Frækorn - 15.01.1911, Page 7

Frækorn - 15.01.1911, Page 7
F R Æ K O R N 7 með nautnarmeðulunum, sem svo eru nefnd. Eins og það er víst, að það sæm- ir engum manni, að gera magann að guði sínurn og verða átvagl eða þó að ekki sé nema sæikeri, eins víst er hitt, að viturleg og vandleg með- ferð, sem gerir matínn bragðgóðan, er ekki að eins fullkomlega réttbær, heldur beinlínis áríðandi. Við verðum að hafa það hugfa»t, að tilgangurinn ineð því að borða er að halda líkamanum heilbrigð- uni og vinnufærum, og það er sannreynt, að stí þæginda-tilfinning, ,;m kemur af því, að maður neyt- ir góðs matar, ertir kirtlana í rnunn- inum, maganum og þörmunum, svo að þeir gefa frá sér mikið af melt- ingarvökvanum. Flestir munu hafa reynt það, að þegar þeir sjáeðaað að eins finna ilm af ljúffengum bita, getur það »konrió vatni í munninn*. HVERNIG EIGUM VÉR AÐ BORÐA? Hversu mikið maðurinn þarf af næringarmeðulum, fer að nokkru leyti eftir líkamseðlinu, — hraustur og heilbrigður líkami þarf meira en sá, sem er óhraustur, — og að uokkru leyti eftirloftslaginu og líka að nokkru leyti eftir vinnunni. Við litla líkamlega eða andlega áreynslu þarf líkaminn miklu meiri næringu, en þegar hann hvílist. A vaxtarárunum ogmeðannianni er að batna eftir veikindi, er nauð- synlegt að nærast mikið, af því að þá á ekki að eins að fá uppbót fyrir það, sem missist við efnaskift- inguna, heldur líka að nota efni til þess að auka sjálfan líkamann. Sá, sem vinnur örðuga líkams- virnu, verður að neyta mikillar fitu og sterkjuefna, þ. e. mjelmatur, til þess að þessi efni geti við sýring- una gefið hreyfandi afl og með því hlíft vöðvavefinum, sem er dýrmæt- ur. Af því að líkamshilinn á altaf að vera eins, er þörfin á meiri fæðu í köldum löndum en heitum. Séu næringarmeðulin þess eðlis, að þau verði notuð alveg, þá næg- ir líkamanum minna af þeim, en ef það gagnstæða á sér stað, eða þeg- ar fæðan er blandin mjög ómeltan- legum efnum, svo sem gömlu, trjá- kendu kálmeti, ertubelgjum og slíku. Það þarf ekki litla athygli og góð- vana (ii þess að borða svo, að það komi okkur að góðu gagni. Venju- lega hættir mönnum við að neyta meiri fæðu en þeir geta melt, eða þeir hirða ekki um að laga hana svo við borðunina, að líkaminn hafi full not af henni. Maturinn er nú nógu dýr í raun og veru, að það er léleg' ánægia, að sólunda hon- um svo, að við höfum hvorki not né nautn af honum. Því skal fylgja ákveðnum reglum. Öll föst efni, sem við borðurn, einkum kjöt, á að rnatbúa þannig, og laga svo lengi í munninum, að þegar þau koma niður í magann, geti meltingarvökvarnir, einkum súri magasafinn, auðveldlega komist gegn unr þau og leyst þau upp. Því eiga menn að matast hægt. Flýti maður sér, blandast maturinn hvorki nógu miklu munnvatni, né heldur greinist hann nægilega sundur. Því grautarlegra eða meira fljótandi, sem næringarmeðalið er, eða því fyrsem það kemst f slíkt ástand í nrelting- unarfærunum, því hægra er að melta það og draga úr því næringarefn- in og koma þeim yfir í blóðið. Meyr kjötbeti, sem er nægilega soðinn eða steyktur og síðan tugg- inn svo, að hann et orðinn að graut, er æði miklu auðmeltanlegri en seigur og illa tugginn ketbiti. Þegar föst og óuppleysanleg efni, sem því eru ómeltanleg, komafyrir í mat okkar, svo sem belgir, hýði, korn, blöð og slíkt, þá gera þau líka erfiðaia, að melta uppleysanlegu næringarefnin, af því að þau geta lagst utan um þau í maganum og hiudrað með því meltingarvökvana við starf þeirra. Þannig fara ósíað- ar ertur því nær ómeltar út úr lík- amanum. Mjög feitan mat er líka torvelt að inelta, af því að fifan, sem verð- ur fljótandi í hitanum í maganum og :em vatnskendi magasafinn kemst ekki inn í, legst eins og hylki utan um uppleysanlegti næringarefnin. Drekki maður mjólk með hægð í smá-sopum og borði brauð með, þá ystir mjólkin niðri í maganum í örsnráum pörtum, sem magasafinn á hægt með að komast inn í og Ieysa upp, en sloki maður í sig mjólkina eða drekki hana fljótt, hleyp- ur hún sanran í stórt ost;stykki, sem magasafanuin veitii all-erfitt að ráða við. Þessi dæmi sýna, að það, hvern- ig maður borðar, er þýðingarmeira, en menn hyggja venjulega. Dr. X. RÁD VIÐ INFLUENZU. Fyrst takist fótbað svo heitt, sem hægt er. Oott er að drekka mikið vatn, og helst citronsaft, þangað til maður svitnar. Svo á að þurka fæturna vel. Sjá um, að þeir hald- ist heitir. Það hefir góð áhrif að þvo allan líkanrann að morgni, vatn- ið 18° Cels. Hinn veiki á að liggja um kyrt, þá kemur batinn miklu fyr en með því að hann reyni að hafi fótavist. S.bl.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.