Frækorn - 15.01.1911, Qupperneq 4

Frækorn - 15.01.1911, Qupperneq 4
4 F R ÆK O R N flokki manna, sem hann talar um, er harrn segir: »Margir á þessum síðustutímum rangfæra kenningu Krists, hinn dýrð- lega náðarboðskap hans.« Því höfum vér bent á hið helsta í þessu litla villuriti. Guð gefi, að mcnn sæu santileika guðs orðs og viriu að vettugi hé- giljur manna! ÁRIÐ. Það er engin tilviljun, að kristnir menn telja árin eftir fæðingu Krists. Tímareikningur manna hefir sem sé verið, og er sumstaðar enn, mið- aður við annað en hana. Gyðingar telja tímareikning sinn frá sköpun heimsins og er þeirra ár því nú 5672, með því þeim teljast 3761 ár fyrir Krist, en þar eð þeir ekki trúa á Krist sem hinn sanna Messías, þá telja þeir tímann enn frá sköpuninni, alveg eins og þeir gerðu jyrir Krists komu íheim- inn. Múhamedstrúarmenn telja tímann frá flótta Múhameds frá Mekka til Medína í Arabtu og nieð því sá viðburður gerðist árið 622 e. Kr., þá er yfirstandandi ár þeirra talið 1289. Búddatrúarmenn telja tímann frá dauða Búdda, sem átti sér stað 543 f. K. Þetta ár er því árið 2454 hjá þeim. Kínverjar telja frá upphafi rikis síns, 2697 f. Kr., og er því ártal þeirra nú 4608. Grikkir töldu tímann frá sigri Koröbos’ í kappleikjum þeim, sem nefndir voru Olympíuleikar. Korö- bos vann sigur sinn árið 776 f. Kr En þessi tímareikningur er nú ekk; lengur viðhafður. Rómverjar töldu tímann frá bygg- ingu Rómaborgar, árið 753 f. Kr. Bæði tímareikningur Grikkja og Römverja urðu að lúta í lægrahaldi fyrir tímatali kristindómsins. Eins og Júlíanus hinn fráfallni (keisari í Róm frá 361 363 e. Kr.), reyndi að afnetna kristindóminn, var mikið stríð háð á Frakklandi í lok 18. aldar, og meðal annars, sem þá var tekið til bragðs, má nefna til- raunina til þess að aftaka kristileg- an tímareikning. í stað hins kristna tímatals skyldi nú viðhafa tímareikn- ing miðaðan við stofnun hins franska lýðveldis, 22. sept. 1792. En það fór með þá tilraun eins og aðrar, sem gerðar voru gegn kristindóm- inum: 1. jan. 1806 var hinn nýi tímareikningur afnuminn, og Frakkar hafa síðan eins og allaraðrar þjóðir Norðurálfunnartaliðtímann að kristn- um sið. BÆNAVIKAN. Bænavika hins Evangelíska Banda- lags var í ár frá 1.—7. jan. Dag- legarsamkomur voru haldnaraftveim- ur trúflokkum, heimatrúboðsmönn- um og s. d. adventistum. Samkomur heimatrúboðsmanna voru haldnar í húsi K. F. IJ. M. kl. 8 síðdegis undir stjórn kand. S. Á. Gíslasonar. Aðsókn mun minni en í fyrra. S. d. adventistar, er nú semstendur, eru án samkomu'núss, eftir brunann í fyrra, hafa í vetur leigt samkomu- húsið Sílóam við Bergstaðastræti fyrir opinberar samkomur á laugar- dögum (hvíldardögum) og sunnu- dögum. Söfnuðurinn fór fram á að fá þennan sal leigðan hvern eftirmið- dag kl. 5 í bænavikunni, þar eð húsið væri þá alls ekki notað, en eigandinn vildi ekki láta það eftir, svo það virtist ómögulegt að halda samkomur vegna húss-leysis. Þá sýndi hr bankagjaldkeri Halldórjóns- son, sem umráðamaður goodternpl- arahússins, söfnuðinum þann mikla velvilja að leyfa honum að halda bænavikusamkomurnar þar, að heita má endurgjaldslausí, og á hann og félagið þökk skilið fyrir það. Talsvert margir sóttu samkom- urnar, og var það einróma álit allra, að þær voru til mikillar blessunar. Forstöðumaður safnaðarins, D. Östlund, stjórnaði samkomunum, og töluðu auk hans, margir á þeim. Um hluttökuí bænavikunni annars- staðar á latidinu heiir enn ekkert frézt. ___________ K-~!íí£!)j'£>&=z} B Ó K MENTI R Jólabókin. II. útg. Árni Jóhannsson og TheódórÁrnason. Bókaverzl.Ouðm. Qamalíelssonar. Það þótti vel til fallið, þegar byrjað var 1909 að gefa út hefti í Jólabók. Þá var efnið þýtt úr öðr um málum. Nú, er 2. heftið kem-_ ur, er mest alt efnið frumsamið, og eftir ágæta höfunda íslenzka. Fyrst er í þessu liefti kvæði eftir Guðm. Guðmundsson; þá jólasaga eftir Þórhall Bjarnason biskup; enn fremur sagnakafli eftir Selmu Lagerlöf (þýddur); kvæði eftir Vald. Briem: Barn (þýtt); Jól í stórborg, eftir Guðm. Magnússon, og að lokum Jólaminningar, kvæði eftir Matth. Jochumsson. Jólabókin hefir fengið og fær sjálfsagt framvegis góðar viðtökur, enda á hún það fyllilega skilið. >INGÓLFS -HETJURNAR. Þeir halda, að komi heiilatíð og hættur allar dvíni, ef menn svíkja land og lýð Og Iifa á brennivíni. X.— Templar.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.