til þess að beina allri hyggju vorri og áformum, beita 1) Filipp. 4, 13. 2) Höf. er amerískur. öllum gáfum vorum og áhrifum bræðrunum til góðs og drotn: til dýrðar, — til þessa þarf meiri mátt, en nokkur hjálparvana maður hef- ir. Til þess þarf Jesús Kristur að vera í sálunni. Stjórn Krists á oss, hún ein og ekkert annað gefur oss stjórnina yfir sjálfum oss, og mátt- inn yfir völdum myrkranna og hel- vítis. Það er leyndardómur hivts styrka og glaða Iífs. Slíkt líf ber vitni urn sjálft sig. ÞóU hið innra samband hir.s trú- aða við endurlausnara sinn sé ósýni- legt, þá eru hinar ytri verkanir þess máttugar, sjáanlegar, áþreifanlegar öllum mönnum. Eins og vér sjá- um kolaágjöfina og kraft hinnar huldu vélar af hraða gufuskipsins, eins getum vér lagt á met þroska og styrkleik trúrækninnar hjá hverj- um manni af daglegu lífi hans. Ytra líf vort nær aldrei meiri fuilkomn- un en hið innra, sá sem ekki hef- ir Krist í samvizkunni, mun ekki heldur hafa hann í dagfarinu. Kirkju- maðurinn, sem ekkert hefir til Krists að sækja í launklefanum, hefir lícið út að láta af honum í ahnenningi. Hið hulda líf eplatrésins brýzt út í Ijósum blöðurn og gullnum ald- inum. Hið »falda líf með Kristi- hefir ótal vegu og myndir til að sýna sig. Það kemur fram hjá verzlunarmanninum, sem mælir vör- ur sínar á stiku heilagrar ritningar, það kemur fram hjá þingmannin- um, sem heldur vill missa kjördæm- ið en guðs náðarauga, hjá kjósend- anum sem lætur vilja drottins síns ráða atkvæði sínu, hjá prestinum, sem sálirnar eru kærari en kaupið. Móðirin sjnir það þegar hún leit- ar fyrst ríki himnanna fyrir börnin sín, og dóttirin birtir það, þegar hún kýs heldur að sitja við rúm- stokk sjúkrar móður, en fara á kvöldskemtan. Ekkert líf er svo lítilmótlegt og auðvirðilegt, að eigi geti staðið ljómi af því, ef Kristur fær að skína út frá því. Vinur minn, ef Kristur er falinn með þér, láttu hann þá ekki vera falinn fyr- ir heiminum umhverfis þig. Þú átt að vera vottur hans. Hin allra kröftugasta prédikun, sem engin vantrú getur hrakið, er hin daglega

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.