Frækorn - 22.12.1910, Qupperneq 6
182
F R Æ K O R N
Mælska.
Orðin eru til alls fyrst.
Þótt orðtak þetta sé eins og fiest
annað ekki alveg án undantekningar,
hefir það þó rnikinn sannleik að
geyma.
Frá því sögur fara fyrst af, vita
menn, að mælska hefir verið ein af
þeim listum, sem lyft hefir fjölda
mamia til vegs og vaida. Hún hefir
verið sá kraftur, sem oft hefir haft
aðaláhrifin á úrslit mála, — afls-
munurinn, sem mörgum sigri hefir
ráðið — og altaf komið nokkru til
leiðar.
En það er þó einkum á síðari
áratugum, síðan fjöldinn fór að hafa
svo mikið að segja, sem mælskan
liefir fy.st náð öndvegissessi í bar-
áttunni fyrir áhugamálum manna.
Nú má oft segja, að sá sem er
mælskastur og lagnastur að koma
fyrir sig orði — mestur í munnin-
um — sé mestur maðurinn og hafi
mest áhrif.
En það er eins með mælskuna og
ýmsar aðrar listir, að luín er ekki
eingöngu meðfædd gáfa, heldurgetur
hver einstaklingur þroskað hana eða
kæft niður eins og aðra hæfileg-
leika.
Það þekkja menn af sögum ýmsra
mælskumanna, að þeir höfðu í byrj-
un ekki meiraaf þeimmeðfæddaeigin-
legleika en alment gerist, heldur
þroskuðu gáfuna sjálfir með elju og
áhuga.
Englendingurinn William T. Stead
gefur eftirfarandi stuiti le:ðbeiningu
fyrir þá, er ta a vil;.° opinberlega:
1. Talaðu a drei, nema þú liafir
eitthvað ák/eðið að segja.
2. Sestu niður strax og þú hefir
sagt það sem þér bjó í huga.
3. Oættu þess að ræðan er til
einkís, ef áheyrendurnir veita henní
ekki eftirtekt.
4. Hugsaðu ljóst, talaðu skýrt
og skipulega, statíu eðhlega og vertu
ekki of iljótmæltur.
5. Taktu vingjarnlega öllum at-
hugasemdum áheyrendanna, jafnvel
þó þær séu þér andstæðar.
6. Oættu þess að missa ekki
þráðinn í ræðunni og hafðu vald
yfir tilfinningunum.
7. Mundu að augun tala sitt
mál ekki síður en tungan.
8. Lestu aldrei upp ræðu en
hafðu þó ávalt aðalatriðin skrifuð
við hendina.
9. Hafðu allan hugann við
efnið, en gleymdu sjálfum þér.
Þegar mr. Stead i fyrsta skifti
áiti að tala opinberlega, bað hann
Manning kardinála að gefa sér gott
ráð, og harm svaraði hiklaust: »Hafðu
allan hugann við efnið og gleymdu
siálfum þér.«
Stead segir, að reynslan hafi síðan
sýnt sér, að þetta heilræði sé mikils
virði.
Einkennilegt er það, að flestir
enskumælandi mælskumenn eru af
írsku bergi brotrnr. Mesti núlif-
andi mælskumaður í Ameríku, W.
J. Bryan forsetaefni, er af írskum
ættum. Á 18. öldini voru allirmestu
mælskumtnn í enska þii ginu írskir,
t. d. Burke, Sheridan, Orattan, Curran
og Flood. Á 19 öldinni má nefna
Píunkett, Shiel, O’ConnelI, Magee,
A. M. Sullivan og Sexton og mestu
mælskumenn enska þingsins síðustu
árin, Redmond, O’Connor og Healy,
eru allir írskir.
Mælskulist írannaá eflaust fyrst og
fremst rót sína að rekja til lyndis-
einkunna þeirra, þeir eru viðkvæm-
ari, fyndnari og kátari en Englend-
ingar. En það, sem mestu varðar
er, að þeir hafa iðkað list þessa
mann fram af manni.
Það er gama'l og nýrsiðurá ír-
landi, að halda ræður, hve smáar
samkomur, sem eru og við öll einka
heimbcð. Þar sem þrír eða fjórir
menn se jasf saman að snæðingi,
rekur hvert minuið eða ræðan annað.
Þessi stöðuga æfmg, sein írar hafa
haft kynslóð eftir kynslóð, hefir gert
þá að einni hinni mælskustu þjóð
i heimi.
Englendingar hafa sjálfir átt fáa
mælskumenn. Bright og Chamber-
lain ha.a þar verið lang mælskast-
ir. Skotar hafa aftur á móti tekið
þeim langt fram og má þar helst
telja Oladstone, Balfourog Roseberry.
Oladstone var orðlagður fyrir það,
hve laginn hann væri á að sannfæra
fjöldann um réttmæti og sannleika
sinna skoðana. Rödd hans 'var eins
og strengjahljóðfæri, sem hann gat
stilt og beitt af svo mikilli list, að
fjöldinn hlustaði hugfangin. Engin
setning var of löng eða of flókin;
alt kom fullskýrt og fágað af vörum
hans. — Vöxturinn var fagur, bragð-
ið tígulegtog hreyfingarnar látlausar
og fimlegar. Alvaran og sannfæring-
in, sem fylgdi orðum hans, gaf áheyr-
endunum trú og traust á ummælum
hans.
Mesti mælskumaður, sem nú er
uppi, er Apponyni greifi í Ungverja-
landi. Öllum, sem heyra til hans, ber
saman um, að ræður hansséu ógleym-
anlegar. Hann er tígulega vaxinn,
liðugur í hrevfingum, glaðlegur en
þó svo alúðlegur og alvarlegur, að
útlit hans vekur fult traust.
Mælskumaðurinn Jóseph Coven
sagði, þegar hann var spurður að,
hverju hann þakkaði það, að hann
hefði orðið svo vinsæll og frægur
mælskumaður:
»Það eru þrjú þýðingarmikil at-
riði, sem hver ræðumaður verður
að gæta. Fyrst og mestu varðandi
er innihald, annað niðurröðun efnis-
ins og þriðja, hvernig ræðan er flutt.
Af þessu þrennu er þó aðems hið
fyrsta ómissandi. Það gerir minin
til þótt niðurröðun efnisins sé slæm,
og ræðumaðurinn hafi slæma rödd
og ófagrar hreyfingar. En liann
verður um fram alt að vita ljóst,
hvað hann er að tala unt. Að hafa
það víst í huga sínum, sem menn
ætla að segja, og segja það á við-
eigandi hátt, er hstin að halda góða
ræðu.« ______________
Listin að gjöra heimili farsælt
Kappkosta að hafa vald yfir sjálf-
um þér, svo þú ávalt sért vingjarn-
legur og þolinmóður. Biddu um
petta. Temdu þér þessa vandasömu
íþrótt.
Haf gát á skapi þínu, einkuni í
veikindum, sorg og reiði. Ástunda
að laga það með stöðugri bæn og
íhugun bresta þinna og annmarka.
Tala eða gjör ekkert í reiði. Bið
guð fyrst að stýra orðum þínum og
gjörðum, og hugsa því næst um,
hvernig Kristur mundi hafa breytt
í þínunt sporum.