Frækorn - 01.08.1913, Blaðsíða 1

Frækorn - 01.08.1913, Blaðsíða 1
tA íAn? kostar ttér á landi 75 au. í DCV171 áltílf \ í"7T ÍC l' Iflin Auglýsingar 1 kr. 25 au. þumlunKÍnn. 14. arg. Wsturheimi 40 cents. Ojaidd. 1 okt REYKJAVIK, AUUbl 1913. Afgr.Austurstr.17. -Prsm.D.Ostlunds 7. tbl. Trú og hlýðiii. Eins og skínandi ljós, eins og ljúfasta rós er hans lífsorð á braut vorri hjer. Hver fær útmálað slíkt, hversu blessunarríkt hann að elska og tilbiðja er ! Gegn um skýanna tjöld, gegn um skuggadimm kvöld brosir skínandi auglit til vor. Það er guðs auglit blítt, er oss gleður svo títt, nær vjer göngum í frelsarans spor. Jesús blessa vill oss, er vjer berum hans kross. Nær við beygjumoss fótskör hansvið, stöðvast hrynjandi tár, gróa harmanna sár, fyrir hlýðninnar inndæla frið. Allir föllum vjer nú að hans fótum í trú. Ó, hve fagnandi hjarta vort er! Aðeins byggjum vort traust á hans blessuðu raust, og í barnslegri trú hlýðum vjer. (Úr ensku.) — Til þess að geta talað máli guðs sannleika, þá verður breytni vor að vera í samhljóðan við guös vilja. Orð sannleikans hefur mátt til að sigra hjörtu vor. Að verja kenningaratriði er ekki það sama sem að boða guðs sannleika. Drott- inn krefst, að hver og einn, sem tekur sjer nafn hans í munn, skuli vera helgaður í sannleikanum. Trúmálahug’leiðingar. VIII. Er Jesús Kristur guðs sonur? »Enginn hefur nokkurn tímasjeð guð, sá eingetni sonurinn, sem er í föðursins skauti hann hefur sagt oss af honum.« Jóh. 1, 18. Eins og vjer höfum sjeð, er Krist- ur opinberun guðs sem föður vors, og það, »að þekkja sannan guð og þann sem hann sendi«,er að þekkja Krist sem guðs son og um leið að þekkja sinn eigin barnarjett sem guðs barns. »Svo mörgum, sein hann meðtóku, gaf hann kost á að verða guðs börn, þeim sem trúa á hans nafn.« Jóh. 1,12. »Guð sendi sinn son.« »En með því þjer er■ uð orðnir synir, hefur guð sent sinn sonar anda í yðar hjörtu, sem hróp ar: Abba, faðir.« Gal. 4, 4. 6. »Vjer sáum þess dýrð (Krists), dýrð sem hins eingetna föðursins.« Jóh. 1, 14. — En um dýrðina segir Jesús: »Og þá dýrð, sem þú gafst mjer hef jeg gef'ð þeim, svo þeir sjeu eitt, eins og við erum eitt.« Jóh. 17, 22. IX. Kristur er guð. Nýja guðfræðin afneitar guðdómi Krists, um leið og því er haldið fram, að hann hafi verið sannur maður. Af hverju gerir hún það! Vjer ætlum, að orsök þessa sje sú að haldið er fram, að sameining guðs og manns sje ekki hugsan- leg í raun og veru, að hjer sje ekki að ræða um samstæður, heldur andstæður. En svo er ekki. Nýja testament- ið og postulatíminn »skilur ekki eft- ir spurninguna« um guðdóm og manndóm Krists til úrslita á síðari öldum, eins og prófessor Jón Helga- son segir, heldur talar n. t. mjög svo ákveðið um málið, bæði um hið guðlega og mannlega eðli Krists og líka um hluttekningu vora í guð- dómlegu eðli hans. Látum oss, áður en vjer aðhyll- umst kenningar nýguðfræðinnar, líta á orðið heilaga, lesa ofurlítið enn í »gömlu guðfræðinni síungu,« nýja testamentinu, um þetta mál.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.