Gjallarhorn - 10.07.1903, Blaðsíða 1
Auka-númer.
GJALLARHORJM.
NR. 21. ^ . Akureyri, 10. júlí 1903. ^ 1. ÁR.
Alþingi.
I.
Alþingi var sett I. júlí eins og til stóð. Jón
prestur Helgason hjelt ræðu f dómkirkjunni og
lagði út af Esai 62. 1 — 5.
Þegar þingmenn höfðu safnazt saman í þing-
sal neðri deildar, las landshöfðingi upp boðskap
konungs til þingsins og lýsti yfir, að það væri
sett. Gekk þá aldursforseti, Árni landfógeti
Thorsteinsson, til forsetasætis og gekkst fyrir
prófun kjörbrjefa,- Kært hafði verið til þingsins
Alþingishúsið í Reykjavík.
yfir kosningu tveggja þingmanna: Guðjóns Guð-
laugssonar og Ólafs Ólafssonar. Gerði dr. Valtýr
sig all-merkilegann yfir kærunni um kosningu
Guðjóns, en KI. Jónsson lækkaði þá í honum
rostann. Var því næst samþykkt kosningin með
20 samhljóða atkvæðum. Valtývar sátu þá i
sætum sínum, en greiddu þó ekki atkvæði á
móti.
Þó að mönnum bæri saman um að kosning
Ólafs Ólafssonar væri vítaverð, sýndi heima-
stjórnarflokkurinn þá mildi að samþykkja hana,
og þá vantaði ekki atkvæði Valtýva.
Forseti n. d. var kosinn við endurkosningu
Kl. Jónsson með 14 atkv. Varaforseti Magnús
Andrjesson með 13 atkvæðum, og skrifarar Jón
Magnússon og Árni Jónsson.
Forseti í e. d. var kosinn Árni Thorsteinsson,
landfógeti með öllum atkv. Varaforseti Ilall-
grímur Sveinsson og skrifarar Jón Jakobsson
og Sig. Jensson.
Forseti í sameinuðu þingi var kosinn Eiríkur
Briem, varaforseti Júlíus Hafstein og skrifarar
Hannes Þorsteinsson og Lárus Bjarnason.
Til efri deildar voru kosnir:
Sigurður Jensson.................með 35 atkv.
Guttormur Vigfússon.............. — 34 —
Jón Jakobsson.................... — 34 —
Guðjón Guðlaugsson............... — 21 —
Þorgrímur Þórðarson.............. — 20 —
Valtýr Guðmundsson............... — 19 —
Stjórnarskrárfrumvarpið var tekið fyrir í n.
d. 2. júlí. Hannes Hafstein lagði til að nefnd
yrði sett í málið. Var það samþykkt og þessir
kosnir í nefndina:
Hannés Hafstein.
Guðlaugur Guðmundsson.
Lárus H. Bjarnason.
Hannes Þorsteinsson.
Skúli Thoroddsen.
Eggert Pálsson.
Magnús Andrjesson.
Formaður nefndarinnar var kosinn L. H.
Bjarnason, en skrifari og framsögumaður H.
Hafstein.
I fjárlaganefnd voru kosnir 3. júlí:
Tr. Gunnarsson.
Þórh. Bjarnarson.
Stefán Stefánsson.
Pjetur Jónsson.
Hermann Jónsson.
Árni Jónsson.
Jóhannes Jóhannesson.
Sakramenti og sóttnæmi.
Snemma í vetur vakti einhver danskur læknir
máls á því, að sóttnæmir sjúkdómar mundu
eigi ósjaldan geta borizt mann frá manni við
altarisgöngu. Þegar kaleikurinn gengi munn
frá munni,-væri eigi ólíklegt, að bakteríur og
aðrar sóttkveikjur gætu með honum fluzt frá
sjúkum náðarborðgestum til hinna heilbrigðu.
Mál þetta fjekk góðan byr, því brátt tóku ýms
blöð í sama strenginn. En »Kristeligt Dagblad«
var á annari skoðun. Það úthúðaði lækninum
og öðrum, sem dirfðust að efast hið minnsta
um, að drottinn mundi varðveita þá frá bakt-
eríum og öllu illu, er sætu að veizlu hjá hon-
urn. Ymsir prestar ljetu 1' ljósi sömu skoðun,
en þó voru nokkrir, og þar á meðal einn
biskup, sem hölluðust að skoðun læknisins og
kváðu mönnum skylt að fara eptir því í þessu
sem ýmsu öðru hvað læknisfræðin og vísindin
segðu. Sjálandsbiskup, sem er æðsti prestur í
Danmörku, gjörði nú fyrirspurn til kirkjumála-
ráðgjafans um, hvað til bragðs skyldi taka í
þessu vandamáli, sem mönnum ekki gæti komið
saman um sannleikann í. Ráðgjafi skrifaði þá
til heilbrigðisráðsins og bað það segja sjer,
hvort nokkur hæfa væri fyrir því, að kaleik-
urinn gæti flutt með sjer sóttnæmi, og ef svo
væri, þá að leggja klerkum ráð hvernig mundi
hentugast að fyrirbyggja þá sýkingarhættu,
sem væri sakramentunum samfara.
Eptir að heilbrigðisráðið hafði haft málið til
íhugunar um stund, skrifaði það ráðgjafa ítar-
legt brjef, sem ráðgjafi svo sendi Sjálands-
biskup og hann aptur hinum biskupunum til
útbýtingar meðal klerkanna.
í brjefi þessu tekur heilbrigðisráðið engin
tvímæli á því, að sóttnæmi geti borizt með
víninu og kaleiknum og auk þess með óhrein-
um fingrum prestanna, er útdeili brauðinu.
Bezta ráðið yrði, að hver sá er gengi til alt-
aris, hefði meðferðis sitt eigið staup eða kaleik,
en þar eð efasamt sje að slíkt geti komizt á
fyrst um sinn, hefur heilbrigðisráðið samið
eptirfylgjandi reglur, sem það óskar að allir
prestar vilji alvarlega íhuga og breyta eptir.
1. Það verður að viðhafa hið ýtrasta hreinlæti
við geymslu og útdeilingu vínsins og brauðs-
ins. Áður en víninu er hellt í kaleikann
skal prestur þurka vandlega flöskuhálsinn
með hreinum klút. Sömuleiðis á hann að
strjúka nákvæmlega með hreinum klút bæði
af altarisvinkönnunni, kaleiknum og patín-
unni, áður en það er notað. Rjett á undan
útdeilingu þvær prestur rækilega með sápu
hendur sínar og þerrar sjer með hreinni
þurku.
2. Meðan á útdeilingu vínsips stendur, snýr
prestur kaleiknum þannig í höndum sjer að
hver altarisgestur dreypir þar á kaleiks-
röndinni, sem enginn hinna hefur snert með
munni sínum. Þegar kaleiknum er þannig
snúið einu sinni ( kring, þá þerri prestur
allt kaleiksopið með hreinum klút sem hann
hefur vætt í heitu vatni, og útdeili svo á
ný. Nú skyldi korksáldur eða einhver ó-
hreinindi hafa komizt í vínið og fljóta ofan
á, þá eru prestar áminntir um að taka það
ekki upp með fingrunum, heldur skulu þeir
veiða það upp með teskeið eða einhverju
sjerstöku verkfæri.
Obláturnar skulu tilteknar jafnmargar að
tölu og altarisgestirnir eru margir eða í
hæsta lagi aðeins örfáar umfram til vara.
Ef obláturnar eru myglaðar eða votar, þá
má eigi brúka þær.
3. Strax á eptir altarisgöngunni skal hella
burt því víni sem afgangs hefur orðið í
kaleiknum. Altariskannan og kaleikurinn
skulu síðan hreinsuð í soðnu vatni, sömu-
leiðis patínan, því næst þurkuð með hreinni
rýju og geymd í læstri hirzlu þar sem eng-
inn raki kemst að og skal allt vera inn-
vafið í þurrum ljereptsklútum, en ekki í
hulstrum.
4. Ef sakramenti er útdeilt utankirkju, skal
nákvæmlega fylgt sömu reglum, og ef sjúkur
maður á í hlut, verður að hreinsa kaleikinn
óðara á eptir.
Að endingu brýnir heilbrigðisráðið fyrir
prestum hve nauðsynlegt sje að þeir hlýðnist
þessum reglum, og hve mikia ábyrgð þeir hafi
gagnvart söfnuðunum við að óhlýðnast þeim.
Einhver hugvitsamur maður í Danmörku
hefur nýlega fundið upp kaleik, sem hann tel-
ur öruggann og hættulausann. Hann er þannig
byggður að sjálfur bikarinn er hólfaður í
sundur í mörg smáhólf og er ætlast til að
borðgestir drekki sinn úr hverju hólfi. Ekki
hefur samt heilbrigðisráðið viljað aðhyllast
þennan kaleik, heldur ræður það frá að nota
hann, að öllum líkindum vegna þess, hve örð-
ugt hljóti að vera að hreinsa hann vandlega.
Það líður nú vonandi ekki á löngu áður en
íslenzkir prestar fá svipaðar heilsusamlegar
reglur til að hegða sjer eptir og hinir dönsku
embættisbræður þeirra hafa þegar fengið.
Z.