Frækorn - 01.08.1913, Side 7

Frækorn - 01.08.1913, Side 7
F R Æ K O R N 55 »E!ísabet,« sagði frændi hennar alvarlega, »þú líkist móður þinni meir og meir, en þú ert viljasterk- ari, en hún var, og—« hann þagn- aði alt í einu, strauk hendinni um ennið og kvaddi með niðurbældri geðshræringu. Svo snjeri hann sjer við og greip hönd John’s, og um leið og hann horfði alvarlega í augu hins unga manns, sagði hann innilega: »John, mundu, hverju þú lofaðir henni.« Hann þagnaði augnablik. Hann varð hörkulegur á svip. Svo sagði hann. »Og jeg vona að guð geri þjer það sem þú gerir henni«. John náfölnaði. Svo kysti Margarethe frænka þau bæði með tárvotum augum og svo fóru þau. Heimurinn sýndist Elísabet dimm- ur og einmanalegur; en það birti aftur, er hún mintist þess, að hún átti þó John eftir. Árið leið sinn vana gang. En áður en það hvarf, veitti það þeim göfuga sál, litla barnssál, sem var frísk eins og döggin, björt eins og sólskinið og ljúf eins og morgun- blærinn. Hin mikla móðurgleði fylti hjarta hennar. Drengurinn óx og dafnaði, varð knár og sterkur, og John var hreykinn af syni sínum. Næsta ár dó móðirjohn’s. Faðir hans gat ekki verið við greítrun- ina. Hann hafðibrugðiðsjer bæarleið til þess að sækja sjer nýa brúði og komst ekki heim í tæka tíð. Hár hinnar látnu var greitt og augum hennar Iokað, og engin sorg eða gremja gat framar afskræmt þetta friðsama andlit í faðmi dauðans. Hún var lögð í hina þöglu gröf. — Ótt hrundu tár Elísabetar. Hún fann, að hin eina manneskja, sem hún elskaði, auk John’s og litla barnsins, var horfin. Þau hjónin voru lítið með öðr- um, og öðluðust því fáa vini. Nokkru síðar fæddist annað barn- ið þeirra, og þá var ennþá eitt til að elska og bera umhyggju fyrir. Litla telpan fór að ganga urn og segja þessar inndælu smásetningar, sem fylla oss gleði. Litli bróðirinn gætti hennar með hinum barnslega dugnaði og mynd- ugleika, sem oss er svo mikil skemt- un að. Á þessum tíma fann Elísabet, að óskiljanleg breyting varð að koma yfir mann hennar. Hann var ennþá vingjarnlegur. Hann hugsaði minna utn hana og börnin, var hlaðinn öðrum störfum og gætti þess betur en áður að vera við á öllum samkomum »kirkjunn- ar«, því að nú var hann sjáifur orðinn »öldungitr«. Veslings konan var eins og lörnuð, stóð eins og visið strá í stormi, í dauðans hættu. Enn reyndi hún með miklum skarpleika og ástúð að vinna hann aftur. En eins og viðbjóðslegir eiturormar nöguðu þessi saurugu trúarbrögð alt hið besta út úr hjarta hans. Einn dag, eftir að hann hafði setið óvenjulega lengi þögull við miðdegisborðið, sagðt hann alt í einu: »Elísabet, við megum til að fara meira út, en við gerum. Það mælist illa fyrir, að við sitjum alíaf heima. Við skulum fara á næsta dansleik í »Fjelagshöllinni«. Hún samþykti — í von um, að henni myndi hepnast að dreifa ský- unum, sem höfðu safnastyfir höfð- um þeirra. Tíandi kapítuli. Eftir því, sem tíminn leið og kveldið nálgaðist, er dansleikurinn átti að fara fram í »Fjelagshöllinni«, varð Elísabet órólegri og niður- dregnari. Þau höfðu aldtei fyr farið á mor- móna-dansleik, og hún var nærri því hrædd við að fara þangað. Þegar kveldið kom, bjó Itún sig með óvanalegri nákvæntni. Hún vissi, að allur þorri þeirra manna, sem þangað mundu koma, hefðu með sjer margar konur, og hún hugsaði rneð sjálfri sjer: »John verður að vera hreykinn af sinni einu kbnu.« Þegar þau fóru, kysti hann hana og sagði: »Þú ert mjög falleg í kveld«, og hann brosti til hennar, eins og hann var vanur. Og þegar þau sátu hvort við annars hlið í vagninum og óku gegn um borg- ina, tók John þýðlega um hönd hennar og dro hana að sjer. Óttinn og efinn hvarf. Og stjörn- urnar hvísluðu: »Hann elskar þig ennþá!« Og hvert hljóð virtist end urtaka hin sæluþrungnu orð. Um stund varð hún glöð aftur. Ekki þarf anttað en fá orð eða lítið ástar- merki frá þeim, sem kona elskar, til þess að gera hana sæla. Og hversu mörg hjörtu hungra ekki, af því að blíðan, sem heimurinn hefur svo mikla, hefur ekki náð til þeirra! Þegar John og kona hans fóru inn í danssalinn, var verið að leika fjörugt danslag, og þau hurfu brátt inn í hringiðu dansendanna. Það var ekkert sjerstaklega merki- legt við þenna mormóna-dansleik, sem aðgreindi hann frá skemtisam- komum annars staðar. — En þegar dansinn byrjar, og þú tekur eftir, að hin föla kona sem þú sjer til hægri handar, dansar í nánd við mann sinn, en að hann sýnir ungri konu sjerstaka hugulsemi og end- urtekur við hana alt jþað heimsku- rugl, sem vann hjartað í upphafi, þá er það eitíhvað raunaíegt við marmaraandlk og steingjörfingsró hinnar hjásneiddu konu og þetta vefst eins og sorgarhljómur inn í gleðisöngleikinn. Og þegar þú gerir þjer ljóst, að þessi litii sorgarleikur, sem fer fram við hægri hlið þína, verður endur- tekinn alt í !;ringum þig, þá er hestshófurinn svo sýnilegur, að hann kastar húmfeldt yfir alt. John Eilsworth var mikiís metinn mormóni og kona hans var hin fallegasta í salnum, og þess vegna vantaði hvorki aðdáun nje eftirtekt í hentiar garð. Kveldið var hálfnað. Ellsworth var upp með sjer af konu sinni og ætlaðí sjer að spyrja hana, hvernig hún skemti sjer, þegar Taylor öldungur kom til móts við þau með unga stúlku við h.lið sjer. Elísabet hafði mætt Taylor öldung nokkrum sinnum, síðan hún giftist, og ætlaði sjer að komast hjá því að tala við hann, ef unt væri, en þá stöðvaði hann hana með sinni ísmeygilegu röddu;

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.