Frækorn - 12.05.1911, Blaðsíða 2

Frækorn - 12.05.1911, Blaðsíða 2
42 FRÆ-KORN »Eg get ekki kent barni mínu neinar betri lexíur en þær, sem eru í biblíunni.« Thomas Henry Huxley, heimsfrægur enskur náttúrufræð- ur, segir: »Eg hef ætíð viljað halda ver- aldlegri mentun aðskildri fráguð- fræði, en eg verð að játa, að eg hef ekki síður tekið það alvar- lega að finna út, hvernig hin trú- arbragðalega tilfinning, sem er hin eiginlega undirstaða siðferðis- legrar barna hegðunar, geti haldist við án bibiíunnar í hinum nú- verandi skoðanaóskapnaði og skoðunumí þessum efnum.« Frh. HVAÐ Á ÉG AÐ GJÖRA? (Kafli úr ræðu eftir dr. theol. T. de Witt Talmage í Brooklyn. Kb.) Hér inni eru hundraðir sálna, sem segja: »Ég vil verða kristinn —- hvað á ég að gjöra?« Ýmsir eru þess hugar, að gangan sé löng og ströng. Fyrst þurfi lengi að gráta syndir sínar, margar andvökunætur, vikur og mánuði. Fyrirgefningin frá drotni komi svo í stríðslokin í launaskyni. Þetta er ekkert fagnað- arerindi. Drengurinn sezt í neðsta bekk skólans, færist upp á hverju ári og færsvo að lokum vitnisburðar- bréf sitt. í skóla Krists er þetta alt á annan veg. Sálin fær vitnisburðar- bréfið um leið og hún kemur í skólann, og bréfið er ritað með blóði Krists. Táraföllin frelsa þig ekki. Andvökunæturnar frelsa þig ekki. Dauðastríðið frelsar þig ekki. Ekkert frelsar þig nema hið eina, að þú veitir Jesú viðtöku. Það er fyrsta stigið, það er annað stigið, það er þriðja stigið, það er efsta stigið. Nú kannt þú að spyrja mig, við hvað ég eigi með þessum orðum að veita Jesú viðtöku. Eg á við það, að þú trúir á hann. — Þú berð fult traust til bezta vinar þíns, til verzlunarfélaga þíns. Ég er svo sem ekki að fara fram á neitt ógjör- legt. Þú treystir vini þínum og fé- laga. Berðu sama traust ti! Jesú! Sé jarðneskur vinur þinn maklegur trausts og trúnaðar, skyldi þá Jesús Kristur eigi vera það miklu fremur, hann sem píndist og dó þér til endur- lausnar. Jú vissulega! »En hvernig á eg að öðlast slíka trú?«, kantu að spyrja. Þú verður að trúa orðum drottins. Þú verður að biðja um aðstoð heilags anda til þess. Margurkannnú að segja: »Eg biðst fyrir, kvöld og morgna, en ég fæ enga bænheyrslu*. Biðst þú fyrir? Kann vel að vera að þú lesir bænir þínar. Eg skal segja þér, hvað það er að biðjast fyrir- Þú ert farþegi á skipi. Niðamyrkur er á og mannskaðaveður. Stefnið brotnar úr skipinu og það sekkur. Þú berst á skipsflaki lengi nætur. í dögun kemur bátur úr landi til að bjarga þeim, sem af hafa komist. En það virðist, sem enginn í bátn- um sjái þigáþínu flaki. Lífið fjarar út, og þú finnur, að það erúti um þig, hafir þú ekki mátt til að gjöra vartviðþig. Þúæpir: »Líttu hingað hjálp, hjálp«. Þetta er bæn. — Þú finnur, aðþúert glataður, ef drottinn færir eigi hjálp. Hefir þú nokkru sinni beðizt fyrir á þá leið? Hefir þú nokkru sinni tekið á öllum kröft- um sálar þinnar til að hrópa á yrirgefning ogsáluhjálp? Hafir þú eigi gjört það, þá hefir þú eigi beðið. — Margir eru hér staddir, sem vilja vera kristnir, en þeir hafa aldrei beðið. Eg vil bæta því við, að þú verður að rannsaka ritninguna, eins og um líf þitt væri að tefla. Biblían er gömul bók. Sumir yðar ætla, ef til vill, að hún sé úrelt, en það segi eg þér, vinur minn, að viljir þú rata leiðina til himins, verður þú að rannsaka þá bók. Biblíuna má lesa með tvennu móti. Það er skiln- ingslestur til fróðleiks og skemtunar og hjartalestur til sáluhjálpar. Þú dettur ofan á skáldlega lýsingu í biblíunni, og Iest hana alveg eins og þegarþúertað lesa kvæði Tenny- sons. En þar kemur, að á sælli stundu vitjar heilagur andi hjarta þíns. Þú flettir upp biblíunni. Það er eins og hvíslað sé aðsáluþinni: »Nú áttu umtvennt að kjósa, himna- ríki og helvíti«. Þá ferð þú fyrst að lesa, og lest af allri þinni sálu. Þú finnur, að fáir þú eigi við lestúr þessarar bókar fyrirgefning og ljós, þá veitist þér það aldrei. Hugsum ossgamlan kaptein, sem ekki hefir ásjókomiðí20 ár. Hann þarf ekki Iengur að halda á korti og kompás, barnabarnið hans hefir fengið hvorttveggja til að leika sér að á gólfinu og gamli maðurinn horfir á. En frá þessum mununi hvarflar hugur hans til fyrri ára; þá þurfti hann þessara muna með og alt var öðru vísi umleikis. Ofviðrið buldi og ölduginin hvæstu banvænni froðu, himininn svartmöttlaður brá leiftandi sverði, hvaðanæfa ægði dauði og tortíning. Þá las hann í dauðans angist á kompásinn og kortið. Nú er hvortveggja leikfang. Margur les og þannig á hið dýrðlega landa- bréf, biblíuna. Margt ber þar fagurt fyrir augun: »Þarna sé eg kleti, og þarna er viti, og þarna er gólf- straumur guðs náðar«. En svo kem- ur stundin, er ljós heilags anda leiftrar inn í sálina. Þá kveður við önnur rödd: »Eg verð strax, strax á þessu augnabliki að finna, hvar ég er stadur*. Sálin skelfur í storminum. Hvað verður um mig? Ferst eg eða kemst eg af? — Þá lesmaðurfyrst biblínna.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.