Frækorn - 01.05.1912, Qupperneq 2

Frækorn - 01.05.1912, Qupperneq 2
F R Æ K O R N Sjá guðs lamb. 1. Mós. 22, 1—8. ______ Frh. Einusinni á ári átti að slátra slíku lambi til endurminningar um miskun- arverk guðs og til þess að tákna frjálsa fyrirgefningu hans. En hve langur tími átti ekki að líða, áður - en næsta lamb var borið fram, hve margar, margar syndir yrðu drýgðar allan tímann miili þessaradaga! En það var ekki aðeins einusinni á ári, sem slátra átti Iambinu. Guðsegir: Þessi er sú fórn, sem þú skalt fórn- færa á altarinu, ætíð hvern dag tvö ásauðarlömb veturgömul, öðru lamb- inu skaltu fórnfæra að morgni dags, en hinu eftir sólarlag (2 Mós. 29, 38—39). En ef einhver gjörði sig sekan að opinberri synd, hvað átti þá að verasauðurinn til brennifórnarinnar? Drotíinn talaði til Móses og sagði: Ef einhver syndgar og misbrýtur stórlega á móti drotni, ineð því hann við náunga sinn gengur á móti því, sem honum hefir verið trúað fyrir, eða honum hefir verið fengið til geymslu, eða hann hefir rænt, eða hann á annan hátt af öðrum, ellegar hann hefir fundið það, sem hinn hafði mist, og hefur logið einhverju um það og staðfest með eiði lyg'na, í einhverju þess 'háttar, sem menn gjöra og syndgast á, þá skal sá, sem syndgar og verður sekur á þennan hátt, skila því aftur, sem hann hefir rænt, eða haft af öðrum, eða hefir haft til geymslu, og því tínda, sem hann hefir fund- ið, og öllu því, sem hann hefir rang- lega svarið urn . . . — Ensúsekta- fórn, sem hann á að færa drotni, er hrútur iýtalaus, tekinn af hjörð- inni, sem færa skal til prestsins, þegar þú ert búinn að meta hann. Og presturinn skal þá forlíka fyr- ir synd hans fyrir augliti drottins, og þá mun honum fyrirgefast alt. (3 Mós. 5,21 —26). Sérþúvinur? Sér þú lambið hér? Þegar djúp vorrar neyðar opnast, þegar vér syndgum með vilja, þar eð oss er kollvarpað af lögmáli syndarinnar í limum vorum — eg segi ekki að svo eigi að vera eða svo þurfi að vera — en þegar þetta á sér stað, hvar er þá lambið, hvar er sauður- inn tii brennifórnarinnar! Ouð sér um það Eins og sektafórn handa drotni skal hann bera fram lýtalaus- an hrút, og presturinn skal forlíka fyrir hann frammi fyrir augliti drott- ins. Það er þungt að syndga og verða aftur og aftur brotlegur, en ætli ekki sé til sú neyð, sem er enn dýpri, enn .örvæntingarfyllri ? Þeg- ar maðurinn finnur að alt hið innra er óhreint hjá honum, að hið innra er djúp syndar og spillingar, þó hann sé fæddur að nýju,orðinn barn lifandi guðs, þá hefir sjónin opnast til að sjá enn skýrara afleiðingarn- ar af falli mannsins, og getur hann þá í slíkri voða neyð trúað guði til að friðþægja og hreinsa ? Meðal ísraelsmanna lét guð óhreinleika innra fyrir á ógnarlegan hátt koma frani í ytri mynd, þar sem hann oft vitjaði þeirra með holdsveiki, og sjálfsagt vildi guð með þessu tákni sýna mönnunum að þó þeir væru komnir yfir Rauðahafið, væri þó ekki til það djúp synda, er þeir ekki gætu fallið í, ef ekki vernd- andi kraftur guðs heldi þeim uppi. Guð léUjafnvel stundum holdsveik- ina læknast, og þegar svo bar við; hvar var þá sauðurinn til brennfórn- arinnar? Um þann er var hreinrr af líkþrá sinni er þetta sagt: Áttunda daginn skal liann taka tvo ársgamla Iýtalausa hrúta og eina ársgamla lýtalausa gimbur og tvotíundu parta (Efa) hveitimjöls, sem viðsinjöri er ausið yfir til matfórnar, og einn lóg viðsmjörs. Síðan skal prestur- inn taka annað hrútlambið og fram- bera það sem sektafórn ásamt við- smjörslóginum, og veifa hvoru- tveggju sem veifingarfórn fyriraug- liti drottins; og slátra hrútlambinu á sama stað, sem vant er að slátra syudafórnum og brennifórnum, á helgum stað. . . Að þessu gjörðu hefir presturinn forlíkað fyrir hann, og hann er hreinn. (3 Mós. 14, 10—13. 20). Sér þú lambið? Faðir minn, hér er viðurinn og eldurinn, en hvar er sauðurinn til brennifórnarinnar? Þú og eg, við getum komið með við og eld, viðv getum afneitað nautnum vorum og gefið oss sjálfa út til að frelsa aðra, en það^, hjargar oss ekki, ef guð leggur ekki til lambið. Hvernig getur þá hið slátraða lambið hreins- að? Því líf dýrsins er í blóðinu, og eg hefi gefið yður blóð fyrir altarið, til þess forlíkun þar sé gjörð fyrir sálir yðar; blóðið er það, sem forlíkar fyrir sálina (3 Mós, 17, 11). En varastu þó að eta blóðið, því að lífið er í blóðinu, en enginn má eta Iifandi hold (5 Mós. 12, 23). Ef vér segjum: vér höfum ekki synd, þá svíkjum vér sjálfa oss, og sannleikurinn er ekki í oss. En ef vér framgöngum í ljósinu, eins og hanri er sjálfur í ljósinu, þá höfum vér samfélag iunbyrðis, og blóðið Jesú Krists, hans sonar, hreinsaross af allri synd (1 Jóh. 1,7. 8). Börn mín, þetta skrifa eg til þess, að þér syndgiðekki;en ef einhversyndgar, þá höfum vér árnaðarmann hjá föð- urnum, Jesúm Krist hinn réttláta; og hann er forlíkan fyrir vorar synd- ir (1 Jóh. 2, 1— 2). — Lífið er- opinberað. — Guð er'tærleikur.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.