Frækorn - 22.12.1910, Side 5
F R Æ K O R N
181
En þessar umbætur stafa þaðan,
að mikilmensku og samkepnishugur
er vaknaður hjá pjóðinni. Þeir sjá
það t. d., að þjóðin nýtur sín ekki
að veg og völdum, meðan ópíums-
reykingarnar, drepa dug og dáð úr
landsins börnum. Svo er varið þess-
um umbótarhug.
En þessar umbætur, sem verið er
með, duga þjóðinni ekki nema á
hálfa leið. Það er lifandi trú sem
mest og sárast vantar þar í landi.
Og það er trúin, sem Jesús Kristur
kendi.
Skurðgoðadyrkunernú orðið frem-
ur í rénun hjá almenningi, og heldur
er hjátrúarvillan að eyðast fyrir áhrif-
um fagnaðarerindisins. En svo fram-
arlega sem Kínverjar eiga að verða
voldug og göfug þjóð, þá þarf trúarlífið
að komast inn í hjartað með sínum
hreinsandi og helgandi krafti frá
himni.
Skurðgoðadýrkunin á engan þann
kraft í sér, að mannslundin betrist
og helgist. Því er það, að Kínaveldi
getur eigi náð neinum verulegum
framförum og sannarlegum þjóðþrifT
um með öðru móti en því, að trúar-
lífið í landinu gjörbreytist.
Kristindómurinn er eina vonin fyrir
Kínaveldi, fagnaðarerindið umJesúm
Krist.
Við, sem erum hér í kristniboðs-
starfinu, horfum daglega upp á svo
mikinn sjúkdóm, sjáum svo mikla
eymu, heyrum svo mörg hörnning-
aróp. Og hjartanlega lofum við þá
guð fyrir það,að við hlýddum köll-
un hans, og tókum handleiðslu hans,
að verja lífi voru í drottins þjónustu
í Kína.
Og við hugsum til þess, hvað
verkefnið er hér rnikið fyrir kristni-
boðana. Hvtö við gætum komið
mörgum skólurn á laggirnar! Hvað
mörgum sjúkrahúsum við gætum
komið á fót! Hvað margar og
margar þúsundir vildu með fögnuði
heyra boðskapinn! Bara, bara, að
það væru fleiri kristniboðar! — Og
svo að hugsa sér, hvað margar mil-
jónir manna það eru, sem aldrei
hafa heyrt eitt orð um Jesúm Krist!
Og þá hryggjumst við í okkar hjört-
um yfir því, að í alkristnum löndum
skuli vera menn þúsundum, þúsund-
um saman, er lifa lífi sínu án þess
að hafa nokkuð æðra takmark fram
undan, hugsa bara um munn og
maga, og láta lífið hossa sér,en hirða
eigi um heill og þarfir heiðingjanna.
Ogá hverju ári deyja miljónir manna,
er þekkja ekkert til Jesú Krists, og
að hann er alheimsfrelsarinn. Og
þessar miljónir verðaað lifa og deyja
vonarlausu lífi,
Og enn verð eg að minna á
hrópið sem kemur frá Kína. Land-
ið hrópar á Krist og hans fagnaðar-
boðskap. Það er hróp frá ógur-
legum manngrúa. Og þetta fólk,
sem enginn fær tölu á komið, lific
í óumræðanlegri neyð.
Það er sennilega ekki nokkur þjóð
í heimi sem jafnmikið verður að
kveljast í höndum hinna fáránlegustu
skottulækna og vesalings Kínverjar.
Fjórði hluti alls uiannkynsins á
ekki annað framundan sér en grafar
myrkrið, því að ekki hafa þeir menn
heyrt um hann getið, sem einn
getur brotið brodd dauðans.
Fjórði hluti mannkynsins bíður
og bíður. Kínverjar bíða frelsarans
Jesú Krisls. Og hann hefir svo
lengi biðið eftir þeim.
Verkefnið er mikið, ogfyrir miklu
er að gangast. Það er svo sem
ekki í kot vísað fyrir kristniboðana
í Kína. Þjóðin á yfirburða merka
sögu. Hún er grónust allra þjóða
Austurlanda. Sannarlega má því
mikið í sölurnar leggja til þess að
vísa þeirri þióð veginn til Krisls.
En svo er það önnur hrópandi
rödd, sem nær eyrum vorum. Henn-
ar gætir enn meir en neyðarópsins
frá manngrúanum ótölulega. Og
þeirri ísropandi rödd verður enn
síður staoið á móti. Það er hin
hrópandi rödd Krists sjálfs til allra
sinna játenda. »Opnu dyrnar« inn
til heiðnu þjóðanna Um víða veröld
hljóta að vera stórt og alvaríegt
íhugunarefni fyrir hvern kristinn
mann.
Hrópandi röddin sú kallar á hjálp
og hluttöku allra þeirra, sem bera
kristið nafn.
Við biðjum og grátbænum í Krists
nafni alla játendur hans, að beina
nú augum sinum til Áusturlanda,
og horfa fastlega og með innilegri
bæn á akrana sem eru »hvítir ti
uppskeru* í hinu inikla Kínaveldi,
með hjartað í algerðri undirgeftii,
svo sem hjá hinum forna spámanni
er mælti:
Drottinn, hér er eg, send þú
mig! Jes.6,8. N. K
Davíðs sálmar.
Hvern sálminn ætti maður að lesa
f þrumuveðri? Þann 18.
Hvern sálminn skyldi lesaá bjartri
ög heiðskýrri vetrar-nóttu? Hinn 8.
Hvern sálminn á vel við að lesa
eftir endurnærandi regn á eftir lang-
varandi þurrviðri? Þann 65.
Hverjir sálmarnir eru lofsöngs-
sálmar? Sá 113. og hinír fimm
næstu.
Hvenær voru þeir sungnir? Á
hinum miklu hátíðum Gyðinganna,
einkum eftir páskahátíðina.
Hvern sálminn hyggja menn að
vera sunginn við vígslu sfðara must-
érisins? Hinn 48.
I hverjum sálminum er talað um
miskunnsemi guðs, með sömu orð-
um 26 sinnum? í þeím 136.
Hvern sálminn vitum vér, aö satan
þekíi? Hinn 91; því hann tilfærðj
orð úr honum við freistinguna á
musterisbustinni.
Hvaða sálmar voru sungnir á
laufskálahátíðinm? Hinn 65. og 67.
Hvernig lýkur sálma-bókinni? Með
alsherjar samsöng allra radda og
öllum hljóðfærum.
Hvað er heilagleiki?
Oft er þetta orð misskilið og
ranglega notað,
Heilagleiki keínuraf orðinu »heill«
(»allur), og þýðir líka í anglosax-
nesku málunum heilbrigði, og eins
er í norðurlandamálunum, því að
vera »heilbrigður« þýðir að vera
»heill« heilsu.
Heilagur maður er sá, sem er
orðinn heilhjartaður og andlega
heilbrigður.
Guðs orð áminnir oss um að
sækjast eftir heilagleika, án hvers
enginn kann drottin að sjá.