Gjallandi - 01.05.1907, Blaðsíða 7
GJALLANDI
7
maður, er sýnir sinn hrósverða frœknleik, á þennan
hátt, á ritstj. »Gjallanda« á næst guði sínum að þakka að
honum er þyrmt, — En lögreglan? Hvernig á hún í
slíkri stórborg, sem Rvík, að vera alstaðar, ætli að hún
hafi eigi nóg að gera með að liugsa um útlendingana,
(brjóta kylfu eins og nýtt spakmæli nefner), sem lcggj-
ast til hvíldar eftir erfviði og þunga dagsins — þar sem
hvíldin fæst — en að morgni, t. d. kl. 9 koma með
»timburmenn«, með reifað höfuð fyrir almennings-sjón-
ir. Það er nóg verk!
Flagð undir fögru skinni
er þessi svonefnda »Heilbrigðisnefnd Reykjavikur«,
sem er ætluð til að vernda líf og heilsu bæjarbúa, gegn
hinn skaðvæna lofti, er stafar að miklu leyti, af óþrifn-
aði og hirðuleysi manna sjálfra, (þeir taki sneið sem
eiga). Rergstaðastræti ber vott um samvizkusamlega
starfsemi nefndar-nefnu þessarar. í jarðeplagarði, gagn-
vart húsinu nr. 25 í Bergst.str., var í þrjá daga og
þrjár nætur, að gufa upp í loftið, kjarninn úr 3—4
salerniskyrnum, er komið hafði verið í húsaskjól í
garði þessum eina nóttina; eigi var við slíku hreift hið
minsta, þar er marg reynt er, að »heilbrigðisnefnin«
hefir góðan þokka, til slíkra dásemda, loks varð þó ein-
hver af strætisbúum svo ónærgætinn að ausa auri yfir
þetta ilmvatn »heilbrigðisnefndarinnar«, henni — auð-
vitað til margfaldrar óánægju og skaprannar.
Peir taki sneið, sem eiga.
Slúðrið, sem er aðal-framfarasporið í Rvík, er nú
að ná hylli í »kristilegum söfnuði« hér í Rvík. Yæri
ekki betra að burtkasta illgresinu úr akri hveitisins,
heldur en láta sliki vaða upp yfir höfuð sér, og gera
það sem gott er áð illu. Betra væri slíkum kjaftabelg,
er venur sig á þennan slúðurburð, að hengja stein um
háls sér og sökkva sér í sjávardjúp. en bera slíka ill-
kvitni og ranghermi á elliþjakaðan einstaling.