Frækorn - 31.01.1911, Side 6
14
F R Æ K O R N
SÓLIN.
(Eftir P. Heegaard.)
I. Áhrif sólarinnar.
Það var ekki að undra, þótt forn-
prestar Egyptalands og Kaldeumanna
liorfðu í austurátt með heilagri lotn-
ingu, er sólin rann í geisladýrð
sinni upp yfir sjóndeildarhringinn,
því enginn biminhnöttur hefir eins
víðtæk og mikilvæg áhrif á alt, sem
á jörðu lifir og hrærist.
Aðalorsökin til sóldýrkunarinnar
hefir vafalaust verið sú, að forn-
þjóðum þessum hefir ekki getað
dulist, að það var hiti sólar, er vakti
líf í jarðríkið, og að árstíðaskiftin
áttu einnrg rót sína að rekja til hans.
Og ransóknir eðlisfræðinga vorra
tíma hafa einnig leitt í ljós, að alt
það magn, er sólargeislarnir hafa í
sér fólgið, kemur hvarvetna fram
hæði í oss og umhverfis oss.
Það er fyrst og frenist hiti sólar-
innar, er veldur sífeldum hreyfíng-
um í gufuhvolfi jarðarinnar. Hreyf-
ingar þessar eða loftstraumar eru
mjög mismunandi og eru því ýmist:
andvari, vindur, stormur o. s. frv.
Það er því í raun réttri geislamagn-
ið, er hreyfir vængi vindmillunnar
og lætur skipið kljúfa ölduhrygginn.
Það er einnig hiti sólarinnar, er
heldur við hringrás valnsins í nátt-
úrunni. Sökum hitans gufar vatnið
upp frá höfum, vötnum og votleridi
og það safnast svo saman upp í
gufuhvolfinu og myndar þannig
skýin. Það fellur svo að lokum
niður til jarðarinnar annaðhvort sem
regn aða snjór. Og við það eykst
að nýju vatnsniegn í ám og lækjum.
Þannig á afi það, er snýr hjólum
vatnsmiilunnar, einnig rót sína að
rekja til sólarinnar.
Það er einnig sólarljósið, er gjör-
ir jurtirnar færar um að greina í
sundur kolsýru loftsins; þær anda
frá sér súrefninu, en halda í sér
kolefninu, er sameinast svo ýmsum
lífrænum efnasamböndum þeirra.
Kolefnið og súrefnið eru þvf á
sífeldri hringrás. Þau sameinast í
dýrunum og mynda þannig kolsýr-
una, en fyrir áhrif sólgeislanna grein-
ist kolsýran í sundur að nýju í
blöðum jurtanna.
Það lífsafl, erbæði menn ogskepn-
ur fá bæði í fæðu og innönduninni,
er því uppnaflega frá sólinni; og
sama máli er að gegna með hita
þann, er leggur af bálinu; því hann
stafar af því, að súrefni andrúms-
loftsins sameinast kolefni og vatni
eldsneytisins. Kolsýran er »lægri«
efnistegund en súrefnið og eldsneyt-
ið, en sökum þess, að efni þessi
breytast í lægri efnistegund, frani-
leiðist hitinn að bálinu.
Kolalögin, ná víða yfir allstór
svæði niðri í jörðunni, eru leyfar af
jurtum og trjám er vaxið hafa fyrir
þúsundum ára. En seinna hafa
svo jarðarumbrot dysjað þennan jarða-
gróður undir lirauni, ösku o. I
Þegar eimskipin bruna hafna og
landa á milli, sjáum vér því árang-
ur af afli því, er sólargeislarnir færðu
jörðu vorri endur fyrir löngu, er
hefir verið jarðbundið í steinkolun-
um laugt niðri skauti jarðarinnar í
mörg þúsund ár.
Þessar stuttu skýringar verða að
nægja hér til þess að gefa ofurhtla
hugmynd um hve líf okkar jarðar-
búa er háð sólunni, hvernig sem á
er litið.
En þessvegna er það eðlilegt að
fræðimönnum hafi lengi leikið hug-
ur á að vita gjör um eðli og ásig-
komulag sólarinnar.
Því miður verðum véraðjáta, að
enda þótt þekking vor á sólunni
hafi tekið afarmiklum framförum á
síðast liðinni hálfri öld, þá eigum
vér þó langt í land til að getagjört
ljósa grein fyrir öllu því, er vér
sjáum að ber við í sól og á.
Og margar eru þær gátur, er
seinni alda vísindamenn fá í arf frá
kynslóð vorra tíma og vonandi tekst
þeint að ráða þær.
Áður farið var að nota sjónauk-
ana í þarfir stjörnufræðinnar, var
það eitt, er menn vissu um eðli sól-
ar, að hún var afskaplega heit. Alt
annað var að eins getgátur, erhöfðu
við ekkert að styðjast.
Vér göngum því algjörlega frani-
hjá því, er sagt hefir verið um sól-
ina fram að þeim tíma, og viljum
því skýra frá því helsta, er menn
hafa uppgötvað, síðan farið var að
nota sjónauka, ljósmyndavélar og
litsjár til sólrannsókna. Vér viljum
hér skýra aðallega frá því, sem tal-
ið er áreiðanlegt, en þó munum vér
ekki komast hjá að drepa á ýmsar
líklegar gefgátur, er helsfu sólfræð-
ingar hafa komið frant með á ýms-
um tímum. Frh.
í HEILBRIGÐISBÁLKUR f
o=—- ----==Q
HUNGUR OG ÞORSTI.
Þörfin á fæðu lýsir sérvenjulega
fyrst með matarlyst; því næst með
hungur- og þorsta-tilfinningu og
með lasleika allstaðar, en honum
fylgir deyfð og ólyst á vinnu. En
eftir máltíð, sem við höfurn lengi
verið án, finnuni við saðning og
vellíðan í öllum líkamanum.
Neyti maður óvenjulega mikils
matar, kemur óþægileg ofsaðnings-
tilfinning, og henni fylgir ólyst á
mat og flökurleiki — en þær til-
finningar geta reyndar líka komið
af eðli sjálfrar fæðunnar.
Mönnum er enn ekki fullkomlega
Ijóst, hvað hungur og þorsti er í
raun og veru; við vitum, að eins
það, að þessar tilfinningar gefa til