Frækorn - 31.01.1911, Qupperneq 4
12
F R ÆK O R N
»Það er lygi, segi eg.
Þjánmg og örvænting sást í liinu
föla augliti hins biðjanda fanga, og
hann féll meðvitundarlaus niður.
Þá gekk hár maður með föstum
gangi fram úr hóp fatiganna. Hann
sýndist ekki vera þrjózkufullur, held-
ur þvert á móti auðmjúkur, en samt
leit hann með hugdirfð og kraup
ekki, þegar hann nálgaðist hásætið.
Harðstjórinn leit á hann og varð
forvitinn. Hann varð hissa á slíkri
ofdirfsku, sein enginn áður hafði
leyft sér gagnvart honurn.
Fanginn Ieit á hann og sagði
með skýrri rödd:
»Herra, eg get borið um, að þessi
maður talar sannleika.í
»Aumingi! Heldur þú, að þú
getir breytt ákvörðunum mínum ?
Þú skalt hverfa í duftið eins og
ræfillinn þarna. Allir, allir, heyrirðu,
allir skuluð þið deyjaaumkunarleg-
um dauða.«
»Dauðinn, herra, jafnvel hinn
grimmilegasti, er ekki hið versta, sem
geti hent mig. En það væri bleyðu-
Iegt af mér að láta orð þessa vesæla
manns verða álitin ósönn, þegar eg
veit, að þau eru sönn. Eg hef
fulla vitr.eskju um, að það, sem
hann sagði, er satt, og þ ð er skylda
mín að verja sannleikann, enda
þótt reiði yðar skyldi gera dauða
minn enn grimmari en ella. — Eg
hef gert skyldu mína, og eg er
reiðubúinn að deyja.«
Harðstjórinn hafði aldrei áður
heyrt slík orð til sín töluð. Hann
reis upp, og reiðin logaði í aug-
um hans, um Jeið og hann hóf
hönd sína sem merki hervalds síns.
Augu hans mættu hinu rósama
augnatilliti sannleiksvitnisins, og hönd
hans féll. Andlit hans bar þess
vott, að ýms öfl voru að berjast
innanbrjósts hjá honum.
Vesalings maðurinn, sem kraup
frammi fyrir h.ásætið, hafði aftur
fengið meðvitund sína og fór að
fá veika von uin frelsi.
»Þú ert frjáls«, sagði harðstjórinn.
Það var grafarkyrð.
Vitnið fór aftur á sinn stað. En
harðstjórinn sat með beygðu höfði
alvarlega hugsandi.
Þegar hann aftur leit upp á vitn-
ið, gaf liann honum bendingu um
að koma til sín aftur.
»Hefir þú ekki líka talað vel um
mig? spurði hann nieð mildari
röddu, sem gæti freistað liins að-
spurða til að svara já.
Allir biðu nú með ákefð svarsins.
En hinn aðspurði beið. Hann
var sem um stund í stríði við sjálf-
an sig. En all í einu leit hann upp
og sagði skýrt:
»Nei, herra, eg hef aldrei talað
vel um yður, þvert á móti, eg hef
ætíð sagt, að þér væruð miskunnar-
laus harðstjóri.«
Þá fór drotnarinn ofan af hásæti
sínu og gekk til hins djarfa sann-
leiksvitnis og sagði hann:
»Þú ert konungur, en egerþræll,
þræll ástríðna minna. — Farðu og
varðveittu það líf, sem þú mat minna
en sannleikann. Þú er sannarlega
frjáls.«
»SannIeikurinn mun gjöra yður
frjálsa.«
HIN BISKUPALEGA METÓDISTAKIRKJA.«
Þessi yfirskrift hefir staðið á nokkr-
um götuauglýsingum síðastliðnar viktir,
og margir hugsuðu, er þeir sáu aug-
lýsinguna: »Hvað ætli það sé?
Orein þessi gefur svar uppá spurn-
inguna.
Stofnandi hinnar biskupalegu Metó-
distakirkju er séra JohnWesley, sem alt
til dauða síns var prestur í ensku kirkj-
unni. Metódistastefnan var þannig upp-
haflega vakningarhreyfing innan ensku
kirkjunnar. En þegar Bandaríkin árið
1783 gerðust óháð enska ríkinu, gerð-
ust einnig amerískir Metódistar, sem þá
voru allir meðlimir ensku kirkjunnar,
eftir tilmælum Wesleys, »algerlega að-
skildir frá hinu enska ríki og presta-
stétt«. Hann segir þá: »þeir hafa nú
full frjálsræði til blátt áfram að fylgja
ritningunni og hinni upprunalegu kirkju,
og vér álítum það bezt, að þeir haldí
því frelsi, sem guð svo dásamlega hef-
ir veitt þeini.«
Síðan hefir hin svonefnda Metódista.
hreyfing breiðst út víða um heiminn-
Eftir hinuni síðustu skýrslum eru nú
yfir 10 milj. Metódistar í heiminum og
þessi kirkja er hin stærsta frikirkja meðal
mótmælenda. — Fyrir 53 árum hófu
Metódistar starf í Danmörku, og þrátt
fyrir mikla hleypidóma frá þjóðkirkjunn-
ar hálfu hefir guð, sem »ekki fer í
manngreinarálit«, blessað þetta starf,
svo að nú eru í því landi 27 söfn 'ðir,
og meðliniatala fullorðinna manna er
rúm 4000.
Hvað segja þessar tölur? Þærsegja,
að víðsvegar um heiminn hefir Metó-
distahreyfingin verið til blessunar fyrir
þjóðirnar; guð hefir notað þetta starf
til að kenna ótal mönnum að lifa ham-
ingjusömu lífi og deyja sælum dauða.
Þeir mörgu, er nú sigrihrósandi gista
sælubústaði himnanna, eru hrós-og
kóróna Metódistakirkjunnar. Metódista
kirkjan er ein grein á hinum sanna vín-
viði, Kristi, og að þessi grein ekki hef-
ir vcrið ávaxtarlaus, ber framanritað
vott um. — Það er ætlan og takmark
Metódistakirkjunnar, með reglum sínum
og fyrirkomulagi, að efla bróðurlega
sameiningu milli hinna ýmsu deilda í
hinni einu kirkju Krists, sem hún starfar
saman með að hinu háleita takmarki:
Heiminn fyrir guðs son.
Eftir að hat'a kynt mér starf og háttu
Metódista i 4 ár, gerðist undirritaður
meðlimur þessa kirkjufélags ogvartek-
í fult samband við kirkjuna í Oðinsvé
31. maí 1909, flutti síðan til safnaðar-
ins í Vejle, og var af þessum söfnuði
í sambandi við kirkjuþingið, er haldið
var á sama stað í júlí síðastl. ár, falið
á hendur að hefja trúboð kirkjunnar
hér á landi, og er það mér heiður og
gleði að veia erindsreki hinna dönsku
Metódista. — Mætti starf Metódista hér
blómgast og dafna, til mikillar andlegr-
ar blessunar fyrir innbúa íslands. Sam-