Frækorn - 07.03.1911, Side 8

Frækorn - 07.03.1911, Side 8
32 F R Æ K O R N En nú er svo, að vísindin hafa á síðustu tímum frætt okkur um það, að vatn getur flutt ýmsar veikinda- kveikjur, og að jafnvel þó að það sé iagurt og tært að sjá, getur það verið hættulegt fyrir heilsu okkar. Yið eigum þá að læra, að verj- ast þessum hættum með því, að fá að vita, hvað það er, sem getur gert drykkjarvatnið hæltulegt, ogmeð hverjum ráðum við getum varizt hættunum. Dr. X. gmdvegis. —- Margar hættulegar villur eru til, en engin hættulegri en sú, að hætta að sjá það skaðvænlega í syndirini. Þó höfum vér ástæðu til að óttast fyrir, að þessi villa nái meiri útbreiðslu en vér getum feng- ið okkur að trúa. — Þegar þú biður, þá láttu held- ur hjarta þitt vera án orða, cn orð þín án hjarta. — Einkenni hins þróttmikla anda er, að hann eflist í mótlæti, eins og fljótið við stíflurnar. — Ekkert hugarfar er svo gott, að það ekki geti orðið betra, ekkert hugarfar svo ilt. að það ekki geti umbreyst; engin synd er svo stór, að hún geti ekki orðið fyrirgefin. — Auðmýktin cr jarðvegur, þar sem kristilegar dygðir vaxa bezt — alveg eins og vorblómin fyrst gróa í dalsdrögunum, sem eru í skjóli fyrir stormunum, en opin fyrir sól- unn . Samkomur. Sunnudaga kl. 6.,'iO síðd. i Sílóam. HvUdardaga kl 11 f, h, Östlund. 31 =£Q= ------£) SrÉTTI R - FRÓÐLEIKUR CT\q) Q) |j <3r =05= Loftför frá íslandi. Nokkrir þýskir vísindamenn hafa hugsað sjer að fara yfir Atlandshaf- ið í loftfari sem stýra má. Þeir ráðgera að leggja upp frá nágrenni Reykjavíkur og lenda í Canada. Þessir fara förina: Joseph Briicker frá New York, Doctor Hans Fabrice forstöðumað- ur her-flugskólans í Múnchen, Professor Halt við veðursansókna- stöðina í Múnchen, verkfræðingur M. Múller og ónafngreindur flota- liðsforingi. Aðalörðugleikinn við þessa Iöngu ferð er að komast hjá of miklum gas-missi, vegna sólaihita. Professor Halt og Brúcker hugsa sjer að ráða bót á þessum örðug- leika, með því að væta yfirborð loftfarsins með þar til gerðri dælu sem dreifi vatninu yfir belginn. Til þess að komast hjá slysum verður farþegarúmið bátur, 10 stik- ur að lengd og 3 að breidd, með tveim bifvjelum, er hafa 100 hesta afl. Prinsessa Heinrich verður við- stödd þá er þessi loftbátur *hleyp- ur af stokkunum* í Kiel. Það er stór þýsk cacaoverksmiðja, sem ber allan kostnað við för þessa og á loftfarið að heita eftir henni. — Svarti dauðinn geysar í Kína og í Rússlandi. — Alþingi hefir lítið gert enn annað en vantreysta ráðherra. — Kvennaskólinn á Blönduósi brann til kaldra kola 10. febr. — Maður varð úti aðfaranóttsunnu- dagsins á veginum til Hafnarfjarðar. Fanst örendur á Kópavogshálsi á sunnudaginn. Hann hét Einar Sig- urðsson og var daglaunamaður hjeð- ari úr bænum. — ís mun nú fyrir öllu Vestur og Norðurlandi. Frá Húsavík er sím- að um mikinn ís þar fyrir landi og Mjölnir sá mjög mikinn ís fyrir Vestfjörðum og jafnvel allt suður að Bjargtöngum, en þangað kemur mjög sjaldan ís. Einn jakinn snart Mjölni lítið eitt, og varð dæld eftir. Vísir. — Ráðherra baðst lausnar 25. febr. Var hún veitt. — Konungur er á ferðalagi til Svíþjóðar. Því verður enginn nýr íslandsráðherra útnefndur fyr en kon- ungur kemur heim til Kaupmanna- hafnar aftur 11. þ. m. Garborg og Strindberg. í smágreininni um Strindberg í síðasta tbl stóð í seinustu setning- unni: »Garborg hefir orðið alvar- legur trúniaður«. Hér á auðvitað að standa: »Strindbcrg hefir orðið alvarlegur trúmaður*. En annars hafa á seinni árum lík býsn átt sér stað í andlegum efnum með þeim báðum. Útsölumenn, sem kynnu að hafa fengið of- sent 1. tbl. af árg. 1910, eru beðnir að endursenda það blað. Það er þrotið á afgreiðslunni. Þetta tölublað kemur viku seinna en skyldi og er afsökunar beðið á því. Annríki i prentsmiðjunni veldur. BEST OG ODYRAST PRENTAR PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS G amlan eir, látún, kopar og blý kaupir Vald. Poulsen, Hverfisg. 6.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.