Frækorn - 22.12.1910, Blaðsíða 7
F R Æ K O R N
181
Mundu ávalt, að það að tala er
ósegjanlega dýrmætt, en þögnin
hefir þó oft enn þá meiri þýðingu.
Vonastu ekki eftir of miklu af
öðrum, en mundu að allir menn eru
að náttúrunni vondir, og vér verð-
um að fyrirgefa og hafa umburðar-
lyndi, þar eð vér sjálfir oft þörfn-
umst fyrirgefningar.
Ávíta ekki, þegar þú ert reiður,
og vertu ekki hávær, þegar þú finn-
ur að við einhvern. Vektu kærleika
en ekki ótta, virðingu, en ekki
hræðslu. Mundu að umgengis vin-
ir þínir eiga sálir, sem þurfa að
búast undir eilífa lífið. i ■
Gleymdu ekki að bera fram í bæn-
um þínum alla liina mörgtf og lít-
ilfjörlegu smámuni, sem mæta í
daglega lífinu, og á einhvern hátt
óróa og þréyta þig; það getur ver-
ið óþægilegt tillit, óvingjarnlegt orð.
— Tala við guð úm alt. Þú get-
ur sagt guði alt, sem þú gætireng-
um manni sagt frá. Hann er svo
mikill og góður, að hann getur tek-
ið jafnvel jDÍnar minstu sorgir, og
það, sem meira er: hann getur og
vill hjálpa þér að bera þær, ef hann
sér þér hollara að frelsa þig frá
þeim undir eins.
Þú þarft aldrei að sjá eftir þeim
tíma, sem þú hefir varið tll bæna.
Uppreisn í Mexikó.
Voðalegt ástand hefir verið í
' Mexíkó í seinni tíð. Uppreisn
var gjörð gegn forsetanum Porfirio
Diaz og haldið var um tíma, að
hann væri myrtur. Foringi upp-
reistarmanna Madero, lét hrópa sig
forseta og gaf út auglýsingu um, að
útlendingar skyldu njót vearndar,
nýustu fregnir segja þó að Diaz
hafi tekist að bæla byltinguna niður.
Diaz er dugnaðarmaður og mik-
ill stjórnvitringur. Hann hefir verið
stjórnari Mexikó hin síðustu 30 ár.
Tolstoy.
Dánardagur Tolstoys var ekki 15.
nóv., eins og skýrt var frá í fyrstu,
heldur 20. nóv.
Eins og menn vissu, fór Tolstoy
að heiman nokrum dögum áður en
hann dó. Menn hugðu, að hann færi
til klausturs eins eigi allangt frá
Jasnaja Poljana. En þetta reyndist
rangt: Hann fór á leið til Kákasus,
til trúbræðra sinna þar. En á þeirri
leið varð hann veikur og varð að
leggjast fýrir á járnbrautarstöð, sem
Astapovo heitir. Hann hafði ofkælt
sig og var hlaupin í hann lungna-
bólga. Þangað sótti svo fjölskylda
hans til þess að vera hjá honum í
veikindum hans.
Síðustu orð hans voru: »Þaðeru
margar miljónir manna, sem þjást.
Hvers vegna eru þá svona margir
við rúmið mitt?«
Fá orð lýsa betur hugarfari Tolstoys
en þau orð gera.
Alberti,
fv. íslands-ráðherra, er dæmdur í
undirrétti í 8 ára hegningarhúss-
vinnu.
Konungaskífti i Siam.
Konungurinn í Síam, Chulalong-
korn, er látinn. Hann hafði mikil
mök við Evrópumenn og dvaldi
um nokkurn tíma í Kaupmannahöfn.
Hann var að ýtnsu letti góður kon-
ungur.
Hinn nýi konungur er sonur liins
dána; hann heitir Wajiravudh og
hefir fengið mentun sína á Englandi.
Vatnsflóð
áköf í Frakklandi. Signa og Rhón
hafa vaxið stórkostlega og gjört afar-
mikinn skaða.
Löfl
hefir norska stjórnin staðfest 2.