Frækorn - 01.08.1913, Síða 3

Frækorn - 01.08.1913, Síða 3
F R Æ K O R in 51 ur drottins ekki komið á óvart, því alt líf þeirra er hjartfólgin elska til frelsarans og eftirvænting um að sjá hann bráðum, því fyr, því bet- ur; þau eru ávalt viðbúin. Slíkt líf er hið sælufylsta, sem til er á þessari jörð, hver sem annars ytri kjör kunna að vera. Guðs hásæti er á himnutn. Jesús settist til hægri handar guðlegri há- tign á hæðum, eftir að hann hafði hreinsað oss af vorum syndum með sínu blóði. Hann fór að tilbúa oss stað ; svo lofaði hann að koma og taka oss til sín, svo að vjer sjeum þar sem hann er. Af þessu virðist vera ljóst, að þegar Jesús kemur, þá tekur hann guðs börn með sjer til himins, til bústaða föðursins, bæði þau, sem hjer hafa dáið í trú guðs sonar, og þau, sem verða lifandi á jörðu, þegar hann kemur. Þau lifa og ríkja með Kristi um þúsund ár. Þá mun Jesús og þeir, sem ríkja með honum, halda dóm yfir hinum óguðlegu og yfir hinum föllnu englum, því Páll skrifar til Korintumanna: »Eðurvitið þjer ekki, að hínir heilögu munu heim- inn dæma? Vitið þjer ekki, að vjer munum englana dæma?« 1. Kor. 6, 2—3. »Og voru þeir dauðu dæmdir eftir þeirra varkum, sem skrifuð voru í bókunum.« Opb. 20, 12. »En eins og dagar Nóa voru, eins mun tilkoma mannsins sonar verða, því eins og menn fyrir flóðið hjeldu sig vel að mat og drykk, kariar og konur giftust, alt til þess dags, er Nói gekk í örkina, og vissu ekki fyr af, en flóðið kom og tók þá alla, eins mun og verða tilkoma mannsins mannsins sonar. Tveir munu þá á akri verða, annar mun tekinn verða, hinn eftir skilinn. Tvær konur munu þá mala í kvernhúsi, önnur þeirra mun verða tekin, hin eftir skilin. Verið því vakandi, því pjer vitið ekki, nær herra yðar muni koma. Verið því viðbúnir, því mannsins sonur mun koma, þegar þjer síst ætlið.« Matt. 24, 37.-42., 44. Þeir sem eftir verða skildir og lifandi verða ájötðunni, þegarjesús kemur til að samansafna þeim trú- uðu, þeir munu farast í hinum sjö síðustu plágum, eða fyrir sverði, hungri og drepsóttum. (Sjá Opb. 16. kap.) Þannig verða þeir óguðlegu eyðilagðir á jörðunni. Þegar þeir eru allir dauðir, þá rætist það, sem guðs orð segir fyrir munn sinna spá- manna: »Sjá! dagur drottins kemur, hinn hræðilegi dagur heiftarinnar og hinnar brennandi reiði, til að gera landið a auðn og afmá þá afbrota- menn, sem í því búa. Því himin- tunglin og stjörnuflokkarnir missa birtu sína; sólin er myrk í uppgöngu sinni og tunglið iætur ei Ijós sitt skína.« Es. 13, 9. 10. 11. »jeg lít á jörðina, sjá, hún er f eyði og tóm, og til himins, og tkk- ert Ijós er á honum. Jeg lít til fjallanna, og sjá, þau bifast, og allar hæðir rugga. Jeg litast um, og sjá, þar er enginn maður, og allir fuglar himinsins eru burt fældir.« Jer. A, 23—25. »Jeg vil taka alt gjörsamlega burt úr landinu, segir drottinn. Jeg vil taka burt menn og skepnur, jeg vil taka. burt fugla himinsins og fiska sjávarins, hneykslanirnar ásamt með þeim óguðlegu; jeg vil afmá menn- ina í landinu. Hinn mikli dagur drotlins er nálægur; nálægur er hann og hraðar sjer mjög; sárlegt kvein skal heyrast á þeim degi drottins, þá skal jafnvel kappinn æpa.« Sef. 1, 1. 2. 14. Þannig verður jörðin í eyði um þúsund ár; guðs börn komin til himins, en þeir óguðlegu eyðilagð- ir; þá hefur satan engan til að tæla og afvegaleiða; hann verður bund- inn með keðju viðburðanna í þessi þúsund ár, ef svo mætti að orði kveða; nú starfar hann af miklum móð, því hann veit, að hann hefur nauman tíma. Hann leitast nú af alefli við að telja mönnum trú um að það sje nóg til frelsunar að játa trú á Jesúm án þess að gjöra vilja guðs,'án þess að hlýða hans heilögu boðum, þó Jesús segi berlega, að þeir einir komi í himnaríki, sem gjörði vilia síns himnsska föður, og »þangað til himinn og jörð forgangi mun ekki hinn minsti bókstafur eða tilill lögmálsins líða undir lok, uns því öllu sje fullnægt.« Þegar guð bannaði vorum fyrstu foreldrum að eta af skilningstrjenu, sagði hann, að ef þau ætu af því nrundu þau vissulega deya. Satan tókst að tæla þau til að trúa sjer betur er hann sagði: »Engan veg- inn munuð þið deya, heldur munuð þið verða eins og guð,« o. s. frv. Honum tekst því miður enn í dag að fá fjöldann af fólki til að trúa því, að guð meini ekki það, sem hann segir, að guð taki það ekki svo alvarlega, hvort maður hlýði boðum hans eða fylgi nrannasetn- ingum. Hann tælir menn til að óttast fyrir mönnum, til að elska heiminn og láta allar óskir og á- hyggjur snúast um hið jarðneska, tælir þá til að vantreysta kærleika og umhyggju vors himneska föður. Það er óskiljanlegt, hve mikið hon- um tekst í þessu tilliti, þar sem guð hefur opinberað rjettlæti sitt og kær- Ieika í því að gefa soninn til að deyja fyrir vora yfirtroðslu á hans heilaga lögmáli og sýndi með því að lögmálið gat ekki raskast. Guð # t

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.