Gjallarhorn - 01.11.1902, Page 2

Gjallarhorn - 01.11.1902, Page 2
2 GJALLARHORN. Nr. 1 Ufan úr heimi. Emile Zola dó 29. september. Hann var lang-frægastur nútíðarhöfundur á Frakklandi. Lýsa skáldsögur hans lífinu, eins og það er, með óvenjulegu hispursleysi og djörfung, svo að mörgum hefir þótt nóg um. Hann sagði löndum sínum óspart til syndanna í ritum sínum, en mestan skörungsskap og sterkasta sannleiksást sýndi hann í Dreyfus- málinu, og barðist sem hetja móti yfirgangi herforingjanna og klerkavaldinu frakkneska. Zola fæddist 2. apríl 1840 og varð þannig rúmlega sextugur. Lítið eða ekkert hefir verið þýtt á íslenzku af verkum hans. Svo er ráðgjört, að ein af sögum hans byrji innan skamms að koma út í »Gjallarhorni«. Ritsímamálið. 1. október hjeldu sjómenn fund mikinn í Grimsby, til að ræða um frjettaþráðarlagningu milli Bretlands og ís- lands og samþykktu þeir, að skora á ensku stjórnina að hlutast til um, að hann yrði lagður sem fyrst millum íslands, Færeyja og Bretlands. Rússar þröngva kosti Finna alltaf meir og meir. Reka þeir Finna stöðugt úr em- bættum og setja rússneska menn í staðinn. Eldgos halda stöðugt áfram á Martinique. Ziegler, auðmaðurinn ameríski, er ekki upp- gefinn á að verja peningum sínum til þess að kosta norðurheimskautsferðir. Eptir að Baldvinsútgerðin — sem hefir kostað hann offjár — misheppnaðist fyrir skapillsku þeirra, rannsóknarmannanna, er hann farinn að semja við Peary um að fara í ferð á norðurslóðir næsta ár. Vænta menn góðs árangurs af því, þar sem Peary er manna kunnugastur þar nyrðra. Norðmenn eru mjög vel ánægðir yfir drif- netaveiði sinni hjer við land í sumar og gjöra ráð fyrir að auka hana. Vonandi er, að íslendingar hafi hönd í bagga með henni eptirleiðis, svo Norðmenn sjeu ekki alveg einir um hituna. — 180,000 tunnur af »milli«- síld hafa aflazt í Noregi frá síðasta nýári og til þessa tíma, og er það álitlegur skild- ingur, sem þar hefir komið á land og þykir þó óvenjulega lítið. Á Þýzkalandi voru frost og snjóar fyrstu dagana í -október. Það mundu hafa þótt tíðindi þar, að hjer á Islandi væri þá sól- skin og sumarveður. ,,Eldfastan trjávið“ eru Englendingar farnir að búa til. Var nýlega gjörð tilraun í Kaup- mannahöfn með hús, sem bygt var úr hon- um; hlaðið bálköstum að því á alla vegu og ljeku logar um allt húsið, en eptir á stóð húsið að mestu óskemt. Er nú ráðgjört, að setja á stofn verksmiðju í Kaupmannahöfn, til þess að gjöra trjávið þannig »eldfastan«, og halda menn, að hjer sje um stórmiklar umbætur að ræða fyrir húsabyggingar, ef þessi viður verður þá ekki svo miklu dýrari en annar viður, að ekki þyki svara kostnaði, að nota hann. Síldarverð í Raupmannahöfn var, þegar síð- ast frjettist, 23 — 26 kr. fyrir stóra nótasíld og 15—19 kr. fyrir netjasíld. Líkindi eru til þess, að það verð haldist, ef ekki eykst afli í Noregi. í öllum enskum blöðum er mesti gaura- gangur útaf því, að Búaforingjarnir, Botha, Delarey og Dewet, eru að ferðast um Norður- álfuna til að safna samskotum handa löndum sínum. Þykir Englendingum sjer vera gjörð minnkun með þessu og vilja gjöra þá fjelaga útlæga fyrir tiltækið. ---»-«5> <*<c*'*- Ægileg loptför. Ensk saga. Þegar jeg kom heim til mín seint um kvöld eitt, haustið 1895, sagði þjónn minn mjer, að nunna hefði komið og spurt eptir mjer, og sæti hún nú inni á skrifstofu minni. Jeg fór inn til hennar. Hún var fremur lagleg, andlitið unglegt og fjörlegt. Hún bað mig að fyrirgefa, að hún hefði troðið sjer inn til mín og fór þegar að skýra mjer frá erindi sínu. Hún sagðist sem sje þekkja ungan mann, sem jeg hafði styrkt lítillega til náms, af því, að jeg hafði gott álit á honum. Hann væri nú heldur í kröggum og því væri hún nú að safna samskotum handa honum. Jeg fjekk henni 30 krónur. Nunnan þakkaði mjer innilega og flýtti sjer út. Jeg hjelt um það leyti fyrirlestra víðsvegar um borgina og gleymdi því fljótlega heim- sókn nunnunnar. Seinna um veturinn var jeg samt aptur minntur á hana á mjög svo óþægilegan hátt. Jeg þóttist vera langt kominn með mjög mikilsverða uppgötvun, sem jeg hafði gjört að aðallífsstarfi mínu. Það var tilbúningur sprengiefnis, sem tæki langt fram púðri, dynamiti og öllum þeim áhrifamestu sprengi- efnum, sem þá voru fundin. Bjóst jeg við, að það mundi breyta mikið allri hernaðar- aðferð og verða til ómetanlegra hagsmuna fyrir enska ríkið. Hjarta mitt barðist opt hart í brjósti mjer, þegar jeg var að vinna við þetta, af umhugsuninni um uppfundn- ingu mína. Jeg komst lengra og lengra í rannsókn- um mínum, en alltaf vantaði mig einn lið, sem nauðsynlegur var til þess, að allt væri fullkomið. Jeg gjörði tilraun á tilraun ofan, en engin af samsetningum mínum varð að tilætluðum notum. Jeg fór að verða óþolin- móður og fór að efast um, að ná nokkurn tíma því takmarki, sem jeg hafði sett mjer. Dag nokkurn, þegar jeg var að vinna í ákefð á tilraunastofu minni, börðu tveir ókunnir menn að dyrum og ruddust inn til mín. Jeg varð gramur yfir heimsókninni, en ljet þó á engu bera. Annar þessara manna var hávaxinn og mjög dökkur yfirlitum, smáeygur og hvass- eygur, með mikið skegg og þykkt hár, sem náði niður á herðar. Förunautur hans var honum að öllu gagnólíkur; lágur, skegglaus og sköllóttur. Jeg þekkti hvorugan manninn og horfði sem snöggvast undrandi á þá. Dökkleiti maðurinn með mikla skeggið rjetti mjer hönd sína og mælti: »Fyrirgefið þjer hvað við erum ásæknir. Jeg heiti Arthur Lewen; þetta er vinur minn, Carles Kruse. Við höfum hlýtt á fyrirlestra yðar í konunglega vísindafjelag- inu og vitum, að þjer eruð eini maðurinn á Englandi, sem getið hjálpað okkur.« »Gjörið svo vel að setjast,« sagði jeg og benti þeim á stóla tvo, sem stóðu úti við einn vegginn. Þeir settust, og jeg tók eptir því, að Lewen var mjög óþolinmóður, en Kruse var aptur á móti rólegur. Hann var eins hægur og stilltur og hinn var órólegur og vanstilltur. Það var eins og eldur brynni úr augum Lewens meðan hann horfði á mig, og satt að segja fannst mjer hann horfa helzti mikið á mig. »Þjer eruð eini maðurinn, sem getið hjálp- að okkur,« sagði hann aptur og hvessti á mig augun. »Jeg veit alls ekki við hvað þjer eigið,« svaraði jeg. »Jeg skal í fáum orðum skýra yður frá þvf. Kruse og jeg hlustuðum á fyrirlestra yðar í vor, sem leið. Af orðum yðar gátum við ráðið í, að þjer munið vera að fást við sömu uppgötvun, sem við höfum eytt beztu árum okkar og kröptum við. Við höf- um allt að þessu vonast eptir að geta full- gjört þetta af eigin rammleik, en tíminn er dýrmætur; þjer getið á hverri stundu fundið það, sem yður vantar og þá er öll okkar fyrirhöfn einskis verð. Þetta viljum við forð- ast og erum því komnir hingað til að bjóða yður samvinnu okkar.« Jeg fann, að jeg roðnaði ákaflega, en reyndi þó að stilla mig. »Jeg skil ekki enn þá fullkomlega, við hvaða uppgötvun þjer eigið,« sagði jeg. »Það er nýja sprengiefniðA svaraði Kruse. Nú gat jeg ekki stillt mig lengur. Jeg hent- ist upp af stólnum, og náfölnaði. »Yður skjátlast,* mælti jeg. »Jeg hefi al- drei með einu orði getið um uppfundning mína.« »Við höfum fyllilega skilið af orðum yðar, að þjer eruð á sömu leið og við,« svaraði Kruse. »Viljið þjer líta hjer á?« Hann tók bók upp úr vasa sínum og fór að lesa. Jeg hlustaði agndofa á hann. Það gat ekki leikið neinn efi á því, að þessir menn voru komnir eins nálægt takmarkinu og jeg. Þeir gátu á hverri stundu komist á undan mjer og fullkomnað uppgötvunina. »Vinur minn og jeg,« sagði Lewin »höf- um allt af haldið rannsóknum okkar áfram jafnhliða yður. Meðan þjer hafið unnið í til- raunastofu yðar hjer í Lundúnum höfum við gjört hinar sömu tilraunir í stærri stíl á af- skektum stað í Cornwall. Höfum við getað gjört sprengingaræfingar okkar undir berum himni. Við vitum nákvæmlega, hve langt þjer eruð kominn og að yður vantar ekki annað, en að geta sameinað nokkrar gastegundir, til þess, að ná takmarkinu. Við erum búnir að finna það, sem yður vantar, en aptur

x

Gjallarhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.