Gjallarhorn - 22.05.1903, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 22.05.1903, Blaðsíða 2
66 GJALLARHORN. Nr. 17 Nú er kvennfélagið hér í bænum — sem sjaldan getur setið á sér nema að gera guðs- þakkaverk — byrjað á að kenna stúlkubörnum ókeypis handavinnu í barnaskólanum. Er lík- legt það verði vel þegið og notað. Dr. Valtýr ætlar nú að reyna að komast að í Gullbringusýslu. Þórður Thoroddsen, sem var þingmaður þar áður, hefur nú auglýst hátíðlega í »ísafold«, að hann dragi sig í hlje fyrir dokt- ornum. Sagt var í Reykjavík, að hann gjörði það í þeirri von, að dr. Valtýr kæmi sér að sem bankastjóra við »þann stóra«. Slœmar frjettir af Austurlandi. »Norðurland« segir svo frá, að Eyfirðingur einn hafi fengið Qárkláða austan Lagarfljóts, á bæ einum í Hjaltastaðaþinghá. Ekki vita menn hve lengi hann hefur gengið með veikina áður en hún brauzt út; hann hvað hafa komið á skrifstofu ♦Norðurl ands« skömmu fyrir ferð sína austur. --—cxflsgft-o— Óhróðri mótmælt. I 24. tbl. Isafoldar stendur grein ein með yfirskriptinni »ísfirsk stjórngæzla og rjettar- vernd« eptir Samson Eyjólfsson frá ísafirði, sem nú er orðinn nokkuð kunnugur af blöð- unum. Grein þessi er einn óhróðurssamsctn- ingur frá upphafi til enda um Hannes sýslu- mann Hafstein, svo undarlcgt virðist að blaðið skyldi geta fengið sig til að ljá slíku rúm. Það er leiðinlegt verk að eltast við slík ósann- indi sem eru í nefndri grein, en vegna þeirra, sem ekki þekkja hvaða persóna Samson þessi er, má ekki láta þeim ómótmælt. Hér í Eyja- firði þekkja margir Samson síðan um árið þegar að löggæzlan hafði afskipti af honum vegna kvennafars hans hjer, og er það eitt nægilegt í augum Eyfirðinga til að álíta greinina ómerka, að mark Samsonar er yfir henni. Samson vítir það, að Jón Viðholm hafi verið sviptur veitingaleyfi af því að hann hafi selt vínföng á helgum degi. Bæjarfógeti Hannes Hafstein hefur í þessu ekki gert annað en skyldu sína sem yfirvalds. Málið gegn Viðholm var höfðað eptir skipun amtsins, og sfðan dómur uppkveðinn í því af Hannesi Hafstein sem svo var staðfestur með yfirrjeltardómi 19. Júní 1899. Samson kemur með einhvern þvxtting um »vínsöluna í bakaríinu* á Isafirði. Sá eini flugu- fótur fyrir þessu mun vera, að kært var yfir því, að verzlun sú sem bakari Bentzien ræki, mundi vera í raun rjettri eign Asgeirs kaup- manns Ásgeirssonar og því ólögleg, þar sem það er bannað í opnu bréfi 7. apríl 1841 að sami maðurinn hafi útsölu á tveim stöðum í sama bæ. Kæran var borin undir amtið og úrskurðaði amtmaður 19. febr. 1902 að hjer lœgi ekki fyrir neitt brot gegn nefndri lagagrein. Bæjarfógeti er því hér úr allri sök. Samson gefur í skyn, að sýslumaður hafi. hilmað yfir sauðaþjófnað(l) með Steindóri nokkr- um Sigurðssyni. Sannleikurinn er sá, að sýslu- maður hjelt próf í þessu máli Steindórs og sendi þau síðan til amtsins. En af því það var álit landlœknis að maðurinn vœri viiskertur, úrskurðaði amtið 2. sept. 1902 að ekki skyldi höfða sakamál móti honum. Sýslumaður er því alveg saklaus í þessu máli. Af því, sem nú hefur verið sagt, mun mega ráða, hve mikill fótur er fyrir öðrum sakar- giptum Samsonar við bæjarfógeta H. H. Frásögn hans um lögskráninguna er ekkert annað en þvættingur, sprottinn af misskilningi og heimsku. Hann talar þar um mál, sem hann hefur ekki vit á. I hinum ísfirsku kosn- ingarkærum hefur sýslumaður H. H. ekki gjört annað en það, sem lög skylduðu hann til. »Skinnbrókarmálið« er ekki annað en bæjar- þvaður frá ísafirði, fætt og getið þar á veit- ingahúsinu. Samson virðist ekki vita, að bæjar- fógeti hefur fulla heimild til þess, að fá annan mann hæfan í sinn stað til að mæla fyrir sig skip í forföllum sínum og að það styðst við forna venju, að taka sjerstaka borgun fyrir það starf. Á kærú sína yfir Jóni Hálfdánarsyni út af skipting á fiskihlut, hefði Samson helzt ekki átt að minnast. Hún er honum til lítils sóma. Amtmaður ljet prófa það mál og að meðteknum prófum úrskurðaði hann, að engin ástæða væri til að höfða sakamál gegn nefnd- um Jóni. Hefði þessi »ísafoldar«grein staðið í málgagni því, sem mest hefur lagt á sig nú í vor til að rógbera H. H. gæti enginn skoðað hana annað en svívirðilegasta kosningaróg og er stór furða, að »Isafold« skuli geta lotið svo iágt að ljá Samson rúm til að níða menn, þessum spillingar-vembli sem á ferðalagi sínu kom svo leiðis fram hjer, að lögreglan þurfti að taka í taumana hjá honum og sem síðan er fyrirlitinn hjer, svo að það eitt, að nafn hans stendur við grein þessa, er nægilegt til þess að menn hjer álíti hana bull eitt og ósannindi. Vísindin krýna Bakkus konung veg'og veldi. Moito: Hefur þengli þrúðgum lengi þjónað mengi jarðar ranns, hraustir drengir vítt um vengi veg og gengi framað hans. (Alþr.). Nú er að rísa upp áköf mótbylting [gegn albindindinu], og afleiðingar hennar sýnast tak- markalausar, bæði fyrir þjóðhaginn og félags- lífið. Læknar, siðapostular og ýmsir góðir hálsar hafa lýst yfir því árum saman, að Bakkus kon- ungur væri einn sá einvaldsdrottinn, sem steypt skyldi af stóli — »hans þeir skilja ei dýrlegt kram« — en nú er hann allt í einu kominn aptur til vegs og virðingar, valda og tignar. Allt hið staðlausa orðagjálfur, sem veröldin velti yfir bjór og brennivíni, verður að skríða í skuggann. »Eitur og ólyfjan.« Þessi hljóm- fögru, ágætu orð verða að hverfa aptur í móðurkvið; mannfjelagsvoði, algert bindindi, dánar- og lögbrotsskýrslur, allt þetta stórskota- lið verður sem sönnun að þoka niður í kram- búðarkjallarann. Bindindisliðið er á flótta; Bakkus sjóli situr í öndvegi, mikill og mátt- ugur, og mótbyltingin er fullkomnuð. Bakkus sjóli sæll við bikar situr á stóli tignar hám; eins og sólin öðling blikar upp í jólnasölum blám. (Alþr.) Því þá? Blátt áfram af því, að vísindin fullyrða, að áfengið sje manneldisefni og jafngildi öllum hinum, sem vjer höfum til viðhalds og endurnýj- unar líkama vorum. Þetta er ekki sjerkredda neins einstaks manns eða yfirborðsályktun; það styðst við margteknar rannsóknir amerískra lærdómsmanna, gerðar síð- ustu 5 árin. Athuganir þeirra hafa verið afar nákvæmar og að þessu hafa unnið ekki færri en 50 vísindamanna og er þetta fyrsta sinn, er manneldisgildi áfengis hefur verið rannsak- að til rótar. Það er stórmerkilegt að lesa um, hvernig, og með hverjum árangri þeir gerðu tilraunir sínar hverja um sig. En vonandi er að norðurlanda vísindamenn skýri fyrir mönnum þessar tilraunir, sem brjóta nýjar brautir í vísindunum, grannskoða tilraun- irnar og ef til vill haldi þeim áfram. Rannsóknirnar voru gjörðar hátíðlega heyr- um kunnar og árangurinn opinberlega innsigl- aður við það, að sjálfur forstöðumaður Pasteur- vísindastofnunarinnar (institut Pasteur) Duclaux, sem kunnur er um allan heim, hefur látið prenta í annálum Pasteur-stofnunar (Annales de l’instit. Pasteur) skýrslu um störf vísinda- mannanna amerísku. Duclaux skoðar þær auð- sjáanlega sem órækar. Þessi heimsfrægi vís- indamaður leggur þar sitt þunga pund á meta- skálarnar til liðs hinum rógborna og bann- sungna Bakkusi konungi. Hann nœrir; hann er ekki eitur. Og auk þess sem hann nærir, gefur hann þeim, sem neyta hans í hófi, það glað- sinni, er ekki verður metið til peninga verðs. Þeir sem mega athvarf eiga óbráðfeigum kongi hjá, fagrar veigar fá að teiga, flest þá geigar bölið frá. Alþr. Drekki menn því óhræddir staup sitt eða vínglas með mat sínum. Þeir spara sjer með því aðra fæðu. Og enginn þarf að ætla að hann syndgi með því móti mannfjelagsskipun- inni; það er einmitt í samræmi við lögmál náttúrunnar. Brúkaðu áfengi segir Duclaux, en auðvitað í hófi. Ofdrykkja er jafn viðbjóðsleg, hvort sem áfengið er nærandi eða ekki. — Kannske í hæsta lagi ofurlítið skiljanlegri. — Manni er dálítil forvitni á að vita, hvernig vísindin snúa sjer framvegis við þessu máli. Það sýnist sem nokkurt felmtur hafi komið yfir áfengisóvini. Þeir þegja enn þá við þessum reginrökum, en vopnast líklega áður langt um Kður. En á hina hliðina ljettir hinn nýi lærdómur steini af þeim, sem ekki hafa kunnað við lykt- ina af bindindispostulunum eða þeim siðferðis- lögum, sem bendir þjóðunum á að gera áfengið að mjólkurkú. Auk þess þykir mönnum vænt um að geta fengið sjer bjór eða staup í næði, án þess að fá inn á sig alla siðfræðispostula í halarófu, með þjóðmála-ljónin í fararbroddi Það er bæði notalegt og nauðsynlegt, að hafa matfrið, og hófsmönnum er ekki ami að ölglasi. Bakkus lifir öldum yfir, — ekki skrifa’ jeg meir um hann. — Falda-Sifin fegurð drifin, Við förum að tifa’ í svefna-rann. (Alþr.). (»Rvík« eptir »Politiken«.) Villiam Priest í Brandon, Manitoba, bláfátækur unglingspiltur, seni hefur haft það fyrir atvinnu að sverta og bursta skó á götum bæjarins, erfði í haust 1,000,000 dollars eptir frænda sinn nýlátinn í Cali- fornia.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.