Frækorn - 22.12.1910, Síða 4

Frækorn - 22.12.1910, Síða 4
180 FRÆKORN prédikun grandvars, hógværs, styrks og ávaxtasams lífs. Kþ. „Innan skamms“. Eg veit ekki, hvort frelsari minn kemur á nóttu eða degi, f kvöldskugg- anum eða í döguninm. En eg veit, að hinn rólegi andvári, sem fylgir aftni heimsins, og kyssir Iiöin:i dag, ávalt hvíslar: hann kemur brátt. Eg veit ekki, nversvegna hjörtu vor gætu efast um fyiirheitin um komu hans; því undraverðir viðburðir eiga sér stað í unnvörpum, eins og mörg blóm, sem mæna til himins og vitna hátt: guðs sonur er nálægur. Eg hef ekki séð þá óviðjafnan- legu dýrð, sem Jesús hafði hjá föð- urnum, áðuren grundvöllur heimsins var lagður; en eg veit, að guðs börn, íklædd hinmesku yndi ódauð- leikans, skuiu upp rísa úr gröfunum. Og trúin er fullvissun, að mofgun upprisunnar er nálægur. Eg veit ekki, hvaða ár eða hvaða dag freis- ari minn kemur með þúsund sirm- um tíu þúsund engium; en eg veit, að jarðskjálftar og þrutnur, æðandi hafsbylgjur, tákn á himnum uppi og á jörðu niðri tala hátt í sálu minni og segja: endurlausnari þinn er ekki langt í burtu. Eg bíð með löngun eftir hinu eilíra, blíða sumri, sem hrekur btirt hinn langa vetur jarðarinnar, og Jesús brosir ástúðlega við þeim.sem hafa þráð tilkomu hans. Eg veit ekki, hve lengi eg þarf að bíða; en hin sæiufulla von hrærir strengi hjartans, og harpa trúarinnar hljóm- ar sætt, því strengirnir eru samstilt- ir við guðs orð, í samhljóðun við hina hiinnesku söngva. »lnnan lít- i!s tíma munuð þér sjá mig afíur«, ómar sæluríkt í fylgsni sálarinnar, þar sem Jesús heldur kvöldverð með mér og eg nieð honum. Eg veit ekki, hversvegna margar tungur eru oft svo þögular og segja ekkert um þetta sæluríka efni; en eg veit, að öll skepnan andvarpar og guðs börn stynja með sjálfum sér, og bíða eftir, og fiýta fyrir, hinum niikla endurlausnardegi. Eng- in bölvun er framar tii, og jörðin brosir uppljómuð af dýrð drottins, þegar Jesús kemur til að ríkja eilíf-1 lega og guðs tjaldbúð er rneðal m mnanna. Lífs~sannindi. Það er liægt að trúa, þegar ait er augljóst fyrir augum vorum, en það er ekki trú, heldur skoðun. Hægt að elska þá, sem eru elsku- verðir við oss; en elskar þú þá, sem eru þér óþýðir? Þar reynír á kær- leika þinn. Það er auðvelt að vera þolin- móður og hafa stjórn á sjálfum sér, þegar alt gengur að óskum, en það sýnir enga þolinmæði. Það er auðfengið að reiðast og verða særður, en að eins Kristur í þér gjörir, að þú á sama augnabliki þegir. Hægt er að vera hugrakkur, þeg- ar engin er hættan, en það er ekki hugprýði. Aðvelt er að dáðst að þeim nafn- frægu, hugljúfu og látprúðu, en það er ckkert lofsamlegt. Það ávinnur engum himininn. En lætur þú þér hugarhaldíð um þá, sem er fráhrind- andi og óaðlaðandi? Það er meira virði. Það er hægt að sigra freistarann, þegar tæli'afn hans hefir engin áhrif á oss, en það getur aldrei kailast sigur. Hægt er að gefa þá hluti, sem oss þykja einskis virði, en það er engin fórn. Hægt að aumkva sjúka og nauð- stad 'a, en kristindömurinn sýnirsig réttilega, þegar þú réttir þeim hjálp- arhönd. Auðvelt að fylgjast með þeim fáu, þegar enn færri eru andstæðir. Það er hægt að verja málefni, þeg- ar yfirgnæfandi meirihluti er þín megin. Það er auðvelt að elska frelsara, sem segir: »Eg skal engan veginn sieppa þér og engan veginn yfirgefa þig.« H S. Kristnifcoðið i Kina. • ,, , Eftir 1 y* Charles A. Hayes, lækni ög -kristniboða í Kína. Opnar dyr* \. Nú eru 103 ár síðan fyrsti pró- testantiski trúboðinn hóf starf sitt í Kína. Hann hét Róberfc Morrisoh; og var piestur. Hahri bar niður í Kanton, hinni stóru borg. Þar eru bæjarbúar nú 2 niilj. óg þær fullar. Átján cru þau íaiin, skattiönd hins mikla Kínaveldis,’ ög nú telst' svo til, að einir 36,000 prótestantiskir trúboðar- séu út um þær víðu lendur í kristniboðsstarfi. En gætum nú að því, að í Kína- veidi eru 423 rnilj. sálna. Það læt- ur nokkuð nærri, að þar búi þriðj- ungur alls mánnkýtisins: Og hvað verður þá úr þesstim fáu þúsúndum kristniböða? Þegar Mórrison .prestur, tók fil starfa, þá varð hann að bíða arin sjö eftir þvf að 'nokkur árangur sæist. Þá fyrst varð innleudur mað- ur tii að taka kristna trú. Nú horf- ir það alt ólíkt og betur Við, og við söfnuðina bætast nú hjá kristni- bpðunuru árlega einar 25.000 sálfr. Kwong Sai' heitir skattlandið, þaV senr við hjónin eigum okkar verka- hring. Þar eru um 7 milj., eh kristniboðarnir þár eru ekki nema einir 50. Verkefnið er alveg óendanlega mikið, en starfsmennirnir eru svó fáir, og það er eigi nema lítið hund-1 raðsbrot af fólkinu, setn gefst tæki- færi til þess að heyra fagnaðarboð- skapinn. Alstaðar kveður það við í Kíná hin síðustu árin, að umbóta sé þörf þár í landi, og þeirra mikilla. Seigt gengur það og seint, en enginn efi er á því, að í liuga fjöldamargra Kínverja er það nú komið, og það með innilegri þrá, að fá verulegar uhibætur á þjóðarháttunum. Menn eru hér í landi farnir rækilega að beita sér gegn fjárglæfra-spilamenskn, ópíums-réykiflgunum, fóta-misþyrm- iugunni á stúlkum og opinbem spill- ing. I. Kor. 16,9.

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.