Frækorn - 01.05.1912, Blaðsíða 4

Frækorn - 01.05.1912, Blaðsíða 4
28 F R Æ K O R N ESaktal. Safnaðarfjelag nokkurt iifði í ein- ingtí og kærleika. Var guði lil dýrðar og vann að eflingu guðs rikis. Köiska var þetta mjög á móti skapi. Hann iangaði fyrir hvern mun til þess að koma þar að sundrungu og iiivilja, hatri og flokkadrætti. Hann héit þá ráðstefnu með öli- um árum sínum. Lýsti fyrir þeim verkinu sem hann vildi fá unnið, og lofaði þeim iaunum fyrir að koma sundrungu og hatri að í söfnuðinum. Og þeir lofuðu að vinna dyggi- lega að þessu. Að nokkrum tíma liðnum voru þeir ailir kallaðiraftur á fund myrkra- höfðingjans. En einn eftir einn af þeim iýsti því yfir, að samheldnin og kær- leikurinn í söfnuðinum væri svo mikil, að þar væri ekki hægt að kveikja ófrið og hatur. Köiski reiddist mjög yfir þessum tíðindum. En ekkert varð við því gjört. Hann fór þá að hugsa um það, hvort hann gæti ekki fengið sér einhverja aðstoð í mannheimi, úr því að árar hans allir gáfust upp við hlutverkið. Og nokkru síðar mætti hann manni nokkrum, sem var honum nokkuð innanhandar. Hann hét Mörður og var Marðarson. Hann hitti hann við kirkjugarðs- hliðið og ávarpaði hann undir eins: »Góðan daginn, Mörður!« »Góðan daginn, herra minn,« svar- aöi Mörður. Þá segir Köiskí: »Heyrðu. Getur þú ekki gert svolítið fyrir Je& hef lengi viljað koma óeining og illum hug inn í söfn- uðinn í Bræðraborg. En ekki tekist enn þá. Viljir þú hjálpa mér iofa eg þér að launum fallegum skóm«. »Eg skal reyna«, sagði Mörður. »Gott, þá mætumst við hér aftur eftir 7 vikna tíma.« Merði Marðarsyni heppnaðist vel hlutverk sitt. Það, sem ofverk var árum Belsibubs, tókst honum. Hann byrjaði með að segja sögur um framkomu safnaðarmanna til ýmsra af hinum lítilsigldustu með- limum safnaðarins. Taldi þeim trú um ýmiskonar vont athæfi manna. Og þótt hann segði þessar sögur í trúnaði, þá bárust þær furðaniega vel út, og altaf versnuðu þær í með- ferðinni, svo nð bestu menn urðu verstu illmenni í augum annara. Ófriðurinn óx með hverjumdegi. Altaf voru einhverjar sálir svo hreinar í eigin áliti, að þær gátu kastað steinum á aðra, og þessi »heilaga vandlætingarsemi* óx aðsamaskapi og úlfbúðin oghatriðí söfnuðinum. Mörður hafði gert það, sem Kölski fól lionum á hendur. Kölski og Mörður hittust á til- teknum tíma við kirkjugarðshliðið. Mörður stóð fyrir innan og Kölski stöð fyrir utan. »Góðrn daginn, höfðingi«, sagði Mörður. »Eg hef gert það sem þú baðst mig um. Hefurðu tekið eftir söfnuðinum í Bræðraborg? Ástandið þar er orðið eins og þú vilt, eða hvað?« »Jú, það er ágætt, og eg er líka með skóna handa þér,« sagði Kölski. En einhvernveginn var hann á að líta eins og nann væri hræddur við Mörð. Hann tók eftir þessu, um Ieið og Kölski rétti honum skóna og teygði höndina langt út til þess að vera sem fjærstur honum. »Ertu hræddur viðmig,höfðingi?* »Já,« sagði Kölski. »Árar mínir hafa reynt að gera það, sem þú hefur gert. Þeim mistóskt. Þér tókst það. Þú hlýtur að vera verri en þeir og hœttulegur maður. V. N. »Við kirkju.« Það er einkennnilegt að lesa N. Kbl. 15. þ. m. Það flytur nokkra greinarstúfa eftir dr. Helga Péturss, og í þeim er þessi spaugilegi kafli um barnaskír^ »Eitt ungbarn var þarna við kirkju, sem skírt var eftir messu. Þessi ungi ónefndi maður virtist vera vel ánægður yfir að lifa. Veðrið var gott og hanrr hafði ef til vill feng- ið meira af góðu lofti þann daginn en hann var vanur. En þeirri ánægju var nú lokið, þegar vatnið kom í kollinn, og þá var farið að gráta. Egverðað sega einsog er, mér virð- ist undarlegt að hugsa til þess, aðannað eins Ijúfmenni einsog síra Kjartan er, skyldi vera að græta ung- barn að þarflausu, og það í Jesú nafni. Egskrifa þetta nú með hálf- um huga; eg veit ekki hvað hugirnir eru frjálsir; eg veit ekki nema slík mannúð gagnvart ungbörnum, sem farið er fram & með orðum mínum, muni hneyksla einhvern góðan mann, þar sem skfrnin er annarsvegar, t. a. m. einhverngóðan prest; en þá vildi eg helst ekki hafa á móti mér. Eg vil biðja menn að reyna að hug- leiða, hvort Kristur mundi hafa vilj- að græta ungbörn eða láta græta þau í sínu nafni; og hvort ekki mundi í þeim efnum mega taka til greina orðin um bókstafinn og andann. Og eg vil líka minna á önnur orð,

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.