Gjallandi - 01.05.1907, Blaðsíða 4

Gjallandi - 01.05.1907, Blaðsíða 4
4 GJALLANDI ^kollinn úr sauðarlegg-num. Ólýginn sagði mér, að kvæðabók væri á ferðinni eftir einhvern Kvist, hvort það er kvistur á húsi eða af hrísi veit eg ekki, en sé þetta satt, er það mér stór- kostlegt gleðiefni að vita að heimurínn skuli taka slík- um framförum að dauðir kvistir tali, — ekki einasta það — heldur yrki; heyrt hefi eg og, að bók þessi heiti einhverjn íslenzku eldfjalls-nafni en hvort það nafn er »Öræfajökull« eða »Hekla« eða----------læt eg ósagt. Svona stórmerkileg bók hlýtur að vera rituð ósjálfrátt, af einhverjum »Riða«, »Munda« eða------- Gunnari Klampa. Heklugos. Af 57msum fyrirbrygðum, hafa menn hugboð nm að »Hekla« muni gjósa, og er það í 20 sinni sem hún gerir það. — Nú um tíma hafa menn tekið eftir því, að frá henni leggi leirmökk, — og ódaun. — Skyldi hún þá í 20, sinni spúa tómum leir?(!!) Auðgast stórum landið leiri, »Leir-Kvist« er að spúa. Máske kvistir frjóvgist fleiri fyrst þeir kjarnann sjúga?(!!). Gunnar »Keldugnúpsfífl<.c Lögregluþjónn á réttum stað. Yér sáum einn, lög- regluþjón þessa bæjar, fyrir skömmu banna stúku á hjóli að ríða gangstétt, í einu fjölförnu stræti hér í bænum, er stúlkan auðvitað ekki þorði annað en hlj7ða, en upp- skafningar tveir, sem ölkærir eru, settu ofan i við lög- regluþjón þenna fyrir slíka ókurtegsi(!!J gagnvart kven- þjóðinni. En þeir, er að þeirra állti voru ófrjálslyndir, álitu sem vert var, slíkt, vera rétt gert, af lögregluþjón- inum að gera stúlku þessari sama undir höfði sem öðrum, — enda þótt hún að utan væri skarti sett — hvernig sem innýflín hafa litið út, og hlýta þannig frá réttu sjónarmiði — »hjólreiða«-samþyktinni, jafn-

x

Gjallandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallandi
https://timarit.is/publication/185

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.