Gjallandi - 01.05.1907, Qupperneq 2
GJALLANDI
2
kvölum, og allir vilja verða frjálsir. Pessvegna hljómar
nú úr hverjum krók og kima, sérstaklega á síðkvöldum:
»Eg vil vera frjáls, frjáls!
Ekki bundm, bundinn/
Lifi frelsið!
Heppinn veiðimaður.
Einn af erindrekum hins opinbera hér í bæ, sýndi
frábæra hugprýði og lagkænsku, við veiðar sínar á göt-
unum, nýskeð. Hann spenti boga sinn og greiddi net
sitt, og lagði í rennuna ofarlega á Lauagvegi, þar sem
gangan er mest. Vonbráðar kendi hann veiði í neti
sínu, og færðist hann þá í ásmegin, gyrti sig megin-
gjörðum og dróg á hendur sér vöttu, stóra og hvíta, og
eftir stympingar allmiklar, tókst að koma veiðinni á
þurt land. Var það flykki eitt, eigi all-lítið sem tók
yfir þvera götuna, svo öll umferð tepptist, bæði sökum
þrengsla og forvitni. Veiðimaðurinn rak upp stór augu,
er hann bar eigi kennsl á flyksu þá hina miklu, stóðu
hendur úr ermum að rannsaka veiðina, reyndist hún
þá að vera:
Grásleppuhvelja vafin innan í enska lögreglusam-
þykt, sem einu sinni hafði verið prentuð í dagblaði.
»Manni«,
»Hj álpræ ðish <.
(Framh,).
í fyrra eða hitt eð, fyrra viltist í herinn maður einn,
um tildrög þau er til þess urðu, að hann komst á hina
svokölluðn réttu leið, höfum vér heyrt eftirfarandi sögu,
er vér eigi vitum þó um sönnur á, og seljum ei dýrara
en vér keyptum: