Gjallarhorn - 22.05.1903, Blaðsíða 1
NR. 17.
GJALLARHORJM.
Brjef úr sveitinni.
Mælsku skorti og einurð eigi
ýmsa þræddi krókavegi.
Pessi vísupartur datt mj'er í hug, þegar
jeg í þriðja eða fjórða sinn las upptugguna
í hlutafjelagsblaðinu urn að E. Laxdal hefði
sagt á þá leið að heimastjórnarmenn ættu
að fá þau laun fyrir framkomu sína í lands-
málum, að vera öðrum fretnur kosttir á þing.
Þessi ummæli hafa orðið kökkur fyrir brjósti
ritnefndarinnar að hlutafjelagsmálgagninu, og
var henni þó fullþungt áður. Hún má eigi
heyra það nefnt, að heimastjórnarrnenn njóti
fortíðar sinnar, njóti þess að þeir komu í
veg fyrir þær framfarir(H) að æðsti embættis-
maður landsins yrði búsettur í Kaupnranna-
höfn með skrifstofur sínar, launaður af dönsku
fje og sjálfsagður fastur meðlimur ríkisráðs-
ins, njóta þess, að 61. gr. fjekk að standa,
og breyting fjekkst á skipun efri deildar, að
landsbankinn var eigi lagður niður o. fl.
Þessi hlutablaðsútgerð spýtir nú grænu galli
í hverju blaði út af því, að nokkrum skuli
hafa dottið í hug, að heimastjórnarmenn
hefðu þá fortíð, að þeim væri betur treyst-
andi á þing en þeim pólitísku umskipting-
um, sem nú kalla sig frarnsóknarmenn, eða
þeim væri sýndur sá sómi og veitt þau laun,
að hinar þjóðernislegu skoðanir þeirra vœru hafð-
ar í meiri metum en afslátlar- og uppgjafapóli-
tik dr. Valtýs og hans fylgifiska.
En þá tekur útyfir að hugsa til þess, fyrir
klíkuna, ef einhver af heimastjórnarmönnum
eða skoðunarbræðrum þeirra yrði ráðherra.
Jafnvel Ólafur Halldórsson er atyrtur í Þjóð-
viljanum fyrir að vera til og vera sá maður,
sem ekki væri óhugsanlegt að gæti orðið
ráðherra.
En því æpa mennirnir svo ótrúlega út af
því að E. Laxdal kastaði því fram á fundi,
að heimastjórnarmenn aettu að fá laun (vit-
anlega þau laun, að stefna þeirra væri við-
urkend í verkinu við þingkosningar næst).
Þar sem þeir sjálfir annaðhvort eru bólgnir
og bláir eða magrir og mjóir af valdsfíkn
og metorðasýki, sjálfir ólmir í að fá laun
fyrir sitt undanhald eða margra ára pólitísk-
ar »kuvendingar", og vilja vinna það til að
gjörast enn pólitískir hamskiptingar í þriðja
eða fjórða sinn, til þess að þeirra flekkótta
pólitíska fortíð megi því heldur gleymast,
sú fortíðin, þegar mest var daðrað aptan
við Rurnp heitinn og aðra íhaldsmenn, þing-
ræðinu haldið svo á lopti (!!) að mæla með
neitun fjárlaga, en alþýða atyrt og vítt fyrir
að vilja vita ástæður ráðherrans fyrir breyting
peirrar 61. gn n{f eru komnir aðrir tímar,
nú Þarf að nria sjer Upp við framfaramenn
panai Því parf enn að hafa hamaskipti,
{ramsóknarfl0kkurinn á að smjúga í jörð
sem Eirímur Ægir, og koma upp í nýrri
mynd °f» reyna þá að fieka einhverja úr
Hejmastjórnarf,okknum {jl að ganga f liðið)
ejns °g E)lafnr Briem var fiekaður um árið
Akureyri, 22. maí 1903.
1. ÁR.
til að fara yfir um, þegar fyrsta hamskiþt-
ingin var og fleirum var hættast.
Já, flokkurinn þarf að molda sig eins og
hænsn, til þess að reyna að drepa úr sjer
gömlu Valtýsku óþrifin svo þeir þekkist
síður, og daðrið við Rump sáluga gleymist.
Fyrsta hamskiptingin var þegar^hin end-
urbætta Valtýska kom 1901 og Ólafur og
Þórður hröpuðu, en sjera Einar bilaðist
öðrumegin; þá voru Valtýingar skírðir upp
og kallaðir stjórnarbótaflokkur. Þegar vinstri-
menn komu til valda voru þeir aptur skírð-
ir upp og nefndir framfaramenn; eptir að
þeir jáorðu eigi annað en ganga að heima-
stjórninni voru þeir enn skírðir og nefndir
framsóknarmenn og enn er farið að efna til
nýrrar skírnar, þótt enginn viti hvað barnið
nú eigi að heita, en eigi ættu heimastjórnar-
menn að láta fleka sig að ganga í þennan
óskírða flokk skilmálalaust.
Hörður.
Ritstjóri Norðurlands fœr ráðningu.
— .p... w
Auk ráðningar þeirrar, sem ritstjóri Norður-
lands fjekk frá gömlu konunni fyrir skömmu,
hefur hann nú einnig fengið ráðningu hjá
bæjarfógeta Kl. Jónssyni, þótt hún sje með
nokkru öðru móti heldur en sú fyrri, enda
verður þessi seinni að líkindum ekki birt í Nl.
Eins og flestum lesendutn Gjallarhorns er
kunnugt, var hr. ritstjóri Norðurlands með-
ritstjóri Isafoldar áður en hann rjeðist í
vinnumenskuna við hlutafjelagsblaðið. Ritaði
hann þá miður sæmilegar greinar um hr.
sýslumann Lárus H. Bjarnason. Ein af þess-
urn greinum var í 60. tölublaði XXVIII. árg.
ísafoldar tneð fyrirsögninni „Lárus skiþtir
búi". í þessari grein voru ýms meiðandi
orð um nefndan sýslumann viðvíkjandi því
að hann hefði ætlað sjer sem skiptaráðandi
í dánarbúi að hafa af búinu 1000 kr. með
því að heimta að fá keypta húseign dánar-
búsins fyrir 1000 kr. lægra verð, en annar
maður bauð í hana, og margt fleira. Fyrir
þessi meiðyrði neyddist hr. sýslumaður
Lárus H. Bjarnason að höfða mál gegn
Einari Hjörleifssyni, og var hinn 21. f. m.
uppkveðinn dómur í því fyrir aukarjetti
Akureyrarkaupstaðar af hr. bæjarfógeta Kl.
Jónssyni, þar sem öll hin átöldu umæli hins
núverandi ritstjóra hlutafjelagsblaðsins, í á-
minnstri ísafoldargrein eru dæmd dauð og
marklaus; auk þess er ritstjórinn dæmdur til
að greiða 50 kr. sekt í landsjóð eða sæta
15 daga fangelsi.. Þegar nú þess er gætt að
þetta er í antiað sinn sem þessi ritstjóri er
dæmdur til sektar eða fangelsis fyrir ástæðu-
lausan meiðandi munnsöfnuð um herra sýslu-
mann Lárus H. Bjarnason þá fer ýmsum að
verða skiljanlegt að árásir ritstjórans á helztu
menn þjóðarinnar muni hafa við lík rök að
styðjast og væntum vjer að kjósendur ltjer
og þjóðin í heild sinni dætni þær nú einnig
með kosningunutn dauðar og ómerkar.
—^><I)55W%aaí%(L>o^—
Úr heimahögum.
Tíðin er farin að taka sjer ofurlítið fram nú
seinustu dagana. Norðangalsi sá, sem hefur
ólmast við þá sem hafa komið undir bert lopt
nú í vor, hefur orðið að almennum áskorunum
manna og vikið af stóli, en við völdum hefur
tekið sunnanvindur með vinkonu sinni, sólinni.
Eru því að batna horfur með gróður, sem hafa
verið fremur ískyggilegar að þessu.
Guðm. læknir Hannesson var sóttur vestan
úr Skagafirði nú í vikunni sem leið. Hann var
þar einn dag um kyrt, og þyrptust menn mjög
ssman til hans, þegar þeir fengu vitneskju um
komu hans. Alls leituðu til hans á ferðinni 36
sjúklingar.
Stefán kennari á Möðruvöllum fór nú í vik-
unni vestur í Skagafjörð. Mun hann ætla að
grenslast eptir hvernig liggur á kjósendum,
áður en á kjörþing kemur.
>Hekla<, karlmannasöngfjelagið hjer í bæn-
um klykkti út starfsemi sína í vetur með því
að halda samsöng á Hótel Akureyri, til ágóða
fyrir minnisvarðasjóð Jónasar Hallgrímssonar
og komu inn nálægt 50 krónur. Skömmu áður
hafði >Hekla« verið í fjelagi við lúðrafjelagið
og nokkra leikendur, með kvöldskemtun í leik-
húsinu, til ágóða fyrir tvo sjúklinga á spítal-
anum.
Skólunum var sagt upp um miðjan mánuð-
inn og nemendunum hleypt út í heiminn. En
vonandi er að þeir hafi fengið góðan undir-
búning til þess að velkjast í »veraldar vonzku
solli«, sem ekki er betri hjer á íslandi en
annars staðar, eptir þvf sem »Norðurland«
sagði í vetur.
Þessar útskrifuðust af kvennaskólanum:
Soffía Jóhannessdóttir
Ólöf Sigurbjarnardóttir
Aðalbjörg Sigurðardóttir *
Hólmfríður Ingimundardóttir
Jónfna Eyjólfsdóttir
Þuríður Einarsdóttir
Hulda Laxdal*
einkunn 5,78
— 5,59
— 5,52
— 5,4i
— 5,37
— 5,37
— 5,33
Af »realskólanum« tóku þessir próf:
Páll Jónsson I. aðaleink. 57 stig
Páll Hermannsson I. — 57 —
Jakob H. Líndal I. — 55 —
Jón Jónsson I. — 55 —
Ólafur Möller I. — 54 —
Einar Sveinn Jóhannsson I. — 53 —
Herdís Matthíasdóttir I. — 50 —
Ingveldur Matthíasdóttir I. — 49 —
Einar Björnsson I. — 49 —
Snorri Einsrsson II. — 45 —
Óli Jón Björnsson 11. — 38 —
Gunnar Gunnarsson III. — 33 —
Gfsli Guðmundsson III. — 25 —
* Var aðeins einn vetur í skólanum.