Frækorn - 01.08.1913, Blaðsíða 4

Frækorn - 01.08.1913, Blaðsíða 4
52 F R Æ K O R N % 1 sýndi elsku sína til vor í því, að meðan vjer ennþá vorum syndarar, er Kristur dáinn fyrir oss. Hvernig geta menn, sem fengið hafa slíka þekkingu, látið flekast af freistaran- um, til þess vísvitandi að fyrirlíta og fótumtroða guðs boð og þannig að nýu krossfesta guðs son ? Þegar þúsund ár eru liöin frá ví þeir trúuðu fara með Jesú til bústað föðursins á himnum, þá verða eir óguðlegu kallaðir fram af gröf- um sínum, þeir rísa upp til upp- risu dómsins. í Opinb. 20, 4—6 er talað um þessartvær upprisur með þúsund ára miliibili. Þeir rjettlátu lifa og ríkja með Kristi í þúsund ár. Þetta er fyrri upprisan; sæll ög heilagur er sá, sem hefur hlut- deild í hinni fyrri upprisu; yfir þeim hefur sá annar dauði ekkert vald. En þar sem talað er um hina óguðleiiU, er sagt, að aðrir dauðir lifnuðu ekki fyr en þau þús- und ár voru liðin. Dómur þeirra er hinn annar dauði eða eilífur dauði. »Laun syndarinnar er dauði <. Rórn. 6, 23. Á hvern háií dauðadómurinn verði íramkvæmdur, lesum vjer í 2. Pjet. 3 7.1 0.: »En þeir himn- ar, sem nú eru, og jörðin geymast eldinum fyrir hins sama almættis- orð og varðveitast til þess dags, á hverjum óguðlegir menn niunu dæmast og tortýnast. Þá rnunu himnarnir með miklum gný líða undir lok, fiumefnin af eldi sund- urleysast, og jörðin og þau verk, sem á henni eru, uppbrenna.« Sama má lesa í Op. 20, 15: »Og hver, sem ekki fanst skrifaöur í hfsins bók, honum var kastað í elduíkið.« Þannig mun synd og syndarar verða afmáð algjörlega; hið næsta er uppfylling á guðs dýrðlega fyr- irheiti til barna sinna: »Því sjá, jeg skapa nýan híminn og nýa jörð; hins fyrverandi skal ekki framar minst verða, og það skal engum I hug koma.« Es. 65, 17, Jóhannes postuli sá í sýn, cr þetta dýrðlega fyrirheit skyldi uppfyllast: »Jeg sá nýan himin og nýa jörð, því sá fyrri himinn og sú fyrri jörð var horfin, og sjórinn var ekki framar til. Jeg sá borgina helgu, þá nýu Jerúsalem, stíga niður af Steingrímur Thorsteinsson. 19. maí 1831. — 2Í. ágúst 1913.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.