Geisli - 27.10.1917, Side 4

Geisli - 27.10.1917, Side 4
4 GEISLI Skrítlur. Sveitamaður mætir stúlku á götu og segir: Sæl vertu. Hún: Sæll vertu. H a n n; Þú ert víst ekki á lausum kjala. Hún: Hvernig þá? Hvað meinarðu með því? H a n n: Þú vilt víst ekki fara í kaupa- vinnu? Hún: Nei. Hann: Það er svona, það þýðir ekk- ert fyrir mann að vera að ætla uppá þetta kaupstaðakvenfólk. Konan: Þar kemurðu loksins heim, búinn að slarka blindfullur úti í bæ alt kvöldið og komið fram á nótt, klukkan orðin eitt! Maðurinn: Hún gat nú ekki verið minna, úr því hún var nokkuð. Skólastjórinn: Komið þér sælir Sig- urður minn! Þér eruð nú að koma með naut til Reykjavíkur. Bóndinn: Ójá, manni þykir nú gott að hafa þau til að koma þeim í peninga. Skólastjórinn: Þið framleiðið víst nokkuð mikíð af nautum þarna hjá ykkur. Bóndinn: Já, égerað reina að senda við og við naut til Reykjavíkur. Skólastjórinn: Ójá, Sigurður minn, eitt senduð þjer t. d. í fyrra, þegar son- ur yðar kom í skólann. Ólafur Guönason Aðalstræti 9 útvegar alskonar lífsábyrgðir hjá ódýrasta og tryggasta lífsábyrgðarfélagi á Norður- löndum. — Heima kl. 5—6 síðdegis. Benedikt Grabríel Benediktsson skrautritari. Grjótagötu 14 A. Verölaunavísnr. „Geisli“ ætlar að hafa við og við eða ef til vill í hverju blaði vísuhelminga handa mönnum til að reyna sig á að botna. Þeir sem senda botna verða að senda þá til ritstjóra blaðsins í síðasta lagi næsta þriðjudag eftir útkomu blaðsins á- samt25aurum (má vera í óbrúkuðum isl. frí- merkjum). Sá sem bestan botninn sendir fær svo alla peningana sem inn koma, og I. árgang blaðsins borinn heim til sín jafn- óðum og út kemur. Þennan vísuhelming fá menn til að botna núna: Nú, er haust og húmið svart hefur rekið sól á flótta. Söludrengir! I næsta blaði verða birt nöfn þeirra drengja, er mest hafa selt af þessu blaði. Svo verða einnig framvegis birt nöfn þeirra er skarað hafa fram úr að selja næsta blað á undan. Þeír sem vilja koma einhverju að í blaðið sendi það til ritstjórans (Aðalstræti 9 uppi). Nafn þeirra er senda verður að fylgja, þó greinarnar eigi að koma út undir gerfi nafni. Þeir sem þess óska geta gerst fastakaup- endur blaðsins og fengið það borið heim til sín um hverja helgi með því að senda 40 aura fyrirfram fyrir hvern mánuð. Ritstjóri: Ólafur Guðnason (frá Signýjarstöðum). Félagsprentsmiðjan.

x

Geisli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Geisli
https://timarit.is/publication/183

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.