Frækorn - 15.01.1911, Blaðsíða 6

Frækorn - 15.01.1911, Blaðsíða 6
6 því, að eitthvað ílt er gjört. E.i guð liefir í Kristi sjálfur komið tii vor og' ber böl vort með oss og fyrir oss. Þetta er guðdómlegur föðurkærleikur. (E. ... Lifsbilder.) BRÉFTIL HIMINS. Til póststofunnar í Oautaborg kom riýlega bréf með þessari árit- un og efni: . »Til guðs föður á himnum. »Kæri guð. »Þú verður að hjálpa okkur, »börnum þínum, svo við fáum svo- »1 tið til matar. Mamma er dáin, »og við erum svo smá, að við »getum ekkert unnið inn. »Eg vona, að bæn mín verði »heyrð fyrir sakir Jesú Krists. »Anna O . . . . « Póststjórnin sendi bréfið til eins af prestum bæjarins; hann opnaði bréfið og sendi það fátækrastjórn- inni; en hún lét rannnsaka málið og komst að þeirri niðurstöðu, að satt og rétt væri sagt frá í bréfinu. í bréfinu var sagt frá, hvar börnin áttu heima, og þá er fátækrafulltrú- inn kom þangað, fékk hann að vita, áð móðirin var löngu dáin, en fað- irinn hafði lengi verið veikur. Barnið, sem skrifaði, var 9 ára gömul stúlka. Hún átti tvo bræður sér yngri. Neyðin hafði leitt hana til að skrifa. Von hennar varð ekki til skammar. Faðirinn var lagður inn á sjúkra- hús borgarinnar, og börnin voru tekin á gott heimili. Það hefði verið skemtilegra, ef presturinn hefði skift sér meir af málinu en raun varð á. Það hefði átt betur við. Kr. T HEILBRIGÐISBÁLKUR F R Æ l< O R N MIKILL MISMUN'JR. »Ó, guð, — ef guð er til —, miskunna þú sálu minni —, cf eg hef sál,« sagði guðsafneitarínn Tom Paine. »Eg er að taka skref út í myrkr- ið«, sagði heimspekingurinn Hobbes, þá er hann var að deyja. »Líf mitt hefir ekki verið annað en mæða og sorg. Eg get ekki með sanni sagt, að eg á minni 75 ára æfi hafi haft svo mikið sem 4 vikna ánægju,« sagði heimspeking- urinn og skáldjöfurinn Goethe. Þannig tala menn, sem ekk' hafa ineðtekið Jesúm Krist sem sitt líf og Ijós. Öðruvísi er þeirra vitnisburður, sem hafa lært að þekkja og trúa á guðs kærleika í Jesú Kristi. Píslarvotturinn Bradford sagði, daginn áður en hann átti að verða brendur á báli: »Eg þakka guði! Lengi hef eg beðið dauðans, og hann kemur ekki yfir mig að óvörum. Eg trúi því, að guð muni gera mig verðugan að deyja.« Heiðingjatrúboðinn Ziegenbalg sagði á dánarbeði sínum: »Hve bjart er það fyrir augum mér! Það er eins og sólin lýsi inn í augun mín.« Eftirfylgjandi orð sagði hinn mikli heiðingjapostuli, þá er erfiðleikar lífs- ins umkringdu hann: »Eg hef nóga huggun og yfir- gnæfanlega gleði í öllutn þrenging- um mínum.« Og þessi orð mælti hann, unt leið og hann horfði út yfir dauð- uns djúp: »Að öðru leyti er handa ntér af- síðis lögð kóróna réttlætisins, sem drottinn, sá hinn réttláti dómari, mun gefa mér á þeim (ákveðna) degi, en ekki einungis mér, heldur og öllum, sem þráð hafatilkomu hans.« — Lesari, hverer þíri eftirvænting? HVAJ EIGUM VÉR AÐ BORÐA? Sambland af ýmsum næringarefn- um er nefnt næringarmeðal. Það er undantekning, að við neytum næringarmeðalanna í því ástandi, sem við fáum þau frá náttúrunni; venjulega lögum við þau, til þess að gera þau bragðbetri og auðmeltanlegri. í góðri og hollri fæðu verða ekki að eins að vera nægileg næringar- efni, heldur verða þau líka að vera hæfilega blönduð, ekki of mikið og ekki of lítið af hverju einstöku þeirra. I engu af okkar náttúrlegu, ólög- uðu næringarmeðulum eru hin ein- stöku efni þannig blönduð, að full- orðnum manni nægir það eitt. (afn- vel mjóikin, sem er góð 'fæða fyrir smábörn, er ekki heppileg næring eingöngu fyrir hraustan vinnandi mann. í henni er nóg af eggja- hvítuefnum, en ekki af fitu og sterkju; eigi maðurinn að fá eftir þörf sinrú af þessum 2 efnum, verður hann að neyta svo mikillar mjólkur, að lík- ami hans fær meiri eggjahvítu, en hann hefur þörf á. Enn fremur verður næringarefn- unum að vera svo fyrir komið í fæðunni, að meltingarfærin geti leyst þau upp og gert þau fljótandi. Því nrá það ekki eiga sér stað, að utan um neitt af mat okkar séu óupp- Ieysanlegar umbúðir, sem ekkert kemst gegn um. Venjulega er líka bætt í matinn efnum, sem miða reyndar ekki bein- Iínis til þess, að halda líkamanum við og endurnýja hann, og eru því ekki næringarefni, en þau gera mat- inn einkennilega bragðgóðan eða gera þægilegan ilm af honum. Þar til telst ýmislegt krydd, sem talið er

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.