Gjallandi - 01.05.1907, Qupperneq 1
G.JALLANDI
BEGGJA HANDA JÁRN
EKKI VIÐ EINA FJÖLINA FELDUR
L árg.
Reykjavík, maí 1907.
2. tbl.
Krenfrelsismálið
hefir nú um hríð, staðið ofarlega á dagskrá lands
og borga og bæa, einkum hér í höfuðborginni og er
ekki annað hægt að segja, en því skili drjúgum áleiðis.
Eitt furðar þó marga, einkum eldri menn, að hjóna-
fólk berst í broddi fylkingar og kveður mest að því í
baráttu þessari.
Góðir og gildir bændur, hafa jafnvel gengið svo
langt, að þeir hafa losað konur sínar — sem áður höfðu
um langa tíð, verið einn maður með þeim — undan
hjúskaparokinu.
Margra barna mæður, hafa þannig, eftir langa bar-
áttu, orðið frelsisins aðnjótandi, og syngja nú frelsisroð-
anum rauða, lof og dýrð. —
En sjaldan er nokkurt góðverk gjört, þótt í þarfir
lands og þjóðar sé, án þess að illkvitnar tungur og aft-
urhalds-postular, reyni að narta frumkvöðla þess í
hælana. Líklega er það af þeirra völdum að sá kvitt-
ur hefir komið á gang, um þessar hjónafrelsishreyfingar,
að í það minsta bændurnir, hafi af einhverjum ástæð-
um viljað losna við nöldrið sitt.
Og þegar einn byrjar á jafnágætum þjóðræðisþjóð-
leik, þá sýrir það frá sér, og grípur hina og þessa með
óumræðilegum pjóðræðis, þ/odfrelsis, þ/ódhrolls-kveisu-