Frækorn - 12.05.1911, Side 4
44
F R Æ K O R N
ríkir nú. Hann er »höfðingi þessa
heims.« (Jóh. 14, 30.); hann er
æðstur meðal »heims drotna þessa
myrkurs.« (Ef. 6, 12); »guð þess-
arar aldar.« (2. Kor. 4, 4.) »Þess
höfðingja, sem í loftinu drotnar,
þess anda, sem nú sýnir sig verk-
andi í vantrúarinnar sonum.« (Ef.
2, 2.) En »degi drottins« (2.
Tess. 5, 2.) þá mun ríkið, dýrðin
og veldið tilheyra Kristi. Það verður
hans dagur, endurgjaldsins, réttlæt-
isins og dýrðarinnar dagur. Nú
er Kristur lítils virtur af mörgum,
þá mun hann vera konungur yfir
gjörvallri jörðinni. Lesari! Ó hvað
mun þessi dagur verða fyrir þig?
Eftir því, hvort þú fylgir Kristi eða
satan, mun hann verða þér dagur
friðarins eða skelfingarinnar.
3. Hann er dómsins dagur.
{ þessum heimi er margt óákveðið
og verður framvegis óafgjört. En
margt geta menn hæglega ákveðið
nú þegar — um verzlun, sýslanir,
glaum og skemtanir, synd og hé-
gómaskap, heimselsku og ágirnd.
En í öllum þeim mikilsvarðandi
málefnum, sem viðvíkja guði og
eilífðinni og mannsins eigin afstöðu
gagnvart guði og undirbúning fyrir
hans ríki — í þeim efnum eru þeir
óákveðnir og hirðulausir. Samt
geta þeir ákveðið að aðhyllast viss
trúarbrögð og presta; en viðvíkj-
andi sambandinu við Jesúm og
guð himinsins er alt dimt, — já,
þeir óska jafnvel, að myrkrið verði
áframhaldandi.
En dómsdagurinn nálgast. Þá
verður gert út um öll óvissu-mál.
Sjálfur guð mun úrskurð veita, hvort
sem menn óska þess eða ekki. Þeir
munu heyra annaðhvort: »Komið
hingað, þér ástvinir föður míns!«
eða: »Farið frá mér, bölvaðir!*
Kæri lesari, ó, hvað á þessi dóms-
ins tíagur að færa þér?
4. Hannerendurgjaldsins dagur.
»Sá dagur« mun ekki einungis
uppkveða dóminn og afmá allan
efa og strfð, hann er einnig endur-
gjalds-dagur. Þá meðtaka hinirrétt-
láttu flekklausa arfleið, hið eilífa
rfki, þá sabbats-hvíld, sem er guðs
fólki eftir skilin. »Hinirendurkeyptu
drottins skulu aftur hverfa og koma
með fögnuði til Síonsborgar; eilíf
gleði skal leika yfir höfði þeim;
fögnuður og kæti skal falla í skaut
þeirra, en hrygð og andvarpan á
burtuvíkja.« Es. 35, 10. »Lambið
sem fyrir miðju hásætinu er, mun
gæta þeirra og vísa þeim á lifandi
vatnslindir; og guð mun þerra hvert
tár af þeirra augum.* Opb. 7, 17.
En þá kemur eínnig reiðin og for-
dæmingin; eldurinn og myrkrið;
grátur og gnístran tanna. Hvílík
vonbrigði fyrir margar þúsundir,
sem treysta tálvonum! Hvilíkglötun
fyrir þá, sem hafa eytt æfi sinni
í munaði, makindum og hégóma-
skap!
5. Hann er eilífðarinnar dagur.
Hann er hliðið til hinnar eilífu
og óumbreytanlegu tilveru. Sá dag-
ur er byrjun hinnar óumbreytanlegu
eilífðar. Já, menn ogbræður, dag-
ur drottins nálgast. Hann kemur.
Satan getur ekki aftrað honum, ekki
heldur ótti eða óbeit óguðl^gra
manna. Já, þrátt fyrir guðs lang-
lundargeð og óumræðilega kærleika,
þá mun hann þó koma; — í öllum
sínum sanna veruleika og ógnunum;
með laun og hegningu. Dagurinn
kemur með sinn dýrðlega himinn
og ógurlega eldsjó. Þrátt fyrir alt,
er virðist að seinka tilkomu hans
og gefa hinum vantrúuðu spottur-
um tilefni til að segja: »Hvaðverð-
ur úrfyrirheitinu um Kriststilkomu?«
þá mun þó sá dagurkoma — koma
sem þjófur á nóttu yfir sérhvern,
sem er óviðbúninn. Ó menn og
bræður, hvað mun þessi dagur færa
ossr Og ef vér væntum þessa mikla
dags, hvernig byrjar oss þá að lifa?
Með heilagri breytni og guðræki-
legu líferni, ber yður að þreyja og
flýta fyrir tilkomu guðs dags.« (2.
Pét. 3, 11. 12.)
»Sá dagur« mun verða fullkom-
inn reikningsskapardagur, að engu
gjöra allar tálvonir, en uppfylla sann-
ar vonir. Allur hégómaskapur og
lýgi, holdlegur munaður og léttúðar-
hlátur, ofnautn og drykkjuskapur,
fyrirlitning á Kristi og háð gegn
hans heilögu, mun þá að fullu og
öllu verða að engu gjört. Hræsni,
fríhyggja vantrú og fyrirlitning á
guðs orði skal ekki framar vera til.
Hinir óguðlegu munu ekki framar
spyrja: »Hvað verður úr fyrirheit-
inu um Kriststilkomu?* eða: »Er
nokkur guð til, dómur, himinn eða
glötun?«
Ó, hátíðlegi dagur! Dagur, sem
aldrei ætti að gleymast oss! Sá dagur,
þegar dómarinn og höfuð-engillinn
og hásætið mun opinberast; básúnu-
hijómurinn heyrastog eldurinn sjást!
Yfir jörðina hefir aldrei komið því-
Iíkur dagur. Og þó er hann og
sá dagur, er menn minst hugsa um,
og virða minst. Sannarlega ættum
vér að lifa eins og vér væntum nú
þegar að heyra básúnuþytinn.
Hefir umhugsun þessa dags Ieitt
oss til að velja veg lífsins með
áhuga? Vér eigum aðeins eittskeið-
hlaup eftir; missum vér það, er alt
tapað. Það er aðeins ein himnesk
borg, Jerúsalem; ef vér ekki verðum
frelsingjar þar, verðum vér aldrei
frelsaðir. Ekkert óhreint mun þangað
inn komast. Þar er að eins einn
Kristur, einn frelsari, einn vegur,
einar dyr. Þetta er ekki hégóma-
mál; það er þrungið eilífðar alvöru.
í Kristi er enn hinn sami kraftur
til frelsunar, og kærleikur guðs er