Frækorn - 01.08.1913, Síða 5

Frækorn - 01.08.1913, Síða 5
F R Æ K O R H 53 Er Mmhljóð tímans þagnar. Ó, blessuð kyrð, nær brimhljóð tímans þagnar, þá breytist sorg í djúpan guðdóms frið; og drottins vinum himnesk hersveit fagnar, guðs hástól við, guðs hástól við. Hver þögul bæn og þrá hins mædda hjarta mun þar um síðir fullnægingu ná/ Hið mikla stríð og stormahretið svarta mun stillast þá, mun stillast þá. Hin ljúfa von er vængur drottins barna, sem vært þeim lyftir yfir tímans höf, hún lýsir eins og mildust morgunstjarna, þá myrku gröf, þá myrku gröf. Þeim sem hann elska sigurkrans er búinn, þeir sjá í fjarlægð dýrðarljóma hans; uns yfir gröf þá hátt upp hefur trúin til himnarans, til himnarans. Þjer tilbjó Jesús hvíta skikkju hreina, að hylja þína syndumspiltu önd, og ljúfa veitir lækning allra meina hans líknarhönd, hans líknarhönd. Ó, viltu fyrir svikult heimslán selja þá sælu’ og dýrð, sem guð þjer býður nú? Um líf og dauða verður þú að velja. Hvað velur þú? Hvað velur þú? Úr ensku. himni frá guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum. Jeg heyrði mikla rödd af himni, segj- andi: Sjá, tjaldbúðin guðs er með- al mannanna, hjá þeim mun hann hann bústað hafa, og þeir skulu vera hans fólk og guð sjálfur mun vera hjá þeim og vera þeirra guð. Op. 21, 1—3. Mikill hluti af þessum 21. kap. Opinberunarbókarinnar er lýsing á dýrð og vegsemd hinnar nýu Jerú- salem, höfuðborg hinnar nýu jarð- ar, sem innan skamms verður eign og arfleifð hinna endurleystu. Innan lítils tíma munu þeir ásamt með Jesú eignast það ríki, sem þeim var fyrirbúið frá upphafi ver- aldar, og guð sjálfur mun búa meðal þeirra. Eins og hann nú býr og hefur sitt hásæti á himnum, svo mun hásæti guðs og lambsins þá vera í höfuðborg hinnar nýu jarðar. Þjónarnir, börn hans,skulu sjá auglit föður síns og bera hans nafn á ennum sjer. Borgin þarf ekki heldur sólar við eða tungls til að lýsa, því dýrð guðs uppljómar hana og lambið er hennar ljós. Kæri Iesari! Mætti þitt hlutskifti vera meðal þeirra, sem hjer feta í Jesú fótspor og síðan innganga með honum í hans dýrð! Sigr. Jónsdóttir. Trú og siðgæði. Eftir G. H. X. Hvað bætir? Já, hvað bætir úr trúar- og sið- leysinu? Pað hafa flestallir kristnir menn heyrt, já, margir hafa heyrt það svo oft, að þeir eru hættir að taka eftir því að gagni. Kemur það af því, að það hefur verið sagt svo kuldalega. »Guðsord og bœnin og betrunartilraun«, það á nú að duga til trúbóta og siðbóta. Ekki ætti að þurfa að minna mjög oft á guðsorðið. Það er nóg af því; er allstaðaðar fyrir augum manna. Altaf fjölgar biblíunum, hús- lestrabókunum og kristilegu tíma- ritunum. Én nokkuð öðru máli er að gegna með bænina. Það er undarlegt, hvað litla trú margir hafa á henni, þótt þeir þyk- ist eitthvað trúa á guð. Það þarf þó sannarlega ekki mikla trú til að sjá nytsemi bænarinnar og trúa því, að guð geti bænheyrt. Það þarf ekki annað en kalda og heilbrigða skynsemi til þess að trúa á möguleik bænheyrslunnar. Því það er auðvitað, að sje nokk- nr almáttugur guð til, svo getur hann bænheyrt, þegar hann vill. Já, hann þarf ekki einu sinni að vera almáttugur til að geta bænheyrt. Maður biður mann, þótt máttur hans sje smærri. Og telur sjálfsagt að sú bæn öugi. Þessvegna hafa jafnvel heiðingjar trúað, að guðirnir, sem þó sjaldan voru álitnir almáttugir, gætu bæn- heyrt mennina. Persónulegur og ennþá fremur »yfir-persónulegur« guð, ætti þó hann ekki almáttugur væri, að geta bænheyrt svo margfalt meir og betur, en máttugasti og besti mað- ur getur. »En gleymdu ekki náttúrulög- málunum, maður*! munu margir segja, ef þeir lesa þetta. Nei, þeim gleymi jeg aldrei; og jeg þekki vel flestallar, ef eigi allar, mannlegar efasemdir. En jeg trúi á þann guð, sem er herra,enekki þræll náttúrulaganna.

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.